Íslendingar aftur farnir að kaupa eignir á Spáni Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2017 06:30 Að sögn Aðalheiðar er meira um að ungt fólk kaupi fasteignir á Spáni nú en það vill nýjan lífsstíl og að búa í betra veðri. vísir/getty „Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
„Ég finn heilmikinn mun, meiri áhuga, og breiðari hópur er að skoða þetta en áður,“ segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, sem selur eignir á Spáni í gegnum Spánareignir og Stakfell. Hún segir markaðinn hafa verið að hreyfast ansi vel á eignum erlendis í kjölfar afnáms hafta fyrr á þessu ári. „Markaðurinn hefur verið að hreyfast ansi vel. Það er auðvitað alltaf eitthvað búið að vera í gangi. En það auðveldaði mörgum þegar höftin fóru. Ég finn fyrir auknum áhuga,“ segir Aðalheiður.Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.Mynd/Aðalheiður KarlsdóttirSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eitthvað um hreyfingu á erlendum gjaldeyri til fasteignakaupa í bönkum landsins. En lítið enn sem komið er. Heildaráhrif af afnámi hafta á fasteignaumsvif Íslendinga erlendis munu samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ekki skýrast fyrr en á næsta ári þegar framtali vegna tekjuársins 2017 hefur verið skilað og fasteignirnar taldar fram. Aðalheiður hefur selt fasteignir í tuttugu ár á Spáni, hún segir að salan hafi sveiflast á þeim tíma. Mikil sala var í aðdraganda hrunsins. „Ég geri ekki ráð fyrir að það verði sama sala núna á næstunni og fyrir hrun. Það mun kannski nálgast það, en ég held að það verði aldrei aftur sama bólan.“ Að hennar mati mun afnám hafta auðvelda Íslendingum mikið að kaupa, en hún telur fólk vera að taka skynsamlegri og yfirvegaðri skref núna. „Eins og þetta var áður ætlaði fólk að kaupa eina íbúð en keypti tvær því þetta var svo ódýrt, en nú er það meira niðri á jörðinni.“ Kúnnahópurinn hefur einnig breyst, áður var það eldra fólk sem var ef til vill komið á ellilífeyri sem var að kaupa. „Nú er meira ungt fólk sem er að leita nýrra ævintýra, vill nýjan lífsstíl og búa í betra veðri. Svo eru jafnvel öryrkjar að kaupa. Það er ódýrara fyrir fólk að búa þar þannig að það getur verið með meiri lífsgæði. Þetta er valkostur fyrir fólk núna að flytja ekki til Noregs heldur flytja til Spánar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira