Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Arkitektar sem hönnuðu Hörpu telja að verslunarrekstur þurfi að falla vel að upprunalegum hugmyndum um útlit Hörpunnar. vísir/Ernir „Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Þegar húsið var hannað og sérstaklega þegar við vorum að vinna þetta í einkaframkvæmd fyrir hrun þá var húsið stækkað til þess að geta tekið alls konar viðburði og svona hluti inn í húsið til að hafa meiri breidd og auka rekstrarhæfni hússins. Það var gert,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að þeir sem sinna listsköpun í Hörpu eru ósáttir við sambýlið við þær gjafavöruverslanir sem þar starfa. Sigurður segir að einn aðili hafi ekki virt skoðanir arkitekta, sem hann hafi ítrekað látið í ljós. Þar vísar hann í verslunina Upplifun. „Það sem við vildum var að þessi starfsemi myndi falla svolítið inn í húsið,“ segir Sigurður. „Þetta hús hefur fengið alþjóðleg verðlaun sem eru einstök á heimsvísu,“ bætir hann við. Hann segir það skipta miklu máli að menn hugi að því hvað þeir selja í versluninni og umgjörðin í kringum verslunina skipti líka máli. „Ég nefni sem dæmi hraðbankann við hliðina á Smurstöðinni. Hann er gerður eins lítill og hægt er. Hann er settur í svartan kassa og við eyðum sérstökum tíma í að hanna þetta svo hlutirnir falli að byggingunni,“ segir Sigurður. „Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið í Hörpu en ég þekki ekki framhaldið,“ segir Sigurður Einarsson, spurður út í viðbrögð stjórnenda og starfsmanna Hörpu við athugasemdum sínum. Halldór Guðmundsson lét af starfi forstjóra Hörpu hinn 1. mars síðastliðinn en nýr forstjóri, Svanhildur Konráðsdóttir, tekur ekki við fyrr en eftir helgi. „Það er gott ef fólk hefur skoðanir og fólk getur haft skoðanir á vöruúrvali og öðru,“ segir Svanhildur þegar hún er innt eftir viðbrögðum sínum við óánægjunni í húsinu. Hún ítrekar mikilvægi þess að fagmennska ríki í öllu sem snerti húsið. Fréttablaðið hafði samband við einn eiganda Upplifunar í gær og hafði hann lítið um gagnrýnina að segja. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Vilhjálmur Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði. 27. apríl 2017 07:00