Meiri eiturefni mælast í villtum laxi en eldislaxi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2017 20:15 Ný norsk rannsókn bendir til að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi heldur en eldislaxi. Niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart en fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2. Fyrirfram hefðu sennilega flestir talið að villtur lax, sem veiðist í á, hljóti að vera betri matur en eldislax. En nú er Rannsóknastofnun norska fiskiðnaðarins búin að birta rannsókn sem dregur í efa að það standist. Rannsóknastofnunin heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Villtur Atlantshafslax sem veiddur var í sjó við strendur Norður-Noregs var borinn saman við eldislax úr sjókvíum við Noreg og reyndist villti laxinn mengaðri. Anne-Katrine Lundebye, sem stýrði rannsókninni, segir þessar niðurstöður stangast á við það sem almennt hafi verið talið til þessa. Hún segir þær skýrast af því hvað laxinn sé að éta. Niðurstöðurnar endurspegli mismunandi fæði villta laxins í hafinu miðað við lax í sjókvíum. Í fiskeldi hafi menn stjórn á því hvað laxinn éti en úti í hafinu sé það breytilegt hvað villti laxinn leggi sér til munns, að því er fram kemur í norska vísindavefritinu Forskning.no.Sjókvíar á Dýrafirði. Í fiskeldi hafa menn stjórn á því hvað laxinn étur.Mynd/Stöð 2.Kannað var hvort munur væri á næringarefnum og eiturefnum í laxi eftir því hvort hann væri villtur eða eldislax. Rannsóknin leiddi í ljós að í villta laxinum reyndist vera meira ef eiturefnum eins og díoxín, PCB og kvikasilfri heldur en í eldislaxinum. Tekið er fram að hlutfall eiturefna í villta laxinum sé þrátt fyrir það mjög lágt og ekki hættulegt heilsu manna. Vísindamennirnir hvetja raunar almenning til að borða meiri lax, hvort sem hann sé villtur eða úr eldi, því báðar tegundir innihaldi álíka af hollum omega-3 fitusýrum. Eldislaxinn reyndist hins vegar marktækt feitari en sá villti. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Ný norsk rannsókn bendir til að meira sé af mengandi eiturefnum í villtum laxi heldur en eldislaxi. Niðurstöðurnar hafa komið mörgum á óvart en fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2. Fyrirfram hefðu sennilega flestir talið að villtur lax, sem veiðist í á, hljóti að vera betri matur en eldislax. En nú er Rannsóknastofnun norska fiskiðnaðarins búin að birta rannsókn sem dregur í efa að það standist. Rannsóknastofnunin heyrir undir sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Villtur Atlantshafslax sem veiddur var í sjó við strendur Norður-Noregs var borinn saman við eldislax úr sjókvíum við Noreg og reyndist villti laxinn mengaðri. Anne-Katrine Lundebye, sem stýrði rannsókninni, segir þessar niðurstöður stangast á við það sem almennt hafi verið talið til þessa. Hún segir þær skýrast af því hvað laxinn sé að éta. Niðurstöðurnar endurspegli mismunandi fæði villta laxins í hafinu miðað við lax í sjókvíum. Í fiskeldi hafi menn stjórn á því hvað laxinn éti en úti í hafinu sé það breytilegt hvað villti laxinn leggi sér til munns, að því er fram kemur í norska vísindavefritinu Forskning.no.Sjókvíar á Dýrafirði. Í fiskeldi hafa menn stjórn á því hvað laxinn étur.Mynd/Stöð 2.Kannað var hvort munur væri á næringarefnum og eiturefnum í laxi eftir því hvort hann væri villtur eða eldislax. Rannsóknin leiddi í ljós að í villta laxinum reyndist vera meira ef eiturefnum eins og díoxín, PCB og kvikasilfri heldur en í eldislaxinum. Tekið er fram að hlutfall eiturefna í villta laxinum sé þrátt fyrir það mjög lágt og ekki hættulegt heilsu manna. Vísindamennirnir hvetja raunar almenning til að borða meiri lax, hvort sem hann sé villtur eða úr eldi, því báðar tegundir innihaldi álíka af hollum omega-3 fitusýrum. Eldislaxinn reyndist hins vegar marktækt feitari en sá villti.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira