Ríkidæmi eða fátækt? Halldór Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun