Innlent

Mótmæltu meintum rasista

Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. vísir/eyþór
Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Spencer hefur verið sakaður um íslamófóbíu og rasisma en vísar öllu slíku á bug.

Að sögn Semu Erlu Serdar, formanns Solaris, var nokkuð góð mæting á samstöðufundinn. „Ég held það hafi verið fimmtíu plús manns þegar mest var enda var lifandi tónlist, stuttar hugvekjur og almenn gleði ríkjandi hjá okkur,“ segir Sema Erla.

„Það kom auðvitað til orðaskipta. Fundarhaldarar sáu ástæðu til að vera með öryggisgæslu sem var mætt út um leið og fyrstu þrír voru mættir hjá okkur og byrjaðir að hafa afskipti af okkur,“ segir hún enn fremur. Þó hafi ekkert alvarlegt komið upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×