Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Haraldur Guðmundsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar segir framkvæmdir hafa tafist úr hófi og veit ekki hvenær matarmarkaðurinn verður opnaður. vísir/eyþór Framkvæmdir við húsnæði Mathallarinnar á Hlemmi eru komnar 45 milljónir króna fram úr áætlun og útlit er fyrir frekari framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg. Munar þar mestu um endurbætur á þaki sem kostuðu 35 milljónir og í vor kom í ljós að endurnýja þarf raflínur að húsinu. Reykjavíkurborg á Hlemm og samþykkti í febrúar í fyrra leigusamning við Íslenska sjávarklasann um rekstur Mathallarinnar. Frumkostnaðaráætlun hljóðaði þá upp á 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu, og átti framkvæmdum að ljúka síðasta haust. Í desember var lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun í borgarráði sem hljóðar upp á 152 milljónir. Samkvæmt henni áttu verklok að vera um síðustu mánaðamót en iðnaðarmenn eru enn að störfum í húsinu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir ljóst að kostnaður muni aukast miðað við áætlunina sem lögð var fram í desember. Útlit sé fyrir að húsið verði afhent um miðjan júní.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.„Það hafa komið upp fleiri mál sem þarf að taka á og samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að ákvarða þennan kostnað fyrr en að verki loknu en það verður að öllum líkindum gert í september. Þetta eru viðhaldsmál sem koma upp þegar gera þarf upp gamalt hús,“ segir Bjarni. Bjarki Vigfússon, framkvæmdastjóri Hlemms – Mathallar, segir framkvæmdirnar hafa tafist úr hófi fram og að hann geti ekki svarað því hvenær matarmarkaðurinn verði opnaður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru ýmsar ástæður fyrir því að verklokum hefur seinkað. Byggingarleyfi fékkst ekki á réttum tíma og Strætó bs. ætlaði upphaflega að leigja hluta hússins undir kaffistofu vagnstjóra sem eigendur matarmarkaðarins féllust ekki á. Síðar kom í ljós að rafmagnið sem fyrir er nægir ekki rekstri Mathallarinnar. „Borgin áætlar að geta látið okkur hafa húsið um miðjan júní en þá er ýmislegt eftir,“ segir Bjarki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Framkvæmdir við húsnæði Mathallarinnar á Hlemmi eru komnar 45 milljónir króna fram úr áætlun og útlit er fyrir frekari framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg. Munar þar mestu um endurbætur á þaki sem kostuðu 35 milljónir og í vor kom í ljós að endurnýja þarf raflínur að húsinu. Reykjavíkurborg á Hlemm og samþykkti í febrúar í fyrra leigusamning við Íslenska sjávarklasann um rekstur Mathallarinnar. Frumkostnaðaráætlun hljóðaði þá upp á 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu, og átti framkvæmdum að ljúka síðasta haust. Í desember var lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun í borgarráði sem hljóðar upp á 152 milljónir. Samkvæmt henni áttu verklok að vera um síðustu mánaðamót en iðnaðarmenn eru enn að störfum í húsinu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir ljóst að kostnaður muni aukast miðað við áætlunina sem lögð var fram í desember. Útlit sé fyrir að húsið verði afhent um miðjan júní.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.„Það hafa komið upp fleiri mál sem þarf að taka á og samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að ákvarða þennan kostnað fyrr en að verki loknu en það verður að öllum líkindum gert í september. Þetta eru viðhaldsmál sem koma upp þegar gera þarf upp gamalt hús,“ segir Bjarni. Bjarki Vigfússon, framkvæmdastjóri Hlemms – Mathallar, segir framkvæmdirnar hafa tafist úr hófi fram og að hann geti ekki svarað því hvenær matarmarkaðurinn verði opnaður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru ýmsar ástæður fyrir því að verklokum hefur seinkað. Byggingarleyfi fékkst ekki á réttum tíma og Strætó bs. ætlaði upphaflega að leigja hluta hússins undir kaffistofu vagnstjóra sem eigendur matarmarkaðarins féllust ekki á. Síðar kom í ljós að rafmagnið sem fyrir er nægir ekki rekstri Mathallarinnar. „Borgin áætlar að geta látið okkur hafa húsið um miðjan júní en þá er ýmislegt eftir,“ segir Bjarki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira