Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 14:58 Mótmælendur funduðu með fulltrúum úr velferðarráðuneytinu í dag en fyrir aftan standa þingmennirnir Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson. vísir/anton brink Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. Alls nemur fjárhæðin 1,5 milljónum króna sem forsvarsmenn Hugarafls telja alltof lítið þar sem samtökin þjónusta fjölda manns með geðraskanir á hverju ári en samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. Þingmenn Pírata, þeir Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, mættu á mótmælin í dag en Gunnar Hrafn hefur lengi glímt við þunglyndi. Áður en þeir fóru til mótmælanna í dag tók Gunnar Hrafn til máls undir liðnum störfum þingsins á þingfundi sem hófst klukkan 13:30 í dag og vakti athygli á fjárveitingunni til Hugarafls. „Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna kl. 14, á eftir, af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið, það eru mótmæli af því að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn og bætti við að hann þekkti það af eigin raun að margoft sé búið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum í geðheilbrigðismálum sem eigi að nýtast sem flestum. Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstv. heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli, sem hafa unnið áralangt og gott starf — m.a. aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við — rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega 200 skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu. Þau rétt skrimtu í gegnum síðasta ár með 8 milljónir, nú á að bjóða þeim 1,5 milljónir til að vinna sitt starf. Það þýðir bara að starfsemin leggst í raun og veru af. Ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk, það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum, annars endar þetta fólk inni í heilbrigðiskerfinu, sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns, 13 milljónir, til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er algjör svívirða, frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn á þingi áður en hann hélt til mótmælanna. Í tilkynningu frá Hugarafli segir að samtökin telji að með fjárveitingunni „gæti ójafnræðis í samanburði við önnur úrræði og vanvirðingar við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár. Send hafa verið mótmæli til allra þingmanna og beðið viðbragða frá ráðherrunum.“Fjöldi manns mætti til að mótmæla.vísir/anton brinkSamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 og hafa veitt fjölda fólks með geðraskanir þjónustu og aðstoð í gegnum árin.vísir/anton brink Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. Alls nemur fjárhæðin 1,5 milljónum króna sem forsvarsmenn Hugarafls telja alltof lítið þar sem samtökin þjónusta fjölda manns með geðraskanir á hverju ári en samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2003. Þingmenn Pírata, þeir Gunnar Hrafn Jónsson og Einar Brynjólfsson, mættu á mótmælin í dag en Gunnar Hrafn hefur lengi glímt við þunglyndi. Áður en þeir fóru til mótmælanna í dag tók Gunnar Hrafn til máls undir liðnum störfum þingsins á þingfundi sem hófst klukkan 13:30 í dag og vakti athygli á fjárveitingunni til Hugarafls. „Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna kl. 14, á eftir, af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið, það eru mótmæli af því að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn og bætti við að hann þekkti það af eigin raun að margoft sé búið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum í geðheilbrigðismálum sem eigi að nýtast sem flestum. Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstv. heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli, sem hafa unnið áralangt og gott starf — m.a. aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við — rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega 200 skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu. Þau rétt skrimtu í gegnum síðasta ár með 8 milljónir, nú á að bjóða þeim 1,5 milljónir til að vinna sitt starf. Það þýðir bara að starfsemin leggst í raun og veru af. Ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk, það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum, annars endar þetta fólk inni í heilbrigðiskerfinu, sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns, 13 milljónir, til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er algjör svívirða, frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn á þingi áður en hann hélt til mótmælanna. Í tilkynningu frá Hugarafli segir að samtökin telji að með fjárveitingunni „gæti ójafnræðis í samanburði við önnur úrræði og vanvirðingar við Hugarafl sem hefur lagt gríðarlega af mörkum til geðheilbrigðiskerfisins undanfarin 14 ár. Send hafa verið mótmæli til allra þingmanna og beðið viðbragða frá ráðherrunum.“Fjöldi manns mætti til að mótmæla.vísir/anton brinkSamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 og hafa veitt fjölda fólks með geðraskanir þjónustu og aðstoð í gegnum árin.vísir/anton brink
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira