Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 16:00 Hildur Sigurðadóttir, Benedikt Guðmundsson og Heiðrún Kristmundsdóttir. Vísir/Samsett Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti