Slegist um lóðir í Reykjanesbæ Svavar Hávarðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að um tvö þúsund íbúðir verði byggðar í Reykjanesbæ á næstu tólf árum. vísir/gva Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira