Fær leyfi til jarðhitarannsókna á hafsbotni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 20:00 Geir Brynjar Hagalínsson, framkvæmdastjóri North Tech Energy Vísir/Stöð 2 Orkustofnun veitti fyrr helgi fyrirtækinu North Tech Energy leyfi til leitar og rannsókna á jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni við strendur Íslands. Framkvæmdastjóri telur þetta eitt stærsta orkuverkefni sem farið verður í á Íslandi. North Tech Energy ehf. fékk leyfi til leitar og rannsóknar á jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni. Annars vegar við Reykjaneshrygg og hins vegar fyrir Norðurlandi. Eftir leyfisveitinguna er framkvæmdastjórinn er bjartsýnn. „Ég tel að þetta gæti orðið eitt stærsta orkuverkefni sem farið verður í á Íslandi,“ segir Geir Brynjar Hagalínsson, framkvæmdastjóri North Tech Energy. Vinna við verkefnið hófst í Aberdeen í Skotlandi árið 2009 eftir að Geir hafði setið fyrirlestur hjá prófessor um orkumál í Bretlandi. Tilgangur rannsóknanna er að afla upplýsinga þar sem metin verða ætluð háhitasvæði til orkuframleiðslu. Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins er gert ráð fyrir leit að fýsilegum svæðum. Rannsóknarleyfið veitir svo North Tech Energy forgang á nýtingarleyfi til raforkuframleiðslu. „Miðað við þau gögn sem að ég hef fengið upp í háskóla, Íslensku orkurannsóknum og Orkustofnun og fleirum að þá er rosalegur hiti sem stígur upp úr hafsbotni bæði úti á Reykjanesi og og fyrir norðan,“ segir Geir. Sótt var um leyfi til rannsókna til þriggja ára en er gert ráð fyrir að þær hefjist á vettvangi í júní á næsta ári en innan þeirra tímamarka er áætlað að niðurstaða fáist í hagkvæmni virkjunarkostsins. „Ég verð nú að viðurkenna að fyrst þegar ég kom inn í Orkustofnun að þá brostu þeir. En síðustu tvö ár hafa þeir unnið mjög hart í þessu með mér,“ segir Geir. Geir ólst upp í Blönduvirkjun þar sem faðir hans var stöðvarstjóri og í rúm tuttugu ár hefur hann unnið að háhitaborunum á olíu og gasi á landi og sjó. Reynslan hefur hjálpað honum að draga saman alla þá þætti sem þurfti til að koma verkefninu af stað. Ein af grunnhugmyndunum er að vernda náttúruna en um leið auka orkuframleiðsluna. „Þetta náttúrulega sést minna úti og sá guli, þorskurinn, hann hefur ekki látið þetta trufla sig þó það standi einhver mannvirki úti á sjó,“ segir Geir. Finnist jarðhitaorka á svæðinu getur það skapað á þriðja hundrað störf tengdum framleiðslunni. „Þetta er ekkert ósvipað því sem er verið að gera á Drekasvæðinu,“ segir Geir. Eitthvað kostar þetta? „Já. Þetta er mjög dýrt,“ segir Geir. Einhverjar tölur? „Nei ég er ekki með neinar tölur enn þá sem ég get svona skotið út til þess að standa við þær,“ segir Geir. En hleypur á milljörðum? „Milljörðum já, milljörðum,“ segir Geir. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Orkustofnun veitti fyrr helgi fyrirtækinu North Tech Energy leyfi til leitar og rannsókna á jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni við strendur Íslands. Framkvæmdastjóri telur þetta eitt stærsta orkuverkefni sem farið verður í á Íslandi. North Tech Energy ehf. fékk leyfi til leitar og rannsóknar á jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni. Annars vegar við Reykjaneshrygg og hins vegar fyrir Norðurlandi. Eftir leyfisveitinguna er framkvæmdastjórinn er bjartsýnn. „Ég tel að þetta gæti orðið eitt stærsta orkuverkefni sem farið verður í á Íslandi,“ segir Geir Brynjar Hagalínsson, framkvæmdastjóri North Tech Energy. Vinna við verkefnið hófst í Aberdeen í Skotlandi árið 2009 eftir að Geir hafði setið fyrirlestur hjá prófessor um orkumál í Bretlandi. Tilgangur rannsóknanna er að afla upplýsinga þar sem metin verða ætluð háhitasvæði til orkuframleiðslu. Á fyrri hluta rannsóknartímabilsins er gert ráð fyrir leit að fýsilegum svæðum. Rannsóknarleyfið veitir svo North Tech Energy forgang á nýtingarleyfi til raforkuframleiðslu. „Miðað við þau gögn sem að ég hef fengið upp í háskóla, Íslensku orkurannsóknum og Orkustofnun og fleirum að þá er rosalegur hiti sem stígur upp úr hafsbotni bæði úti á Reykjanesi og og fyrir norðan,“ segir Geir. Sótt var um leyfi til rannsókna til þriggja ára en er gert ráð fyrir að þær hefjist á vettvangi í júní á næsta ári en innan þeirra tímamarka er áætlað að niðurstaða fáist í hagkvæmni virkjunarkostsins. „Ég verð nú að viðurkenna að fyrst þegar ég kom inn í Orkustofnun að þá brostu þeir. En síðustu tvö ár hafa þeir unnið mjög hart í þessu með mér,“ segir Geir. Geir ólst upp í Blönduvirkjun þar sem faðir hans var stöðvarstjóri og í rúm tuttugu ár hefur hann unnið að háhitaborunum á olíu og gasi á landi og sjó. Reynslan hefur hjálpað honum að draga saman alla þá þætti sem þurfti til að koma verkefninu af stað. Ein af grunnhugmyndunum er að vernda náttúruna en um leið auka orkuframleiðsluna. „Þetta náttúrulega sést minna úti og sá guli, þorskurinn, hann hefur ekki látið þetta trufla sig þó það standi einhver mannvirki úti á sjó,“ segir Geir. Finnist jarðhitaorka á svæðinu getur það skapað á þriðja hundrað störf tengdum framleiðslunni. „Þetta er ekkert ósvipað því sem er verið að gera á Drekasvæðinu,“ segir Geir. Eitthvað kostar þetta? „Já. Þetta er mjög dýrt,“ segir Geir. Einhverjar tölur? „Nei ég er ekki með neinar tölur enn þá sem ég get svona skotið út til þess að standa við þær,“ segir Geir. En hleypur á milljörðum? „Milljörðum já, milljörðum,“ segir Geir.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira