Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Nichole Leigh Mosty Fréttablaðið/Stefán Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira