Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar