Stjórnarmeirihlutinn vill kanna einkavæðingu Keflavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 12:00 Eignirnar á Keflavíkurflugvelli eru gífurlega verðmætar og hafa heyrst tölur upp í allt að tvö hundruð milljarðar í þeim efnum. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðað verði að einkavæða eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar og söluandvirðið nýtt til átaks í samgöngumálum. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta arfavitlausa hagstjórn og mikilvægt sé að aðalhliðið til og frá landinu sé í eigu ríkisins. Fjárlaganefnd hefur lokið afgreiðslu sinni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára og mun meirihluti nefndarinnar birta álit sitt á áætluninni síðar í dag. Þar er meðal annars lagt til að fallið verði frá hugmyndum Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónusta og aðrir kostir til tekjuöflunar skoðaðir, eins og að taka upp komugjöld til landsins. Það vekur líka athygli að meirihlutinn leggur til að skoðað verði að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar. Undanfarin nokkur ár hefur verið framkvæmt fyrir um 45 milljarða króna í flugstöðinni og mannvirkjum sem tengjast henni og hefur það verið gert með lánum með veðum í tekjum flugstöðvarinnar og án ríkisábyrgðar. En áætlanir eru um að fjárfesta þar fyrir allt að 100 milljarða án aðkomu ríkissjóðs. Oddnýju G. Harðardóttur sem situr í fjárlaganefnd fyrir Samfylkinguna líst illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst að mikilvægasta hliðið okkar til og frá landinu eigi að vera í opinberum rekstri. Og eigi ekki að ganga kaupum og sölum,“ segir Oddný. Þá standi reksturinn á flugvellinum mjög vel undir sér og muni skila þjóðinni arði að nokkrum árum liðnum. „Svo er það náttúrlega arfavitlaus hagstjórn að ætla að ætla að fara að selja svo verðmæta eign núna og setja fjármunina í vegakerfið. Núna þegar spennan í hagkerfinu er svona mikil. Þannig að þetta er afleit hugmynd,“ segir Oddný. Eignirnar á Keflavíkurflugvelli eru gífurlega verðmætar og hafa heyrst tölur upp í allt að tvö hundruð milljarðar í þeim efnum. Í fljótu bragði virðast ekki margir aðilar, ef einhver í landinu, hafa efni á því að kaupa þetta? „Þetta yrði auðvitað boðið til sölu á evrópska efnahagssvæðinu geri ég ráð fyrir. Þannig að það geta allir boðið í ef þetta fer á markað,“ segir Oddný. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stórir alþjóðlegir aðilar sem sérhæfa sig í rekstri flugvalla þegar sýnt því áhuga að taka yfir Keflavíkurflugvöll og þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Þar með yrðu yfirráðin yfir flugstöðinni og jafnvel flugvellinum komin í hendur erlendra aðila. „Það er bara svo mikilvægt að að svona starfsemi fyrir okkur sem eyþjóð sé í opinberum rekstri. Að það séu ekki einhver öfl sem ætli að græða á rekstrinum sem fara með svona mikilvæga starfsemi fyrir okkur Íslendinga. Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðað verði að einkavæða eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar og söluandvirðið nýtt til átaks í samgöngumálum. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta arfavitlausa hagstjórn og mikilvægt sé að aðalhliðið til og frá landinu sé í eigu ríkisins. Fjárlaganefnd hefur lokið afgreiðslu sinni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára og mun meirihluti nefndarinnar birta álit sitt á áætluninni síðar í dag. Þar er meðal annars lagt til að fallið verði frá hugmyndum Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónusta og aðrir kostir til tekjuöflunar skoðaðir, eins og að taka upp komugjöld til landsins. Það vekur líka athygli að meirihlutinn leggur til að skoðað verði að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli, þar með flugstöð Leifs Eiríkssonar. Undanfarin nokkur ár hefur verið framkvæmt fyrir um 45 milljarða króna í flugstöðinni og mannvirkjum sem tengjast henni og hefur það verið gert með lánum með veðum í tekjum flugstöðvarinnar og án ríkisábyrgðar. En áætlanir eru um að fjárfesta þar fyrir allt að 100 milljarða án aðkomu ríkissjóðs. Oddnýju G. Harðardóttur sem situr í fjárlaganefnd fyrir Samfylkinguna líst illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst að mikilvægasta hliðið okkar til og frá landinu eigi að vera í opinberum rekstri. Og eigi ekki að ganga kaupum og sölum,“ segir Oddný. Þá standi reksturinn á flugvellinum mjög vel undir sér og muni skila þjóðinni arði að nokkrum árum liðnum. „Svo er það náttúrlega arfavitlaus hagstjórn að ætla að ætla að fara að selja svo verðmæta eign núna og setja fjármunina í vegakerfið. Núna þegar spennan í hagkerfinu er svona mikil. Þannig að þetta er afleit hugmynd,“ segir Oddný. Eignirnar á Keflavíkurflugvelli eru gífurlega verðmætar og hafa heyrst tölur upp í allt að tvö hundruð milljarðar í þeim efnum. Í fljótu bragði virðast ekki margir aðilar, ef einhver í landinu, hafa efni á því að kaupa þetta? „Þetta yrði auðvitað boðið til sölu á evrópska efnahagssvæðinu geri ég ráð fyrir. Þannig að það geta allir boðið í ef þetta fer á markað,“ segir Oddný. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stórir alþjóðlegir aðilar sem sérhæfa sig í rekstri flugvalla þegar sýnt því áhuga að taka yfir Keflavíkurflugvöll og þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Þar með yrðu yfirráðin yfir flugstöðinni og jafnvel flugvellinum komin í hendur erlendra aðila. „Það er bara svo mikilvægt að að svona starfsemi fyrir okkur sem eyþjóð sé í opinberum rekstri. Að það séu ekki einhver öfl sem ætli að græða á rekstrinum sem fara með svona mikilvæga starfsemi fyrir okkur Íslendinga. Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira