Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 84-70 | Snæfell sópaði Stjörnunni í sumarfrí Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. apríl 2017 22:00 Aaryn Ellenberg hefur skorað samtals 73 stig í einvíginu. vísir/daníel Snæfell sópaði Stjörnunni í sumarfrí og tryggði um leið sæti sitt í úrslitum Dominos-deildar kvenna með 84-70 sigri á Stykkishólmi í kvöld en Snæfellskonur sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar fá því tækifæri til að verja titilinn. Snæfell var búið að vinna fyrstu tvo leiki liðanna nokkuð sannfærandi eftir að hafa leitt strax upphafi leikjanna til enda og það sama var upp á teningunum í kvöld. Snæfell náði um tíma 21 stiga forskoti en Stjörnukonur neituðu að gefast upp og náðu í nokkur skipti að gera atlögu að forskotinu en alltaf átti Snæfell svör við áhlaupum Stjörnunnar. Að lokum kom það greinilega í ljós að Snæfell er með betra lið og betri leikmannahóp og það skilaði að lokum sigrinum.Af hverju vann Snæfell? Breiddin og gæðin í leikmannahóp Snæfells eru einfaldlega meiri og það landaði sigrinum í kvöld. Til þess að Garðbæingar gætu unnið leik í þessari seríu þurftu lykilleikmenn liðsins að hitta á toppdag en sú var ekki raunin í kvöld. Á meðan Snæfell fékk framlag frá tíu leikmönnum strax í fyrri hálfleik voru þrír leikmenn Stjörnunnar með 47 af 53 stigum liðsins og komust aðeins fimm leikmenn liðsins á blað. Garðbæingar gerðu vel með því að gefast aldrei upp og ná að saxa nokkrum sinnum á forskot Snæfells en heimakonur fundu alltaf svör.Bestu menn vallarins: Í liði Snæfells var líkt og oft áður Aaryn Ellenberg stigahæst með 24 stig ásamt því að gæla við þrefalda tvennu með 14 fráköst og sex stoðsendingar en hún var óhrædd við að taka af skarið og láta reyna á vörn Stjörnunnar. Þá var Bryndís Guðmundsdóttir öflug í liði Snæfells með 15 stig en hún átti stóran þátt í forskoti Snæfells með þriggja stiga skotum sínum en hún líkt og liðsfélagar sínir hitti vel fyrir utan línuna. Í liði Stjörnunnar var Daniella Rodriguez lengi af stað en þegar hún komst af stað reyndist hún heimakonum erfið. Það var hinsvegar Bríet Sif Hinriksdóttir sem var stigahæst í liði gestanna með 23 stig en hún hitti úr átta af þrettán skotum sínum í leiknum.Áhugaverð tölfræði: Bæði lið voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfellsliðið var óhrætt við að taka skotin og hittu þær úr tólf af 24 skotum sínum fyrir utan línuna. Byrjuðu þær á að hitta úr sex af fyrstu níu og voru tíu af sextán um tíma en enduðu með 50% nýtingu fyrir utan línuna.Hvað gekk illa? Stjarnan verður að fá meira framlag frá öðrum leikmönnum liðsins en Bríet, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Daniella voru með 58 af 70 stigum liðsins og komu aðeins fjögur stig af bekknum. Til þess að sigra gott lið á borð við Snæfell þurfa leikmenn að vera tilbúnir að taka af skarið í leikjum eins og þessum en flestir leikmenn liðsins voru að taka 2-3 skot í leiknum. Snæfell-Stjarnan 84-70 (23-13, 21-21, 25-19, 15-17)Snæfell: Aaryn Ellenberg 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 17/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, María Björnsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Stjarnan: Bríet Sif Hinriksdóttir 23/4 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 21/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/9 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 8/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4/4 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1 Ingi Þór: Eigum enn töluvert inni„Við erum búin að leiða þessa seríu og vera betra liðið í einvíginu. Við þökkum Stjörnunni fyrir gott einvígi, þær komu af krafti inn í leikinn í dag eins og við bjuggumst við,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, kátur að leikslokum í kvöld. „Þær börðust af krafti og það var mikil harka í leiknum, það voru margir leikmenn sem komu með gott framlag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar ég dreifði álaginu vel sem skilar þessum sigri,“ Stjarnan átti nokkur fínustu áhlaup í leiknum en Snæfell hélt alltaf góðu forskoti. „Við náðum að svara öllum þeirra áhlaupum sama hvaðan það kom. Varnarlega vorum við að koma þeim í erfiða stöðu fyrir utan stuttan kafla þar sem við lentum í vandræðum með vagg-og-veltu kerfið(e. pick and roll) þeirra.“ Snæfell fær því að verja Íslandsmeistaratitilinn en Ingi segir að þær eigi inni einn gír. „Við erum með fínan hóp en eigum töluvert inni. Það eru leikmenn sem voru búnir að spila undir pari í vetur og voru að spila mun nær parinu í kvöld,“ sagði Ingi sem sagðist ekki eiga óska mótherja. „Við ætluðum okkur í úrslitin og það skiptir í raun engu máli hvernig við komumst, við ætluðum okkur bara í úrslitin á nýjan leik. Við verðum klár í slaginn hvaða liði sem við mætum og ég vona bara að liðið sem komist í úrslitin verðskuldi það.“ Pétur: Ótrúlega stoltur þrátt fyrir tapið„Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið, mér fannst allt annað að sjá til liðsins í kvöld,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, að leikslokum. „Við erum búin að gera þetta oft í vetur að grafa okkur holu en það var allt annað að sjá til okkar en í síðustu tveimur leikjum. Við vorum tilbúin að berjast og slást um fráköstin,“ sagði Pétur sem hrósaði liði andstæðingsins. „Ég vill bara hrósa Snæfellsliðinu, þær eru með reynslumikla leikmenn sem eru góðar í körfubolta, harðar á vellinum og það sýndi sig í kvöld. Þær hittu fáránlega vel fyrir aftan línuna og fengu mikið af auðveldum stigum í kvöld.“ Þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í kvöld gáfust Garðbæingar ekki upp. „Við gáfumst aldrei upp og við lærum vonandi af þessu því við ætlum okkur að vera hérna aftur að ári liðnu. Nú er markmiðið að æfa vel í sumar og þróa þennan hóp sem ég er með í höndunum, bæta ofan á hann og koma sterkari inn í næsta tímabil.“ Berglind: Stútum nokkrum páskaeggjum og mætum svo klárar í slaginn„Ég ætla að byrja á því að hrósa liði Stjörnunnar, þetta er búin að vera hörku rimma og þótt að leikirnir hafi unnist með stórum mun voru þetta allt spennuleikir,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, hreinskilin er hún var spurð út í tilfinninguna að vera komin í úrslitin á nýjan leik. „Þetta er búið að vera hörku einvígi og við erum bara mjög fegnar að vera komnar í úrslitin. Við erum að toppa á réttum tíma, við erum búnar að vinna að þessu allt tímabilið og við erum allar í þessu til að vinna,“ sagði Berglind og bætti við: „Við erum með breiðan hóp og fengum flottar innkomur af bekknum í kvöld, við erum allar samstíga og þá gengur þetta vel.“ Framundan er tæplega tveggja vikna hvíld áður en úrslitaeinvígið byrjar en Berglind sagðist ætla að njóta páskanna. „Tólf dagar er kannski full mikið fyrir minn smekk. Ætli við stútum ekki nokkrum páskaeggjum og höfum það gott á meðan seinna einvígið klárast og mætum svo klárar í slaginn.“Bein lýsing: Snæfell - Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Snæfell sópaði Stjörnunni í sumarfrí og tryggði um leið sæti sitt í úrslitum Dominos-deildar kvenna með 84-70 sigri á Stykkishólmi í kvöld en Snæfellskonur sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar fá því tækifæri til að verja titilinn. Snæfell var búið að vinna fyrstu tvo leiki liðanna nokkuð sannfærandi eftir að hafa leitt strax upphafi leikjanna til enda og það sama var upp á teningunum í kvöld. Snæfell náði um tíma 21 stiga forskoti en Stjörnukonur neituðu að gefast upp og náðu í nokkur skipti að gera atlögu að forskotinu en alltaf átti Snæfell svör við áhlaupum Stjörnunnar. Að lokum kom það greinilega í ljós að Snæfell er með betra lið og betri leikmannahóp og það skilaði að lokum sigrinum.Af hverju vann Snæfell? Breiddin og gæðin í leikmannahóp Snæfells eru einfaldlega meiri og það landaði sigrinum í kvöld. Til þess að Garðbæingar gætu unnið leik í þessari seríu þurftu lykilleikmenn liðsins að hitta á toppdag en sú var ekki raunin í kvöld. Á meðan Snæfell fékk framlag frá tíu leikmönnum strax í fyrri hálfleik voru þrír leikmenn Stjörnunnar með 47 af 53 stigum liðsins og komust aðeins fimm leikmenn liðsins á blað. Garðbæingar gerðu vel með því að gefast aldrei upp og ná að saxa nokkrum sinnum á forskot Snæfells en heimakonur fundu alltaf svör.Bestu menn vallarins: Í liði Snæfells var líkt og oft áður Aaryn Ellenberg stigahæst með 24 stig ásamt því að gæla við þrefalda tvennu með 14 fráköst og sex stoðsendingar en hún var óhrædd við að taka af skarið og láta reyna á vörn Stjörnunnar. Þá var Bryndís Guðmundsdóttir öflug í liði Snæfells með 15 stig en hún átti stóran þátt í forskoti Snæfells með þriggja stiga skotum sínum en hún líkt og liðsfélagar sínir hitti vel fyrir utan línuna. Í liði Stjörnunnar var Daniella Rodriguez lengi af stað en þegar hún komst af stað reyndist hún heimakonum erfið. Það var hinsvegar Bríet Sif Hinriksdóttir sem var stigahæst í liði gestanna með 23 stig en hún hitti úr átta af þrettán skotum sínum í leiknum.Áhugaverð tölfræði: Bæði lið voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfellsliðið var óhrætt við að taka skotin og hittu þær úr tólf af 24 skotum sínum fyrir utan línuna. Byrjuðu þær á að hitta úr sex af fyrstu níu og voru tíu af sextán um tíma en enduðu með 50% nýtingu fyrir utan línuna.Hvað gekk illa? Stjarnan verður að fá meira framlag frá öðrum leikmönnum liðsins en Bríet, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Daniella voru með 58 af 70 stigum liðsins og komu aðeins fjögur stig af bekknum. Til þess að sigra gott lið á borð við Snæfell þurfa leikmenn að vera tilbúnir að taka af skarið í leikjum eins og þessum en flestir leikmenn liðsins voru að taka 2-3 skot í leiknum. Snæfell-Stjarnan 84-70 (23-13, 21-21, 25-19, 15-17)Snæfell: Aaryn Ellenberg 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 17/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 15/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, María Björnsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Stjarnan: Bríet Sif Hinriksdóttir 23/4 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 21/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/9 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 8/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4/4 fráköst.Tweets by @Visirkarfa1 Ingi Þór: Eigum enn töluvert inni„Við erum búin að leiða þessa seríu og vera betra liðið í einvíginu. Við þökkum Stjörnunni fyrir gott einvígi, þær komu af krafti inn í leikinn í dag eins og við bjuggumst við,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, kátur að leikslokum í kvöld. „Þær börðust af krafti og það var mikil harka í leiknum, það voru margir leikmenn sem komu með gott framlag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar ég dreifði álaginu vel sem skilar þessum sigri,“ Stjarnan átti nokkur fínustu áhlaup í leiknum en Snæfell hélt alltaf góðu forskoti. „Við náðum að svara öllum þeirra áhlaupum sama hvaðan það kom. Varnarlega vorum við að koma þeim í erfiða stöðu fyrir utan stuttan kafla þar sem við lentum í vandræðum með vagg-og-veltu kerfið(e. pick and roll) þeirra.“ Snæfell fær því að verja Íslandsmeistaratitilinn en Ingi segir að þær eigi inni einn gír. „Við erum með fínan hóp en eigum töluvert inni. Það eru leikmenn sem voru búnir að spila undir pari í vetur og voru að spila mun nær parinu í kvöld,“ sagði Ingi sem sagðist ekki eiga óska mótherja. „Við ætluðum okkur í úrslitin og það skiptir í raun engu máli hvernig við komumst, við ætluðum okkur bara í úrslitin á nýjan leik. Við verðum klár í slaginn hvaða liði sem við mætum og ég vona bara að liðið sem komist í úrslitin verðskuldi það.“ Pétur: Ótrúlega stoltur þrátt fyrir tapið„Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum þrátt fyrir tapið, mér fannst allt annað að sjá til liðsins í kvöld,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, að leikslokum. „Við erum búin að gera þetta oft í vetur að grafa okkur holu en það var allt annað að sjá til okkar en í síðustu tveimur leikjum. Við vorum tilbúin að berjast og slást um fráköstin,“ sagði Pétur sem hrósaði liði andstæðingsins. „Ég vill bara hrósa Snæfellsliðinu, þær eru með reynslumikla leikmenn sem eru góðar í körfubolta, harðar á vellinum og það sýndi sig í kvöld. Þær hittu fáránlega vel fyrir aftan línuna og fengu mikið af auðveldum stigum í kvöld.“ Þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í kvöld gáfust Garðbæingar ekki upp. „Við gáfumst aldrei upp og við lærum vonandi af þessu því við ætlum okkur að vera hérna aftur að ári liðnu. Nú er markmiðið að æfa vel í sumar og þróa þennan hóp sem ég er með í höndunum, bæta ofan á hann og koma sterkari inn í næsta tímabil.“ Berglind: Stútum nokkrum páskaeggjum og mætum svo klárar í slaginn„Ég ætla að byrja á því að hrósa liði Stjörnunnar, þetta er búin að vera hörku rimma og þótt að leikirnir hafi unnist með stórum mun voru þetta allt spennuleikir,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, hreinskilin er hún var spurð út í tilfinninguna að vera komin í úrslitin á nýjan leik. „Þetta er búið að vera hörku einvígi og við erum bara mjög fegnar að vera komnar í úrslitin. Við erum að toppa á réttum tíma, við erum búnar að vinna að þessu allt tímabilið og við erum allar í þessu til að vinna,“ sagði Berglind og bætti við: „Við erum með breiðan hóp og fengum flottar innkomur af bekknum í kvöld, við erum allar samstíga og þá gengur þetta vel.“ Framundan er tæplega tveggja vikna hvíld áður en úrslitaeinvígið byrjar en Berglind sagðist ætla að njóta páskanna. „Tólf dagar er kannski full mikið fyrir minn smekk. Ætli við stútum ekki nokkrum páskaeggjum og höfum það gott á meðan seinna einvígið klárast og mætum svo klárar í slaginn.“Bein lýsing: Snæfell - Stjarnan
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti