Kári skoraði á Kolbein í upphífingakeppni: „Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér“ Anton Egilsson skrifar 2. apríl 2017 14:09 Kári og Kolbeinn tókust á í upphífingakeppni í World Class Lagum í gær. Vísir/Getty Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, öttu kappi í upphífingakeppni í líkamsræktarstöðinni World Class í gærdag. Vakti atvikið mikla athygli meðal annarra líkamsræktargesta. „Menn mega af og til leika sér þrátt fyrir háan aldur,“ sagði Kári léttur í bragði þegar fréttamaður spurði hann út í umrædda keppni. Hann hafi þó ekki verið meðvitaður um það að hann væri að skora á einn fremsta knattspyrnumann landsins. „Nú, var þetta landsliðsmaður í fótbolta?,“ sagði Kári og bar mikið lof á Kolbein: „Þetta er afskaplega notalegur, skemmtilegur, kraftmikill og fínn strákur.“ Aðspurður um hvernig atvikið hafi komið til sagði Kári að hann hafi þekkt einkaþjálfara Kolbeins um langa hríð og að hann hafi séð ástæðu til að gantast aðeins í þeim. Þeir hafi tekið því vel. „Þegar menn koma saman á slíkum stað þá gantast þeir. Það er hluti af þessu öllu saman,“ sagði Kári og bætti við: „Við lékum okkur að því að lyfta okkur aðeins upp.“Gæti náð mér eftir 40 árSegist Kári eðlilega vera betri en Kolbeinn í upphýfingum enda hafi hann áratuga langa þjálfun fram yfir landsliðsmanninn knáa. „Munurinn á mér og honum er sá að ég er 68 ára gamall og hef því fengið mun meiri tíma til þess að þjálfa mig þannig að auðvitað er ég miklu betri en hann í þessu. Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér.“ Hann kvaðst þó ekki viss um hver hefði borið sigur af hólmi í keppninni. „Ég held að við höfum gert mjög svipað,“ sagði Kári að lokum. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, öttu kappi í upphífingakeppni í líkamsræktarstöðinni World Class í gærdag. Vakti atvikið mikla athygli meðal annarra líkamsræktargesta. „Menn mega af og til leika sér þrátt fyrir háan aldur,“ sagði Kári léttur í bragði þegar fréttamaður spurði hann út í umrædda keppni. Hann hafi þó ekki verið meðvitaður um það að hann væri að skora á einn fremsta knattspyrnumann landsins. „Nú, var þetta landsliðsmaður í fótbolta?,“ sagði Kári og bar mikið lof á Kolbein: „Þetta er afskaplega notalegur, skemmtilegur, kraftmikill og fínn strákur.“ Aðspurður um hvernig atvikið hafi komið til sagði Kári að hann hafi þekkt einkaþjálfara Kolbeins um langa hríð og að hann hafi séð ástæðu til að gantast aðeins í þeim. Þeir hafi tekið því vel. „Þegar menn koma saman á slíkum stað þá gantast þeir. Það er hluti af þessu öllu saman,“ sagði Kári og bætti við: „Við lékum okkur að því að lyfta okkur aðeins upp.“Gæti náð mér eftir 40 árSegist Kári eðlilega vera betri en Kolbeinn í upphýfingum enda hafi hann áratuga langa þjálfun fram yfir landsliðsmanninn knáa. „Munurinn á mér og honum er sá að ég er 68 ára gamall og hef því fengið mun meiri tíma til þess að þjálfa mig þannig að auðvitað er ég miklu betri en hann í þessu. Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér.“ Hann kvaðst þó ekki viss um hver hefði borið sigur af hólmi í keppninni. „Ég held að við höfum gert mjög svipað,“ sagði Kári að lokum.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira