Sýrlenskir bræður gefa út orðabók sem aðstoðar innflytjendur og Íslendinga við að skilja hver annan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 20:00 14 og 15 ára sýrlenskir bræður, Mohamed Kouwatli og Yossed Kouatli, vinna nú að gerð orðabókar sem á að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hver annan. Þeir ætla að gefa bókina út á næsta ári. Bræðurnir hafa unnið að gerð orðabókarinnar í um þrjú ár. Þeir voru tiltölulega nýfluttir til landsins þegar hugmyndin kviknaði en þeir eru sýrlenskir flóttamenn sem, ásamt fjölskyldu sinni, hafa komið sér vel fyrir á Íslandi. Þeir segja að tilgangur orðabókarinnar sé fyrst og fremst að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hvern annan.„Við skildum íslensku ekki vel þegar við komum fyrst. Pabbi gat ekki útskýrt fyrir mér á íslensku en hann getur það á arabísku eða ensku,“ segir Mohamed. í bókinni er að finna orð, hugtök og ýmislegt fleira er tengist daglegu lífi á fimm tungumálum. „Það eru ekki bara við sem eigum erfitt með að skilja tungumálið,“ segir Mohamed og bætir við að tungumálin séu arabíska, íslenska, enska, spænska og pólska. „Pabbi þekkir prófessora og þeir ætla að hjálpa okkur með pólskuna, spænskuna og dönskuna,“ segir Yossef. Bræðurnir vöktu atygli á verðlaunaafhendingu samfélagsverðlauana Fréttablaðsins á dögunum þegar þeir stigu óvænt fram og gáfu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, fyrstu drög af orðabókinni. Bræður hafa nú fengið stuðning frá menntamálaráðuneytinu til að gefa orðabókina út. „Við ætlum fyrst að klára þennan hluta og svo förum við í næstu skref. Við ætlum að klára öll tungumálin og vera vissir um að þetta sé rétt. Við ætlum að gefa bókina út á næsta skólaári,“ segir Mohammed. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
14 og 15 ára sýrlenskir bræður, Mohamed Kouwatli og Yossed Kouatli, vinna nú að gerð orðabókar sem á að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hver annan. Þeir ætla að gefa bókina út á næsta ári. Bræðurnir hafa unnið að gerð orðabókarinnar í um þrjú ár. Þeir voru tiltölulega nýfluttir til landsins þegar hugmyndin kviknaði en þeir eru sýrlenskir flóttamenn sem, ásamt fjölskyldu sinni, hafa komið sér vel fyrir á Íslandi. Þeir segja að tilgangur orðabókarinnar sé fyrst og fremst að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hvern annan.„Við skildum íslensku ekki vel þegar við komum fyrst. Pabbi gat ekki útskýrt fyrir mér á íslensku en hann getur það á arabísku eða ensku,“ segir Mohamed. í bókinni er að finna orð, hugtök og ýmislegt fleira er tengist daglegu lífi á fimm tungumálum. „Það eru ekki bara við sem eigum erfitt með að skilja tungumálið,“ segir Mohamed og bætir við að tungumálin séu arabíska, íslenska, enska, spænska og pólska. „Pabbi þekkir prófessora og þeir ætla að hjálpa okkur með pólskuna, spænskuna og dönskuna,“ segir Yossef. Bræðurnir vöktu atygli á verðlaunaafhendingu samfélagsverðlauana Fréttablaðsins á dögunum þegar þeir stigu óvænt fram og gáfu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, fyrstu drög af orðabókinni. Bræður hafa nú fengið stuðning frá menntamálaráðuneytinu til að gefa orðabókina út. „Við ætlum fyrst að klára þennan hluta og svo förum við í næstu skref. Við ætlum að klára öll tungumálin og vera vissir um að þetta sé rétt. Við ætlum að gefa bókina út á næsta skólaári,“ segir Mohammed.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira