Innlent

Selja fiskbúðina vegna skólamálanna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hákon og Valgerður standa vaktina í Fiskbúð Fjallabyggðar.
Hákon og Valgerður standa vaktina í Fiskbúð Fjallabyggðar.
Hjónin Hákon Sæmundsson og Valgerður Kristjana Þorsteinsdóttir hyggjast selja fiskbúð sína, Fiskbúð Fjallabyggðar, og heimili á Ólafsfirði vegna skólamála í Fjallabyggð.

Þau keyptu auglýsingu í blaðinu Tunnunni þar sem þetta var tilkynnt og þökkuðu bæjarstjórninni sérstaklega fyrir.

Auglýsingin sem birtist í Tunnunni. Mynd/Skjáskot
„Það var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu í grunnskólunum. Yngri börnin verða keyrð með rútu frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og eldri börnin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar,“ segir Hákon.

Hákon og Valgerður eiga þrjú börn, þar af eitt sem er í öðrum bekk.

„Það hentar honum alls ekki vel að láta hann fara þetta ungan í rútu á milli. Þar sem við verðum með börn í skóla næstu árin sjáum við okkur ekki fært að vera lengur í þessu sveitarfélagi og hugsum okkur til hreyfings,“ segir Hákon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×