Fimm grunaðir um aðild að hnífstungunni á Akureyri Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. apríl 2017 11:59 Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. Vísir/Pjetur Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. Einn til viðbótar var handtekinn í tengslum við málið í gær og gerir lögreglan á Akureyri ráð fyrir að sá fimmti verði handtekinn vegna málsins. Meintur árásarmaður, sem er nýorðinn 18 ára, ásamt pari, tvítugri konu og 27 ára karlmanni, voru handtekin á föstudagskvöld vegna málsins og leidd fyrir dómara á laugardag. Þá var einn til viðbótar handtekinn á laugardag vegna málsins. Guðmundur St Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að enn einn maður sé grunaður um aðild að málinu. „Við semsagt erum með fjögur í haldi, þar af þrjú sem eru í gæsluvarðhaldi fram á föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það vantaði ennþá tvo aðila sem voru þarna á vettvangi, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðinn var kveðinn upp og annar þessara aðila var handtekinn í gærkvöldi, þannig það vantar einn.“Hafið þið ekki hugmynd um hvar hann er? „Jú þetta er allt að skýrast. Ég reikna nú með því að það verði bara í dag sem við náum honum, að öllu óbreyttu.“ Þannig eru fimm einstaklingar grunaðir um aðild að málinu. „Það verður að spá í hvort þetta hafi verið skipulagt, það bendir allt til þess.“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni, var stunginn tvisvar sinnum í lærið og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í sex klukkustunda langa aðgerð. Guðmundur, segir að árásin hafi verið mjög alvarleg og að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungunnar á Akureyri Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. 16. apríl 2017 19:23 Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim þremur aðilum sem talin eru tengjast alvarlegri hnífstunguárás á Akureyri í gær. 15. apríl 2017 21:02 Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð "Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út.“ 15. apríl 2017 10:53 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. Einn til viðbótar var handtekinn í tengslum við málið í gær og gerir lögreglan á Akureyri ráð fyrir að sá fimmti verði handtekinn vegna málsins. Meintur árásarmaður, sem er nýorðinn 18 ára, ásamt pari, tvítugri konu og 27 ára karlmanni, voru handtekin á föstudagskvöld vegna málsins og leidd fyrir dómara á laugardag. Þá var einn til viðbótar handtekinn á laugardag vegna málsins. Guðmundur St Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að enn einn maður sé grunaður um aðild að málinu. „Við semsagt erum með fjögur í haldi, þar af þrjú sem eru í gæsluvarðhaldi fram á föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það vantaði ennþá tvo aðila sem voru þarna á vettvangi, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðinn var kveðinn upp og annar þessara aðila var handtekinn í gærkvöldi, þannig það vantar einn.“Hafið þið ekki hugmynd um hvar hann er? „Jú þetta er allt að skýrast. Ég reikna nú með því að það verði bara í dag sem við náum honum, að öllu óbreyttu.“ Þannig eru fimm einstaklingar grunaðir um aðild að málinu. „Það verður að spá í hvort þetta hafi verið skipulagt, það bendir allt til þess.“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni, var stunginn tvisvar sinnum í lærið og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í sex klukkustunda langa aðgerð. Guðmundur, segir að árásin hafi verið mjög alvarleg og að rannsókn málsins sé í fullum gangi.
Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungunnar á Akureyri Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. 16. apríl 2017 19:23 Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim þremur aðilum sem talin eru tengjast alvarlegri hnífstunguárás á Akureyri í gær. 15. apríl 2017 21:02 Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð "Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út.“ 15. apríl 2017 10:53 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Þrír í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungunnar á Akureyri Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. 16. apríl 2017 19:23
Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim þremur aðilum sem talin eru tengjast alvarlegri hnífstunguárás á Akureyri í gær. 15. apríl 2017 21:02
Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð "Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út.“ 15. apríl 2017 10:53