Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 16:00 Hildur Sigurðadóttir, Benedikt Guðmundsson og Heiðrún Kristmundsdóttir. Vísir/Samsett Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli