Falleg orð – en fátt um efndir Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun