Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann Benedikt Einarsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum. Í stað iðrunar lýsir Kári því næst yfir aðdáun sinni á stillingu Bjarna og langlundargeði yfir níðskrifum hans. Kári er margbrotinn maður og það er erfitt að átta sig á hvað honum gengur til – hvort hann sé að brýna Bjarna til góðra verka eða hvort hann sé markvisst að reyna að grafa undan trúverðugleika hans. Það er svo sem aukaatriði í sjálfu sér hvaða hvatir liggja að baki skrifunum. Það sem meira máli skiptir eru dylgjurnar sem hann ber á borð. Í pistli sínum tínir Kári til gróusögur í fjórum liðum og óskar eftir því að Bjarni stígi fram og svari þeim opinberlega. Kári gætir sín á því að taka það fram að hann trúi sögunum ekki sjálfur en hann vilji þó fá Bjarna til að bera þær af sér. Mér finnst ólíklegt að Bjarni skemmti skrattanum og svari pistli Kára. Það ætla ég hins vegar að gera. Það vill nefnilega svo til að í öllum fjórum gróusögunum sem Kári tínir til er vikið með einum eða öðrum hætti að föðurbróður Bjarna, þ.e. föður mínum, Einari Sveinssyni, og viðskiptum sem hann tengist. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að leiðrétta það sem þar kemur fram, í þeirri röð sem það var skrifað.1. Í fyrsta lið fjallar Kári um blekkingar S-hópsins við kaup Búnaðarbankans. Þykir honum Bjarni þar ekki hafa verið nógu afgerandi í fordæmingu sinni á þeirri fléttu auk þess sem honum þykir hann ekki nógu áhugasamur um frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Vísar Kári svo til ónefndra manna sem segja ástæðuna fyrir þessu meinta áhugaleysi Bjarna vera þá að fjölskylda Bjarna „hafi verið á bólakafi í bankaskítnum“ og er í því sambandi vísað til stjórnarsetu föður míns í Íslandsbanka og hvernig „[okkur] tókst að selja [okkur] út úr bankanum nokkrum klukkustundum áður en hann fór á hausinn“. Það er ekki alveg einfalt að svara áburði Kára um að fjölskylda okkar Bjarna hafi verið „á bólakafi í bankaskítnum“. Til þess hefði Kári mátt vera skýrari. Um aðkomu föður míns að Íslandsbanka/Glitni og brotthvarf hans get ég þó sagt að hann var stjórnarmaður í Íslandsbanka frá 1991, þar af formaður frá 2004. Á aðalfundi bankans í febrúar 2007 var hann endurkjörinn í stjórn og sat áfram sem formaður. Þremur vikum eftir aðalfundinn í febrúar juku FL Group og Baugur/Stoðir við eignarhlut sinn í bankanum og vildu þeir aðilar sem að þeim félögum stóðu taka yfir stjórn bankans. Faðir minn átti ekki samleið með þeim og seldi því hlut sinn um það leyti. Hluthafafundur var svo haldinn í apríl 2007 þar sem hann gekk út úr stjórn og ný stjórn var kjörin. Glitnir var svo tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu einu og hálfu ári síðar, 7. október 2008.2. Í öðrum lið víkur Kári að nýlegum breytingum á eignarhaldi Arion banka og hefur ónefnda aðila fyrir því að meint áhugaleysi Bjarna á eignarhaldi Arion banka megi rekja til þess að fjölskylda Bjarna sé að „undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða“. Það er makalaust að Kári skuli telja Bjarna þurfa að svara svona þvælu. Í fyrsta lagi eru þetta samhengislausar dylgjur. Í öðru lagi er fjarstæðukennt að láta sér detta í hug að Borgun, sem er að 63,5% í eigu Íslandsbanka, ætli að kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Sú hugmynd hefur, svo ég viti til, hvergi verið viðruð.3. Í þriðja lið nefnir Kári sölu Landsbankans á hlutnum í Borgun. Segir hann þá sögu ganga að fyrst hafi stjórnendur Borgunar falast eftir kaupum á hlut bankans án árangurs en síðan þegar frændi Bjarna, faðir minn, hafi bæst í hópinn að þá hafi bankinn verið viljugur að selja og það á gjafverði. Sagan segi jafnframt að frændsemi föður míns og Bjarna hafi verið ástæða fyrir því hvernig að sölunni var staðið. Það hefur margt verið skrifað og sagt um söluna á Borgun. Þegar fréttir bárust fyrst af sölunni einkenndist umræðan af samsæriskenningum og ásökunum um spillingu. Mikið var gert úr hlut föður míns í kaupendahópnum en félag í hans eigu keypti hlut sem svaraði til u.þ.b. 5% hlutar í Borgun. Nú þegar rykið hefur sest eftir moldviðrið sem þyrlað var upp og staðreyndirnar liggja fyrir þá er öllum ljóst sem málið skoða að Bjarni hafði hvorki aðkomu né vitneskju um fjárfestingu föður míns. Bjarni, þá sem fjármálaráðherra, hafði heldur ekkert um sölu á hlut bankans í Borgun að segja. Ákvörðun um slíkt var einungis á forræði bankastjóra og bankaráðsins. Það hefur enda enginn sem að sölunni kom haldið öðru fram. Það má hins vegar taka undir gagnrýni á það hvernig Landsbankinn stóð að söluferlinu. Það hvernig að sölunni var staðið var þó alfarið ákvörðun bankans, ekki kaupenda. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í nóvember 2016 voru vinnubrögð Landsbankans átalin og þá einkum að bankinn skyldi hafa selt tilteknar eignir sínar í lokuðu ferli. Tilgreindi Ríkisendurskoðun þar sérstaklega söluna á hlutnum í Borgun ásamt sölunni á hlutum sínum í Vestia, Promens, Icelandic Group og Valitor svo dæmi séu nefnd. Eins og þekkt er fór svo að Bankasýsla ríkisins gerði breytingar á stjórn bankans og bankastjóranum var sagt upp störfum. Hvað snýr að kaupverði hlutanna í Borgun þá hafði hvorki ég né faðir minn neina aðkomu að samningaviðræðum við bankann. Í október 2014 fengum við kynningu hjá forsvarsmanni fjárfestahópsins þar sem okkur var kynnt verkefnið, en undirbúningur kaupanna hafði þá staðið yfir frá því í mars sama ár. Á þeim tíma sem við fengum kynninguna lá verðið og kaupsamningur fyrir og beðið var endanlegrar staðfestingar bankaráðs. Fjárfestahópurinn var á þessum tíma enn í mótun og faðir minn var beðinn um að taka þátt í kaupunum, sem og hann gerði.4. Í fjórða og síðasta liðnum fjallar Kári um rútufélagið Kynnisferðir. Segir Kári þá sögu ganga að ekkert rútufyrirtæki hafi notið meiri undanþágu frá fullum virðisaukaskatti en „þessi gullmoli fjölskyldu [Bjarna]“. Kári heldur því næst fram að Kynnisferðir hafi einkaleyfi á akstri flugrútunnar og að sagan segi að þetta einkaleyfi hafi fengist hjá Isavia þar sem „náinn vinur fjölskyldu [Bjarna]“, Ingimundur Sigurpálsson, er stjórnarformaður. Þessum dylgjum er auðsvarað. Það er rangt sem Kári heldur fram að einkaleyfi sé á akstri flugrútunnar. Sérleyfi á akstri flugrútunnar var við lýði þar til það var afnumið árið 2011 og í kjölfarið fór annað rútufyrirtæki, Allrahanda, að bjóða upp á akstur á sömu leið í beinni samkeppni við Kynnisferðir. Flugrútan og önnur ferðaþjónusta, nema hótel og bílaleigur, var undanþegin virðisaukaskatti þar til 1. janúar 2016 þegar sú starfsemi var sett í 11% virðisaukaskattþrepið. Þegar sú skattskylda var innleidd var Bjarni nokkur Benediktsson fjármálaráðherra. Það er því fjarri lagi að Kynnisferðir hafi notið forréttinda umfram aðra í ferðaþjónustu. Það er viðeigandi að ljúka þessari yfirferð með ljóði eftir Pál J. Árdal.Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,en láttu það svona í veðrinu vaka,þú vitir, að hann hafi unnið til saka. En biðji þig einhver að sanna þá sök,þá segðu að til séu nægileg rök,en náungans bresti þú helst viljir hylja,það hljóti hver sannkristinn maður að skilja, og gakktu nú svona frá manni til manns,uns mannorð er drepið og virðingin hans,og hann er í lyginnar helgreipar seldur,og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur, en þegar svo allir hann elta og smá,með ánægju getur þú dregið þig frá,og láttu þá helst eins og verja hann viljir,þótt vitir hans bresti og sökina skiljir. Og segðu hann brotlegur sannlega eren syndugir aumingja menn erum vér,því umburðarlyndið við seka oss sæmir,en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir. Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,með hangandi munnvikjum varpaðu önd,og skotraðu augum að upphimins ranni,sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni. Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,ég held þínum vilja þú fáir náð,og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,en máske að þú hafir kunnað þau áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á miðvikudaginn síðastliðinn skrifaði Kári Stefánsson enn einn pistilinn þar sem hann beinir spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Kári byrjar pistil sinn á að hreykja sér af því að hafa í fyrri skrifum sínum dregið Bjarna yfir naglabrettið, gert að honum grín, ásakað um ljóta hluti og gert lítið úr honum. Í stað iðrunar lýsir Kári því næst yfir aðdáun sinni á stillingu Bjarna og langlundargeði yfir níðskrifum hans. Kári er margbrotinn maður og það er erfitt að átta sig á hvað honum gengur til – hvort hann sé að brýna Bjarna til góðra verka eða hvort hann sé markvisst að reyna að grafa undan trúverðugleika hans. Það er svo sem aukaatriði í sjálfu sér hvaða hvatir liggja að baki skrifunum. Það sem meira máli skiptir eru dylgjurnar sem hann ber á borð. Í pistli sínum tínir Kári til gróusögur í fjórum liðum og óskar eftir því að Bjarni stígi fram og svari þeim opinberlega. Kári gætir sín á því að taka það fram að hann trúi sögunum ekki sjálfur en hann vilji þó fá Bjarna til að bera þær af sér. Mér finnst ólíklegt að Bjarni skemmti skrattanum og svari pistli Kára. Það ætla ég hins vegar að gera. Það vill nefnilega svo til að í öllum fjórum gróusögunum sem Kári tínir til er vikið með einum eða öðrum hætti að föðurbróður Bjarna, þ.e. föður mínum, Einari Sveinssyni, og viðskiptum sem hann tengist. Mér rennur því blóðið til skyldunnar að leiðrétta það sem þar kemur fram, í þeirri röð sem það var skrifað.1. Í fyrsta lið fjallar Kári um blekkingar S-hópsins við kaup Búnaðarbankans. Þykir honum Bjarni þar ekki hafa verið nógu afgerandi í fordæmingu sinni á þeirri fléttu auk þess sem honum þykir hann ekki nógu áhugasamur um frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna. Vísar Kári svo til ónefndra manna sem segja ástæðuna fyrir þessu meinta áhugaleysi Bjarna vera þá að fjölskylda Bjarna „hafi verið á bólakafi í bankaskítnum“ og er í því sambandi vísað til stjórnarsetu föður míns í Íslandsbanka og hvernig „[okkur] tókst að selja [okkur] út úr bankanum nokkrum klukkustundum áður en hann fór á hausinn“. Það er ekki alveg einfalt að svara áburði Kára um að fjölskylda okkar Bjarna hafi verið „á bólakafi í bankaskítnum“. Til þess hefði Kári mátt vera skýrari. Um aðkomu föður míns að Íslandsbanka/Glitni og brotthvarf hans get ég þó sagt að hann var stjórnarmaður í Íslandsbanka frá 1991, þar af formaður frá 2004. Á aðalfundi bankans í febrúar 2007 var hann endurkjörinn í stjórn og sat áfram sem formaður. Þremur vikum eftir aðalfundinn í febrúar juku FL Group og Baugur/Stoðir við eignarhlut sinn í bankanum og vildu þeir aðilar sem að þeim félögum stóðu taka yfir stjórn bankans. Faðir minn átti ekki samleið með þeim og seldi því hlut sinn um það leyti. Hluthafafundur var svo haldinn í apríl 2007 þar sem hann gekk út úr stjórn og ný stjórn var kjörin. Glitnir var svo tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu einu og hálfu ári síðar, 7. október 2008.2. Í öðrum lið víkur Kári að nýlegum breytingum á eignarhaldi Arion banka og hefur ónefnda aðila fyrir því að meint áhugaleysi Bjarna á eignarhaldi Arion banka megi rekja til þess að fjölskylda Bjarna sé að „undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða“. Það er makalaust að Kári skuli telja Bjarna þurfa að svara svona þvælu. Í fyrsta lagi eru þetta samhengislausar dylgjur. Í öðru lagi er fjarstæðukennt að láta sér detta í hug að Borgun, sem er að 63,5% í eigu Íslandsbanka, ætli að kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Sú hugmynd hefur, svo ég viti til, hvergi verið viðruð.3. Í þriðja lið nefnir Kári sölu Landsbankans á hlutnum í Borgun. Segir hann þá sögu ganga að fyrst hafi stjórnendur Borgunar falast eftir kaupum á hlut bankans án árangurs en síðan þegar frændi Bjarna, faðir minn, hafi bæst í hópinn að þá hafi bankinn verið viljugur að selja og það á gjafverði. Sagan segi jafnframt að frændsemi föður míns og Bjarna hafi verið ástæða fyrir því hvernig að sölunni var staðið. Það hefur margt verið skrifað og sagt um söluna á Borgun. Þegar fréttir bárust fyrst af sölunni einkenndist umræðan af samsæriskenningum og ásökunum um spillingu. Mikið var gert úr hlut föður míns í kaupendahópnum en félag í hans eigu keypti hlut sem svaraði til u.þ.b. 5% hlutar í Borgun. Nú þegar rykið hefur sest eftir moldviðrið sem þyrlað var upp og staðreyndirnar liggja fyrir þá er öllum ljóst sem málið skoða að Bjarni hafði hvorki aðkomu né vitneskju um fjárfestingu föður míns. Bjarni, þá sem fjármálaráðherra, hafði heldur ekkert um sölu á hlut bankans í Borgun að segja. Ákvörðun um slíkt var einungis á forræði bankastjóra og bankaráðsins. Það hefur enda enginn sem að sölunni kom haldið öðru fram. Það má hins vegar taka undir gagnrýni á það hvernig Landsbankinn stóð að söluferlinu. Það hvernig að sölunni var staðið var þó alfarið ákvörðun bankans, ekki kaupenda. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í nóvember 2016 voru vinnubrögð Landsbankans átalin og þá einkum að bankinn skyldi hafa selt tilteknar eignir sínar í lokuðu ferli. Tilgreindi Ríkisendurskoðun þar sérstaklega söluna á hlutnum í Borgun ásamt sölunni á hlutum sínum í Vestia, Promens, Icelandic Group og Valitor svo dæmi séu nefnd. Eins og þekkt er fór svo að Bankasýsla ríkisins gerði breytingar á stjórn bankans og bankastjóranum var sagt upp störfum. Hvað snýr að kaupverði hlutanna í Borgun þá hafði hvorki ég né faðir minn neina aðkomu að samningaviðræðum við bankann. Í október 2014 fengum við kynningu hjá forsvarsmanni fjárfestahópsins þar sem okkur var kynnt verkefnið, en undirbúningur kaupanna hafði þá staðið yfir frá því í mars sama ár. Á þeim tíma sem við fengum kynninguna lá verðið og kaupsamningur fyrir og beðið var endanlegrar staðfestingar bankaráðs. Fjárfestahópurinn var á þessum tíma enn í mótun og faðir minn var beðinn um að taka þátt í kaupunum, sem og hann gerði.4. Í fjórða og síðasta liðnum fjallar Kári um rútufélagið Kynnisferðir. Segir Kári þá sögu ganga að ekkert rútufyrirtæki hafi notið meiri undanþágu frá fullum virðisaukaskatti en „þessi gullmoli fjölskyldu [Bjarna]“. Kári heldur því næst fram að Kynnisferðir hafi einkaleyfi á akstri flugrútunnar og að sagan segi að þetta einkaleyfi hafi fengist hjá Isavia þar sem „náinn vinur fjölskyldu [Bjarna]“, Ingimundur Sigurpálsson, er stjórnarformaður. Þessum dylgjum er auðsvarað. Það er rangt sem Kári heldur fram að einkaleyfi sé á akstri flugrútunnar. Sérleyfi á akstri flugrútunnar var við lýði þar til það var afnumið árið 2011 og í kjölfarið fór annað rútufyrirtæki, Allrahanda, að bjóða upp á akstur á sömu leið í beinni samkeppni við Kynnisferðir. Flugrútan og önnur ferðaþjónusta, nema hótel og bílaleigur, var undanþegin virðisaukaskatti þar til 1. janúar 2016 þegar sú starfsemi var sett í 11% virðisaukaskattþrepið. Þegar sú skattskylda var innleidd var Bjarni nokkur Benediktsson fjármálaráðherra. Það er því fjarri lagi að Kynnisferðir hafi notið forréttinda umfram aðra í ferðaþjónustu. Það er viðeigandi að ljúka þessari yfirferð með ljóði eftir Pál J. Árdal.Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,en láttu það svona í veðrinu vaka,þú vitir, að hann hafi unnið til saka. En biðji þig einhver að sanna þá sök,þá segðu að til séu nægileg rök,en náungans bresti þú helst viljir hylja,það hljóti hver sannkristinn maður að skilja, og gakktu nú svona frá manni til manns,uns mannorð er drepið og virðingin hans,og hann er í lyginnar helgreipar seldur,og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur, en þegar svo allir hann elta og smá,með ánægju getur þú dregið þig frá,og láttu þá helst eins og verja hann viljir,þótt vitir hans bresti og sökina skiljir. Og segðu hann brotlegur sannlega eren syndugir aumingja menn erum vér,því umburðarlyndið við seka oss sæmir,en sekt þessa vesalings faðirinn dæmir. Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd,með hangandi munnvikjum varpaðu önd,og skotraðu augum að upphimins ranni,sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni. Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,ég held þínum vilja þú fáir náð,og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður,en máske að þú hafir kunnað þau áður.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun