Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 21:36 Frá slysstað. mynd/höskuldur birkir Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00