Hræðist forsætisráðherra „ægivald vísindalegrar kennisetningar?“ Kristján Leósson skrifar 24. apríl 2017 12:58 Síðastliðinn laugardag fjölmenntu vísindamenn og áhugafólk um vísindi í göngur til stuðnings vísindunum í hundruðum borga um allan heim. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi vísinda og ákvarðanatöku sem byggir á sannreyndum upplýsingum sem grunnstoð í nútímasamfélagi, grunnstoð mannlegs frelsis, öryggis og velsældar. Síðustu misserin hafa vísindamenn, menntastofnanir og rannsóknastofnanir sums staðar átt undir högg að sækja, m.a. í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Ungverjalandi en Vísindagangan átti þó ekki síður erindi við stjórnvöld hér á landi sem virðast hafa einsett sér að draga markvisst úr háskólamenntun og almennt minnka vægi vísinda í samfélaginu. Þegar niðurstöður vísindarannsókna hugnast mönnum ekki er oft reynt að gera vísindamenn hjákátlega og ýja að því að niðurstöður þeirra séu marklausar. Fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins svokallaða, Teitur B. Einarsson, ræddi á Alþingi í febrúar sl. niðurstöður lýðheilsurannsókna sem vörðuðu líkleg áhrif frumvarpsins. Samkvæmt þingmanninum er „...oft varasamt að fella alla mannlega hegðun undir einfalda tölfræðilega samantekt og draga víðtækar ályktanir út frá einfaldri samlagningu og deilingu.“ Þingmaðurinn útskýrði mál sitt frekar og sagði „Tökum sem dæmi eftirfarandi fullyrðingu, svona til að létta aðeins lundina: Að meðaltali hefur homo sapiens eitt eista. [...] Það er auðvitað rétt tölfræði ef bæði kynin eru sett í mengið og stuðst við einfalda deilingu en það hefur augljóslega enga þýðingu og er fullkomlega marklaust.“ Þrátt fyrir léttlundarfyrirvarann er tilgangur athugasemda sem þessara augljós. Það er vissulega dapurleg staðreynd fyrir vísindamenn landsins og almenning allan að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi telji sig geta notað fimmaurabrandara til að ýta út af borðinu umfangsmiklum rannsóknum sem varða lýðheilsu þjóðarinnar til framtíðar. Í andsvörum bætir ofannefndur þingmaður í og segist m.a. sjálfur hafa lesið eina rannsókn sem honum fannst óáreiðanleg og að það eigi við „...í þessu máli eins og öðru, að forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar.“ „Reynslan er vísindum fremri“ hljóðaði málsháttur sem leyndist í páskaeggi greinarhöfundar um nýliðna páska, sem e.t.v. endurspeglar hversu traust á vísindum ristir stundum grunnt í þjóðarvitundinni. Vissulega er eðlilegt og mikilvægt að treysta á þekkingu og innsæi sem byggð eru upp af eigin reynslu. En jafn mikilvægt er að gera sér grein fyrir að persónulegri reynslu eru takmörk sett. Samkvæmt persónulegri reynslu væri eðlilegt að draga þá ályktun að jörðin væri flöt og að sól og stjörnur snerust í kringum hana, jafnvel einnig að draga þá ályktun að „lengi taki sjórinn við“ eins og segir í öðrum málshætti. Annað hefur komið á daginn. Nefna má í þessu samhengi að lög um „vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins“ voru sett árið 1948 og á þeim grunni hafa Íslendingar byggt upp sjálfbæra nýtingu fiskistofna og arðbærasta sjávarútveg í heimi. Á sama tíma hafa margir stofnar annars staðar á hnettinum hrunið vegna ofveiði. Það er full ástæða til að hrósa íslenskum stjórnmálamönnum fyrir að forðast ekki „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ í því tilfelli. Árið 2002 mælti þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddson, fyrir frumvarpi til laga um Vísinda- og tækniráð. Í rökstuðningi hans kemur fram að við endurskoðun á tilhögun stuðnings við vísindarannsóknir hafi byggt á reynslu annarra þjóða og verið unnin í samráði við þá sem best þekktu til þeirra breytinga sem orðið höfðu á rannsóknaumhverfinu árin á undan. Talið var nauðsynlegt að málefni Vísinda- og tækniráðs yrðu sett undir forsætisráðuneytið svo gæta mætti að nauðsynlegri samhæfingu milli fagráðuneyta, enda snerti málaflokkurinn mörg þeirra. „Jafnframt er mikilvægt að stefna í vísindum, rannsóknum og þróun setji ótvíræðan svip á almenna stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum, enda getur verið erfitt fyrir Ísland að halda stöðu sinni í fremstu röð þjóða, nema málaflokkurinn fái þann sess sem honum ber í stefnumótun stjórnvalda hverju sinni“ sagði Davíð einnig í framsöguræðu sinni. Það kom því talsvert á óvart þegar málefni Vísinda- og tækniráðs voru, með forsetaúrskurði frá 11. janúar síðastliðnum samkvæmt tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, færð frá honum sjálfum til Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þeirri veigamiklu breytingu fylgdi enginn rökstuðningur né var hún kynnt vísindasamfélaginu eða borin undir það. Nú í kjölfar Vísindagöngunnar er því e.t.v. við hæfi að forsætisráðherra skýri fyrir áhugasömum hvort hann telji málefni vísinda skyndilega ekki þess eðlis að þau kalli á miðlæga samhæfingu, hvort málaflokkurinn þurfi ekki lengur þann sess í stefnumótun stjórnvalda sem ofangreindur forveri hans lagði áherslu á, eða hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið eigi hreinlega að forðast „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og samflokksmaður hans leggur áherslu á. Vísindin eru að sjálfsögðu ekki fullkomin, frekar en nokkurt annað mannlegt kerfi. Vísindi eru heldur ekki trúarbrögð. Traust vísindi eru byggð upp af stöðugri sjálfsgagnrýni og eru í stöðugri þróun. Ef stjórnmálamenn, sérhagsmunaaðilar eða aðrir telja sig þar hafa fundið réttlætingu fyrir því að kasta megi vísindunum til hliðar eða leitast við að gera þau léttvæg þá eru þeir komnir á hættulega braut. Margir telja e.t.v. háskólamenntun og vísindi fyrst og fremst vera „fjárfestingu til framtíðar“, nokkurs konar lottómiða sem við getum valið að kaupa eða kaupa ekki. Vissulega er menntun fjárfesting til framtíðar en hér er svo miklu meira í húfi. Vísindin eru grundvöllur upplýstrar ákvarðanatöku. Vísindin eru liður í almannavörnum, með vöktun á mengun og náttúruvá. Vísindin tryggja að við göngum ekki um of á takmarkaðar náttúruauðlindir okkar en opna á sama tíma ný tækifæri til frekari verðmætasköpunar í atvinnugreinum sem byggja á slíkum auðlindum. Staða vísinda og tækni er lykilþáttur í alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. Vísindarannsóknir eru atvinnugrein sem dregur milljarða inn í þjóðarbúið ár hvert. Vísindin leitast við að skýra ástand heimsins og stöðu okkar í honum. Vísindin varðveita menningu og tungumál. Vísindin lækna fólk. Upplýst nútímasamfélag þar sem vísindi eru ekki miðlæg er óhugsandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fjölmenntu vísindamenn og áhugafólk um vísindi í göngur til stuðnings vísindunum í hundruðum borga um allan heim. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi vísinda og ákvarðanatöku sem byggir á sannreyndum upplýsingum sem grunnstoð í nútímasamfélagi, grunnstoð mannlegs frelsis, öryggis og velsældar. Síðustu misserin hafa vísindamenn, menntastofnanir og rannsóknastofnanir sums staðar átt undir högg að sækja, m.a. í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Ungverjalandi en Vísindagangan átti þó ekki síður erindi við stjórnvöld hér á landi sem virðast hafa einsett sér að draga markvisst úr háskólamenntun og almennt minnka vægi vísinda í samfélaginu. Þegar niðurstöður vísindarannsókna hugnast mönnum ekki er oft reynt að gera vísindamenn hjákátlega og ýja að því að niðurstöður þeirra séu marklausar. Fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins svokallaða, Teitur B. Einarsson, ræddi á Alþingi í febrúar sl. niðurstöður lýðheilsurannsókna sem vörðuðu líkleg áhrif frumvarpsins. Samkvæmt þingmanninum er „...oft varasamt að fella alla mannlega hegðun undir einfalda tölfræðilega samantekt og draga víðtækar ályktanir út frá einfaldri samlagningu og deilingu.“ Þingmaðurinn útskýrði mál sitt frekar og sagði „Tökum sem dæmi eftirfarandi fullyrðingu, svona til að létta aðeins lundina: Að meðaltali hefur homo sapiens eitt eista. [...] Það er auðvitað rétt tölfræði ef bæði kynin eru sett í mengið og stuðst við einfalda deilingu en það hefur augljóslega enga þýðingu og er fullkomlega marklaust.“ Þrátt fyrir léttlundarfyrirvarann er tilgangur athugasemda sem þessara augljós. Það er vissulega dapurleg staðreynd fyrir vísindamenn landsins og almenning allan að þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi telji sig geta notað fimmaurabrandara til að ýta út af borðinu umfangsmiklum rannsóknum sem varða lýðheilsu þjóðarinnar til framtíðar. Í andsvörum bætir ofannefndur þingmaður í og segist m.a. sjálfur hafa lesið eina rannsókn sem honum fannst óáreiðanleg og að það eigi við „...í þessu máli eins og öðru, að forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar.“ „Reynslan er vísindum fremri“ hljóðaði málsháttur sem leyndist í páskaeggi greinarhöfundar um nýliðna páska, sem e.t.v. endurspeglar hversu traust á vísindum ristir stundum grunnt í þjóðarvitundinni. Vissulega er eðlilegt og mikilvægt að treysta á þekkingu og innsæi sem byggð eru upp af eigin reynslu. En jafn mikilvægt er að gera sér grein fyrir að persónulegri reynslu eru takmörk sett. Samkvæmt persónulegri reynslu væri eðlilegt að draga þá ályktun að jörðin væri flöt og að sól og stjörnur snerust í kringum hana, jafnvel einnig að draga þá ályktun að „lengi taki sjórinn við“ eins og segir í öðrum málshætti. Annað hefur komið á daginn. Nefna má í þessu samhengi að lög um „vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins“ voru sett árið 1948 og á þeim grunni hafa Íslendingar byggt upp sjálfbæra nýtingu fiskistofna og arðbærasta sjávarútveg í heimi. Á sama tíma hafa margir stofnar annars staðar á hnettinum hrunið vegna ofveiði. Það er full ástæða til að hrósa íslenskum stjórnmálamönnum fyrir að forðast ekki „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ í því tilfelli. Árið 2002 mælti þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddson, fyrir frumvarpi til laga um Vísinda- og tækniráð. Í rökstuðningi hans kemur fram að við endurskoðun á tilhögun stuðnings við vísindarannsóknir hafi byggt á reynslu annarra þjóða og verið unnin í samráði við þá sem best þekktu til þeirra breytinga sem orðið höfðu á rannsóknaumhverfinu árin á undan. Talið var nauðsynlegt að málefni Vísinda- og tækniráðs yrðu sett undir forsætisráðuneytið svo gæta mætti að nauðsynlegri samhæfingu milli fagráðuneyta, enda snerti málaflokkurinn mörg þeirra. „Jafnframt er mikilvægt að stefna í vísindum, rannsóknum og þróun setji ótvíræðan svip á almenna stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og atvinnumálum, enda getur verið erfitt fyrir Ísland að halda stöðu sinni í fremstu röð þjóða, nema málaflokkurinn fái þann sess sem honum ber í stefnumótun stjórnvalda hverju sinni“ sagði Davíð einnig í framsöguræðu sinni. Það kom því talsvert á óvart þegar málefni Vísinda- og tækniráðs voru, með forsetaúrskurði frá 11. janúar síðastliðnum samkvæmt tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, færð frá honum sjálfum til Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Þeirri veigamiklu breytingu fylgdi enginn rökstuðningur né var hún kynnt vísindasamfélaginu eða borin undir það. Nú í kjölfar Vísindagöngunnar er því e.t.v. við hæfi að forsætisráðherra skýri fyrir áhugasömum hvort hann telji málefni vísinda skyndilega ekki þess eðlis að þau kalli á miðlæga samhæfingu, hvort málaflokkurinn þurfi ekki lengur þann sess í stefnumótun stjórnvalda sem ofangreindur forveri hans lagði áherslu á, eða hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið eigi hreinlega að forðast „ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og samflokksmaður hans leggur áherslu á. Vísindin eru að sjálfsögðu ekki fullkomin, frekar en nokkurt annað mannlegt kerfi. Vísindi eru heldur ekki trúarbrögð. Traust vísindi eru byggð upp af stöðugri sjálfsgagnrýni og eru í stöðugri þróun. Ef stjórnmálamenn, sérhagsmunaaðilar eða aðrir telja sig þar hafa fundið réttlætingu fyrir því að kasta megi vísindunum til hliðar eða leitast við að gera þau léttvæg þá eru þeir komnir á hættulega braut. Margir telja e.t.v. háskólamenntun og vísindi fyrst og fremst vera „fjárfestingu til framtíðar“, nokkurs konar lottómiða sem við getum valið að kaupa eða kaupa ekki. Vissulega er menntun fjárfesting til framtíðar en hér er svo miklu meira í húfi. Vísindin eru grundvöllur upplýstrar ákvarðanatöku. Vísindin eru liður í almannavörnum, með vöktun á mengun og náttúruvá. Vísindin tryggja að við göngum ekki um of á takmarkaðar náttúruauðlindir okkar en opna á sama tíma ný tækifæri til frekari verðmætasköpunar í atvinnugreinum sem byggja á slíkum auðlindum. Staða vísinda og tækni er lykilþáttur í alþjóðlegri samkeppnishæfni landsins. Vísindarannsóknir eru atvinnugrein sem dregur milljarða inn í þjóðarbúið ár hvert. Vísindin leitast við að skýra ástand heimsins og stöðu okkar í honum. Vísindin varðveita menningu og tungumál. Vísindin lækna fólk. Upplýst nútímasamfélag þar sem vísindi eru ekki miðlæg er óhugsandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun