Hvar eru efndirnar? María Óskarsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun