Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Snorri hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum síðan 2012. Vísir/Auðunn Snorri Óskarsson, oftast kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, hefur stefnt Akureyrarbæ og krefst vangoldinna launa og miskabóta vegna ólöglegrar uppsagnar hans úr starfi. Hann telur formann Samfylkingarinnar vera manninn á bak við aðför að sér. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ „Bæði tjáði hann sig fyrstur um uppsögn mína og fagnaði henni opinberlega. Síðan gekk hann í það verk að loka leikskólanum Hlíðabóli sem hvítasunnukirkjan rak með þeim afleiðingum að börn komast ekki inn á leikskóla í bænum. Síðan í málinu sem ég rek núna þá ver eiginkona Loga Más Akureyrarbæ í málinu. Þetta er því alfarið hans arkitektúr,“ segir Snorri. Logi Már vísar þessum ummælum alveg á bug og bendir á að hann hafi ekki verið í meirihluta þegar Snorri var rekinn. „Þetta er algjör fásinna. Fyrir það fyrsta var ég ekki í bæjarstjórn þegar hann var rekinn. Þó ég sé sammála endanlegri niðurstöðu ber ég enga ábyrgð á uppsögn hans eða hvernig að henni var staðið,“ segir Logi Már. „Á þessum tíma var ég fulltrúi minnihluta í skólanefnd.“ Uppsögnin hefur frá þeim tíma margoft verið dæmd ólögmæt og krefst því Snorri bæði ógreiddra launa í tvö og hálft ár auk tapaðra lífeyrisréttinda. Einnig óskar hann launa næstu fimm árin, eða til sjötugs. „Það er eðlilegt að ég leiti réttar míns. Margsinnis hefur verið dæmt um að uppsögn mín var ólögmæt. Krafan mín nú hljóðar upp á um 13,7 milljónir króna fyrir tapaða vinnu. Síðan ef ég fæ ekki vinnu þá mun ég krefjast launa til sjötugs,“ segir Snorri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinuvísir/stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Snorri Óskarsson, oftast kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, hefur stefnt Akureyrarbæ og krefst vangoldinna launa og miskabóta vegna ólöglegrar uppsagnar hans úr starfi. Hann telur formann Samfylkingarinnar vera manninn á bak við aðför að sér. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ „Bæði tjáði hann sig fyrstur um uppsögn mína og fagnaði henni opinberlega. Síðan gekk hann í það verk að loka leikskólanum Hlíðabóli sem hvítasunnukirkjan rak með þeim afleiðingum að börn komast ekki inn á leikskóla í bænum. Síðan í málinu sem ég rek núna þá ver eiginkona Loga Más Akureyrarbæ í málinu. Þetta er því alfarið hans arkitektúr,“ segir Snorri. Logi Már vísar þessum ummælum alveg á bug og bendir á að hann hafi ekki verið í meirihluta þegar Snorri var rekinn. „Þetta er algjör fásinna. Fyrir það fyrsta var ég ekki í bæjarstjórn þegar hann var rekinn. Þó ég sé sammála endanlegri niðurstöðu ber ég enga ábyrgð á uppsögn hans eða hvernig að henni var staðið,“ segir Logi Már. „Á þessum tíma var ég fulltrúi minnihluta í skólanefnd.“ Uppsögnin hefur frá þeim tíma margoft verið dæmd ólögmæt og krefst því Snorri bæði ógreiddra launa í tvö og hálft ár auk tapaðra lífeyrisréttinda. Einnig óskar hann launa næstu fimm árin, eða til sjötugs. „Það er eðlilegt að ég leiti réttar míns. Margsinnis hefur verið dæmt um að uppsögn mín var ólögmæt. Krafan mín nú hljóðar upp á um 13,7 milljónir króna fyrir tapaða vinnu. Síðan ef ég fæ ekki vinnu þá mun ég krefjast launa til sjötugs,“ segir Snorri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinuvísir/stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira