Vill losna við Klepps-nafnið Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Manda Jónsdóttir , deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Fréttablaðið/Ernir Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira