Hinir fjórir fræknu hjá meistaraliði KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 06:00 Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson halda á bikarnum og uppi fjórum fingrum. Þeir eru einu leikmennirnir sem hafa spilað alla leiki KR í úrslitakeppninni frá 2014. KR hefur unnið 36 af 47. Visir/Andri Marinó KR-ingar sýndu sínar bestu hliðar fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Lengst af í vetur hafði KR-liðið litið út eins og lið fullt af söddum leikmönnum eftir velgengni síðustu ára en í oddaleiknum mættu allir leikmenn liðsins glorhungraðir í einn titilinn til viðbótar. Fjórir einstaklingar í liðinu hafa verið í lykilhlutverki undanfarin fjögur ár þar sem Íslandsbikarinn glæsilegi hefur verið með fasta búsetu í Frostaskjólinu. Þetta eru leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij, skotbakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson og litli framherjinn Darri Hilmarsson. Þá má ekki gleyma þjálfaranum. Finnur sem allt vinnur, sem hefur unnið Íslandsbikarinn fyrstu fjögur árin sem þjálfari í meistaraflokki karla.Finnur Freyr Stefánsson er ennþá bara 34 ára en hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á fjórum árum.Visir/Andri MarinóSjö, sex og fimm Brynjar Þór er sá eini sem hefur verið með í öllum Íslandsmeistaratitlum KR-inga frá og með 2007 en þeir eru nú orðnir sjö á tíu árum. Darri Hilmarsson missti bara af 2011-titlinum og var því að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil og Pavel hefur verið með í undanförnum fimm titlum. Pavel hefur reyndar unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fimm tímabilum sínum á Íslandi því tímabili 2011-12 og 2012-13 lék hann í Svíþjóð. Njarðvík er eina félagið sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð í úrslitakeppni en það afrekaði liðið frá 1984 til 1987. Það lið þurfti þó bara að vinna átta leiki samanlagt á þessum fjórum árum eða einum leik minna en KR þurfti til að landa titlinum í ár. KR hefur unnið tólf seríur og alls 36 leiki í síðustu fjórum úrslitakeppnum. Brynjar Þór og Darri hafa spilað alla 47 leiki KR-liðsins í úrslitakeppninni þessu fjögur ár en Pavel Ermolinskij missti af þremur leikjum í úrslitakeppninni 2015. Vilhjálmur Kári Jensson var á skýrslu í nokkrum leikjum 2014 og hefur því verið með öll fjögur árin en í algjöru aukahlutverki öll árin. Brynjar Þór hefur alls skorað 642 stig í þessum undanförnu fjórum úrslitakeppnum eða 13,7 stig að meðaltali. Darri er með 10,4 stig í leik auk þess að spila frábæra vörn á bestu leikmenn mótherjanna en Pavel hefur skorað 9,0 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum úrslitakeppnum.Darri Hilmarsson er hjartað í KR-vörninni.isir/Andri MarinóFimm manna sveit úr Njarðvík Fernuklíka KR-inganna fjögurra er því sú fyrsta sinnar tegundar síðan á fyrstu fjórum árum úrslitakeppninnar þegar Njarðvíkingar unnu titilinn fjögur ár í röð. Fimm leikmenn voru þá með í öll skiptin en það voru þeir Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Árni Þór Lárusson og Helgi Rafnsson. Valur Ingimundarson var leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrsta árið en missti af allri úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valur skoraði aftur á móti 25,1 stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum frá 1985 til 1987.Sá fyrsti síðan 1973 Gunnar Þorvarðarson þjálfaði Njarðvík fyrstu þrjú árin í sigurgöngunni en Valur var orðin spilandi þjálfari tímabilið 1986-1987. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er því fyrsti þjálfarinn til að vinna fjórar úrslitakeppnir í röð en hann er jafnframt sá fyrsti frá árinu 1973 sem gerir lið að Íslandsmeisturum fjögur ár í röð. Vorið 1973 urðu ÍR-ingar Íslandsmeistarar fimmta árið í röð undir stjórn Einars Ólafssonar. Mesta áhyggjuefnið fyrir önnur félög er samt örugglega það að það lítur ekki út fyrir að gullaldartímabil KR sé neitt að fara að enda á næstunni.Leikmennirnir fjórir sem hafa fengið gull um hálsinn fjögur ár í röð. Darri Hilmarsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson.Visir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR-ingar sýndu sínar bestu hliðar fyrir troðfullu húsi í DHL-höllinni á sunnudagskvöldið. Lengst af í vetur hafði KR-liðið litið út eins og lið fullt af söddum leikmönnum eftir velgengni síðustu ára en í oddaleiknum mættu allir leikmenn liðsins glorhungraðir í einn titilinn til viðbótar. Fjórir einstaklingar í liðinu hafa verið í lykilhlutverki undanfarin fjögur ár þar sem Íslandsbikarinn glæsilegi hefur verið með fasta búsetu í Frostaskjólinu. Þetta eru leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij, skotbakvörðurinn Brynjar Þór Björnsson og litli framherjinn Darri Hilmarsson. Þá má ekki gleyma þjálfaranum. Finnur sem allt vinnur, sem hefur unnið Íslandsbikarinn fyrstu fjögur árin sem þjálfari í meistaraflokki karla.Finnur Freyr Stefánsson er ennþá bara 34 ára en hann er búinn að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla á fjórum árum.Visir/Andri MarinóSjö, sex og fimm Brynjar Þór er sá eini sem hefur verið með í öllum Íslandsmeistaratitlum KR-inga frá og með 2007 en þeir eru nú orðnir sjö á tíu árum. Darri Hilmarsson missti bara af 2011-titlinum og var því að vinna sinn sjötta Íslandsmeistaratitil og Pavel hefur verið með í undanförnum fimm titlum. Pavel hefur reyndar unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fimm tímabilum sínum á Íslandi því tímabili 2011-12 og 2012-13 lék hann í Svíþjóð. Njarðvík er eina félagið sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð í úrslitakeppni en það afrekaði liðið frá 1984 til 1987. Það lið þurfti þó bara að vinna átta leiki samanlagt á þessum fjórum árum eða einum leik minna en KR þurfti til að landa titlinum í ár. KR hefur unnið tólf seríur og alls 36 leiki í síðustu fjórum úrslitakeppnum. Brynjar Þór og Darri hafa spilað alla 47 leiki KR-liðsins í úrslitakeppninni þessu fjögur ár en Pavel Ermolinskij missti af þremur leikjum í úrslitakeppninni 2015. Vilhjálmur Kári Jensson var á skýrslu í nokkrum leikjum 2014 og hefur því verið með öll fjögur árin en í algjöru aukahlutverki öll árin. Brynjar Þór hefur alls skorað 642 stig í þessum undanförnu fjórum úrslitakeppnum eða 13,7 stig að meðaltali. Darri er með 10,4 stig í leik auk þess að spila frábæra vörn á bestu leikmenn mótherjanna en Pavel hefur skorað 9,0 stig, tekið 8,6 fráköst og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum úrslitakeppnum.Darri Hilmarsson er hjartað í KR-vörninni.isir/Andri MarinóFimm manna sveit úr Njarðvík Fernuklíka KR-inganna fjögurra er því sú fyrsta sinnar tegundar síðan á fyrstu fjórum árum úrslitakeppninnar þegar Njarðvíkingar unnu titilinn fjögur ár í röð. Fimm leikmenn voru þá með í öll skiptin en það voru þeir Teitur Örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Ísak Tómasson, Árni Þór Lárusson og Helgi Rafnsson. Valur Ingimundarson var leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrsta árið en missti af allri úrslitakeppninni vegna meiðsla. Valur skoraði aftur á móti 25,1 stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum frá 1985 til 1987.Sá fyrsti síðan 1973 Gunnar Þorvarðarson þjálfaði Njarðvík fyrstu þrjú árin í sigurgöngunni en Valur var orðin spilandi þjálfari tímabilið 1986-1987. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, er því fyrsti þjálfarinn til að vinna fjórar úrslitakeppnir í röð en hann er jafnframt sá fyrsti frá árinu 1973 sem gerir lið að Íslandsmeisturum fjögur ár í röð. Vorið 1973 urðu ÍR-ingar Íslandsmeistarar fimmta árið í röð undir stjórn Einars Ólafssonar. Mesta áhyggjuefnið fyrir önnur félög er samt örugglega það að það lítur ekki út fyrir að gullaldartímabil KR sé neitt að fara að enda á næstunni.Leikmennirnir fjórir sem hafa fengið gull um hálsinn fjögur ár í röð. Darri Hilmarsson, Vilhjálmur Kári Jensson, Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson.Visir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira