Falleg orð – en fátt um efndir Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun