Viðskipti innlent

HS Orka skoðar sölu á 30 prósenta hlut sínum í Bláa lóninu

Atli Ísleifsson skrifar
HS Orka á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.
HS Orka á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. vísir/gva
HS Orka hefur ákveðið að kanna möguleika á sölu á 30 prósenta hlut sínum í Bláa lóninu, annað hvort í heild eða að hluta. Það er gert í kjölfarið á sýndum áhuga á hlutnum.

Í tilkynningu frá H:N Markaðssamskiptum kemur fram að HS Orka hafi falið Stöplum Advisory að ræða við hugsanlega fjárfesta og stýra ferlinu. 

„HS Orka hefur verið hluthafi í Bláa Lóninu frá upphafi og hefur stolt stutt við vöxt þess. Bláa Lónið er nú með umfangsmikinn rekstur, dafnar og er enn í verulegum vexti. Þrátt fyrir að um einstaka eign sé að ræða og þá fellur starfsemi Bláa Lónsins ekki að kjarnastarfsemi HS Orku sem er framleiðsla og sala endurnýjanlegrar orku. Því ákváðum við að hefja þetta ferli,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. 

HS Orka á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Forstjóri HS Orku ásamt stjórnarmanni í HS Orku sitja í stjórn Bláa lónsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×