Segir stafræna tækni vera að umbylta fjármálamarkaðnum Hörður Ægisson skrifar 11. maí 2017 12:55 Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, segir að ný lög sem taka gildi innan ESB á næsta ári muni hafa víðtæk áhrif á íslenskum fjármálamarkaði. Aðsend mynd/BIG Með nýjum lögum sem taka gildi í janúar á næsta ári innan Evrópusambandsins mun fjármálamarkaðurinn opnast á svipaðan hátt og þegar fjárskiptamarkaðurinn og orkumarkaðurinn opnaðist á sínum tíma. Þetta kom fram í máli Friðriks Þórs Snorrasonar, forstjóra RB, á vorfundi félagsins sem haldin var í Hörpu í gær þar sem rætt var um þær breytingar sem stafræn tækni er að hafa á fjármálamarkaði. Hann sagði jafnframt að fjártækni (e. fintech) og önnur fyrirtæki, líkt og netverslanir, geta nýtt tækifærið á þessum umbreytingartímum og sett mark sitt á íslenska fjármálamarkaðinn. Helstu framsögumenn fundarins voru sérfræðingar á sviði gervigreindar og nýsköpunar í fjármálatækni. Aðalframsögumenn á fundinum voru Dr. Babak Hobjat, vísindamaðurinn á bak við Siri, og Jason Bates, stofnandi stafrænu bankanna Monzo Bank og Starling Bank. Ennfremur héldu Jan Damsgaard, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Copenhagen Business School, erindi ásamt Rich Sheridan rithöfundi Joy Inc. og forstjóra Manlo Innovations og Danielle Neben stofnandi Digi.me. Friðrik Þór sagði einnig í erindi sínu að lögin muni hafa víðtæk áhrif á íslenskum fjármálamarkaði þegar þau verða innleidd hér á landi. Um væri að ræða ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd en yfirlýst markmið þeirra væri að ýta undir nýsköpun og samkeppni og tryggja aukna neytendavernd. „Í raun er verið að aðskilja framleiðslu og dreifingu á fjármálaþjónustu,“ sagði Friðrik Þór. Hann fjallaði um að nýir þátttakendur á markaði komi til með að bjóða upp á ný viðskiptamódel byggð á stafrænum gögnum, til að mynda ný form af greiðsluþjónustu sem bjóða upp á farsímagreiðslur í Posa beint af innlánareikningi óháð bönkum og kortafyrirtækjum. Friðrik sagði ennfremur að það fælust mörg tækifæri og áskoranir í stafrænni tæknivæðingu fyrir bankana þar sem að neytendur munu geta safnað sjálfvirkt sínum gögnum frá fjármálafyrirtækjum og valið sínar eigin greiðsluleiðir. Jason Bates talaði um að fjártæknifyrirtækin væru að gera aðra hluti en gömlu bankarnir. „Gömlu bankarnir eru einungis búnir að gera gamla útibúið og vefinn stafrænan í staðinn fyrir að nýta stafrænu tæknina og skapa eitthvað alveg nýtt“. Hann sagði jafnframt að bankarnir verða að nýta raunverulega hina stafrænu tækni og snjallvæða þjónustuna byggt á hegðun neytenda annars verða þeir eftir í samkeppninni við fjártækni- og nýsköpunarfyrirtækin á þessum miklu umbreytingartímum. Dr. Babak Hodjat sagði að gervigreind í dag væri svipað og tölvur á áttunda áratugnum. „Framþróunin á gervigreind er mjög hröð og mun hún koma til með að verða hluti af okkar daglega lífi og breyta því hvernig viðskipti og verslun á netinu eru stunduð“. Hann talaði einnig um að gervigreind muni leysa störf af hólmi og styðja við önnur störf. Jan Damsgaard sagði að stafræn tæknivæðing sé að umbylta fjármálamarkaðinum. „Breytingin felst meðal annars í því hvað tiltekin vara getur gert fyrir neytandann og hvaða þarfir hún er að uppfylla en ekki hver varan er.“ Hann benti meðal annars á að bankar og fjármálafyrirtæki í Danmörku hafi sett á laggirnar sameiginlega greiðslumiðlun, Mobile Pay, til að bregðast við aukinni alþjóðlegri stafrænni samkeppni. Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Með nýjum lögum sem taka gildi í janúar á næsta ári innan Evrópusambandsins mun fjármálamarkaðurinn opnast á svipaðan hátt og þegar fjárskiptamarkaðurinn og orkumarkaðurinn opnaðist á sínum tíma. Þetta kom fram í máli Friðriks Þórs Snorrasonar, forstjóra RB, á vorfundi félagsins sem haldin var í Hörpu í gær þar sem rætt var um þær breytingar sem stafræn tækni er að hafa á fjármálamarkaði. Hann sagði jafnframt að fjártækni (e. fintech) og önnur fyrirtæki, líkt og netverslanir, geta nýtt tækifærið á þessum umbreytingartímum og sett mark sitt á íslenska fjármálamarkaðinn. Helstu framsögumenn fundarins voru sérfræðingar á sviði gervigreindar og nýsköpunar í fjármálatækni. Aðalframsögumenn á fundinum voru Dr. Babak Hobjat, vísindamaðurinn á bak við Siri, og Jason Bates, stofnandi stafrænu bankanna Monzo Bank og Starling Bank. Ennfremur héldu Jan Damsgaard, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Copenhagen Business School, erindi ásamt Rich Sheridan rithöfundi Joy Inc. og forstjóra Manlo Innovations og Danielle Neben stofnandi Digi.me. Friðrik Þór sagði einnig í erindi sínu að lögin muni hafa víðtæk áhrif á íslenskum fjármálamarkaði þegar þau verða innleidd hér á landi. Um væri að ræða ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd en yfirlýst markmið þeirra væri að ýta undir nýsköpun og samkeppni og tryggja aukna neytendavernd. „Í raun er verið að aðskilja framleiðslu og dreifingu á fjármálaþjónustu,“ sagði Friðrik Þór. Hann fjallaði um að nýir þátttakendur á markaði komi til með að bjóða upp á ný viðskiptamódel byggð á stafrænum gögnum, til að mynda ný form af greiðsluþjónustu sem bjóða upp á farsímagreiðslur í Posa beint af innlánareikningi óháð bönkum og kortafyrirtækjum. Friðrik sagði ennfremur að það fælust mörg tækifæri og áskoranir í stafrænni tæknivæðingu fyrir bankana þar sem að neytendur munu geta safnað sjálfvirkt sínum gögnum frá fjármálafyrirtækjum og valið sínar eigin greiðsluleiðir. Jason Bates talaði um að fjártæknifyrirtækin væru að gera aðra hluti en gömlu bankarnir. „Gömlu bankarnir eru einungis búnir að gera gamla útibúið og vefinn stafrænan í staðinn fyrir að nýta stafrænu tæknina og skapa eitthvað alveg nýtt“. Hann sagði jafnframt að bankarnir verða að nýta raunverulega hina stafrænu tækni og snjallvæða þjónustuna byggt á hegðun neytenda annars verða þeir eftir í samkeppninni við fjártækni- og nýsköpunarfyrirtækin á þessum miklu umbreytingartímum. Dr. Babak Hodjat sagði að gervigreind í dag væri svipað og tölvur á áttunda áratugnum. „Framþróunin á gervigreind er mjög hröð og mun hún koma til með að verða hluti af okkar daglega lífi og breyta því hvernig viðskipti og verslun á netinu eru stunduð“. Hann talaði einnig um að gervigreind muni leysa störf af hólmi og styðja við önnur störf. Jan Damsgaard sagði að stafræn tæknivæðing sé að umbylta fjármálamarkaðinum. „Breytingin felst meðal annars í því hvað tiltekin vara getur gert fyrir neytandann og hvaða þarfir hún er að uppfylla en ekki hver varan er.“ Hann benti meðal annars á að bankar og fjármálafyrirtæki í Danmörku hafi sett á laggirnar sameiginlega greiðslumiðlun, Mobile Pay, til að bregðast við aukinni alþjóðlegri stafrænni samkeppni.
Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira