Stefnir í mikið álag með fjölgun ferðamanna langt umfram spár Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2017 17:00 Fjölgun erlendra ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er langt umfram spár. Reyndur ferðaþjónustumaður óttast skort á gistirými og segir hætt við að álag aukist verulega á helstu ferðamannastaði í sumar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar? Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun. „Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Gistirými muni skorta, einkum með suðurströndinni. Það sé meira og minna orðið uppbókað. Önnur svæði séu hins vegar ekki fullbókuð og gætu tekið við fleirum en þá sé vandamálið að koma ferðamönnum þangað því suðurströndin sé ákveðinn tappi. Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi. „En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30 Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Sjá meira
Fjölgun erlendra ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er langt umfram spár. Reyndur ferðaþjónustumaður óttast skort á gistirými og segir hætt við að álag aukist verulega á helstu ferðamannastaði í sumar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar? Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun. „Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Gistirými muni skorta, einkum með suðurströndinni. Það sé meira og minna orðið uppbókað. Önnur svæði séu hins vegar ekki fullbókuð og gætu tekið við fleirum en þá sé vandamálið að koma ferðamönnum þangað því suðurströndin sé ákveðinn tappi. Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi. „En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30 Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Sjá meira
Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30
Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45