Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aðeins sjötíu ferðasúrefnissíur eru til handa fimm hundruð lungnasjúklingum á Íslandi. Síurnar skipta sköpum fyrir sjúklinga, til dæmis á ferðalögum, á atvinnumarkaði og almennt til að sporna gegn félagslegri einangrun. Rætt verður við formann Félags lungnasjúklinga í fréttum Stöðvar 2.

Einnig verður ítarleg umfjöllun um tölvuárásina sem hófst á föstudag. Sérfræðingar óttast frekari árásir á morgun.

Þá verður rætt við bandaríska stúlku sem átti sér þann draum heitastan að ferðast til Íslands. Ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi hjálpuðu henni að láta þennan draum rætast en stúlkan glímir við langvinnan sjúkdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×