Lífið

Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar

Birgir Olgeirsson skrifar
Selma Björnsdóttir.
Selma Björnsdóttir. Vísir
„Það rýkur út eyrunum á mér,“ skrifar leikstjórinn Selma Björnsdóttir á Facebook þar sem hún segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við miðasöluvefinn Viagogo.

Fjölskylda Selmu hafði keypt sér flug til Kaupmannahafnar þar sem hún ætlaði að sjá bandaríska tónlistarmanninn Bruno Mars á tónleikum. Tónleikaför fjölskyldunnar var sjötugsafmælisgjöf til móður Selmu sem er mikill aðdáandi tónlistarmannsins og hafði lengi dreymt um að sjá hann á tónleikum.

Í gær barst fjölskyldu Selmu tölvupóstur frá Viagogo þar sem henni var greint frá því að fyrirtækinu hafi ekki tekist á fá miða á tónleikana og gæti ekkert gert í því.

„Tveggja daga fyrirvari og öll ferðin í uppnámi,“ skrifar Selma sem segist ekki skilja hvernig þetta fyrirtæki haldist í rekstri miðað við sögurnar sem fara af því. 

„Tveggja daga fyrirvari og svörin sem við fáum eru bara: Computer says no!.“

Selma segir fyrirtækið hafa lofað að endurgreiða fjölskyldu hennar miðanna á næstu tíu dögum. 

Fjölskyldan ætlar þó til Kaupmannahafnar, en fer ekki á tónleikana. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.