Innlent

Geirsgötu lokað í tvær vikur hið minnsta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Geirsgötu. Sem stendur fer öll umferð um vegakaflann hægra megin á myndinni þar sem gamli vegakaflinn er hluti af byggingasvæðinu.
Frá Geirsgötu. Sem stendur fer öll umferð um vegakaflann hægra megin á myndinni þar sem gamli vegakaflinn er hluti af byggingasvæðinu. Vísir/Anton Brink
Til stendur að loka akstursleið um Geirsgötu í að minnsta kosti tvær vikur annan laugardag, þann 20. maí. Miklar framkvæmdir standa yfir á svæðinu þar sem meðal annars mun rísa Marriott hótel.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en töluvert er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Vegna þessara sömu framkvæmda er lokað fyrir umferð frá Geirsgötu/Sæbraut inn á Lækjargötu. Þá er önnur akreinin á Miklubraut frá Lönguhlíð og að Rauðarárstíg í austurátt lokuð þessa dagana vegna framkvæmda sem standa munu yfir í sumar.

Lokunin á Geirsgötu þýðir að olíuflutningar frá Örfirirsey munu færast á Hringbraut en þeir fara venjulega fram á Sæbraut. 

„Hringbrautin er mjög slæmur kostur fyrir okkur og eingöngu farin í undantekningartilvikum í dag. Hún er þröng og mikið um erfið og lítil hringtorg,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.

Til stendur að opna fyrir umferð um Geirsgötu sem fyrst sem lokunin mun vara í það minnsta tvær vikur.


Tengdar fréttir

Akreinum fækkar í bili á Miklubraut

Búast við töfum í morgunumferðinni á svæðinu á næstunni þar sem mun fleiri bílar stefna inn í miðborgina en út úr henni á morgnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×