Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum undirritaður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar. Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Bæjarstjóri Garðabæjar segir fyrirhugað að byggja um 1.500 íbúðir á svæðinu, en útilokar ekki að nýtt þjóðarsjúkrahús rísi á Vífilsstöðum. Um er að ræða rúmlega 200 hektara svæði í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Kaupverðið er tæpar 560 milljónir króna. Undanskildar í kaupunum eru allar húseignir ríkisins á Vífilsstöðum en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar. Bæjarstjórinn í Garðabæ og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu kaupsamninginn í dag. Bæjarstjórinn Gunnar Einarsson segir svæðið mjög hentugt til íbúðabyggðar. „Við eigum hluta í Hnoðraholtinu þannig að þetta smellpassar við þau uppbyggingaráform sem við höfum.“ Ekki verður hreyft við golfvellinum, en Gunnar segir raunhæft að byggja í kringum hann. „Við erum með áform um að byggja hér fjölnotaíþróttahús, það er yfirbyggðan knattspyrnuvöll, og skóla og fleira.“Reynt að efla íbúðabyggð Fjármálaráðherra segir ástæðu þess að ríkið sé að selja landið vera að það passi vel inn í það sem ríkið er að gera núna. „Við erum að reyna að efla íbúðabyggð hérna á svæðunum í kringum höfuðborgina. Ég er líka mjög ánægður með það verð sem ríkið fær fyrir.“ Vífilsstaðir hafa síðastliðin ár helst verið í fréttum sem hugsanleg staðsetning fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Með þessari undirritun í dag og þeim framkvæmdum sem farið verður í í kjölfarið má því spyrja hvort að sá möguleiki sé nú úr sögunni. Gunnar segir að svo þurfi ekki að vera. „Við viljum auðvitað koma landinu sem fyrst í skipulag og uppbyggingu. Samningurinn er þannig að við fáum hluta af byggingarréttinum, og ríkið hluta. Þannig að er ríkið er mjög lengi að taka ákvarðanir um framtíðina, þá gæti vel farið svo að við yrðum að setja það land undir eitthvað annað. En við útilokum ekkert samvinnu við ríkið á þessu sviði,“ segir Gunnar.
Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira