Illa staðsettur kapall á Húsavík olli lífshættu Sveinn Arnarsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Eins og sjá má á þessari mynd lá strengurinn aðeins rétt undir götunni. Mynd/Guðmundur Vilhjálmsson Litlu munaði að verkamaður á vegum fyrirtækisins Garðvíkur á Húsavík stórslasaðist eða léti lífið í fyrradag þegar hann rak steypustyrktarjárn í gegnum rafmagnskapal í bænum. Rafmagnskapall Rarik lá átta sentimetrum undir malbiki en á samkvæmt reglugerðum að vera á tíu sinnum meira dýpi, eða á 70-90 sentimetra dýpi. Guðmundur Vilhjálmsson, eigandi fyrirtækisins, er að vonum ósáttur við að starfsmenn hans hafi verið í stórhættu þegar atvikið varð. „Mínir menn voru að vinnu við að laga kantstein á Húsavík þegar þetta átti sér stað. Við Baughól 52 erum við að reka steypujárn niður, nokkra sentimetra ofan í jörðina, þegar hann fer í gegnum þennan rafmagnskapal,“ segir Guðmundur. Og segir manninn heppinn að vera á lífi.Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Garðvíkur. Mynd/Guðmundur Vilhjálmsson F57230517 baughóll„Það má í sjálfu sér furðu sæta að bani hafi ekki hlotist af, strengurinn er 400 volt og 250 amper á strengnum. Það sem varð manninum til lífs var að hann var í einangruðum skóm og gúmmíhandfang var á sleggjunni þegar hann rak í sundur strenginn.“ Strengurinn þessi liggur frá tengivirki að spennistöð og á að vera á miklu meira dýpi. Steingrímur Sigurður Jónsson, yfirmaður netreksturs RARIK á Norðurlandi, segir fyrirtækið hafa tekið yfir rekstur rafveitu á Húsavík á sínum tíma og því ekki lagt strenginn. Samt sem áður sé ábyrgðin þeirra. „Við munum taka til skoðunar þetta mál í heild sinni og skoða raflagnir á Húsavík. Það sem gerist þarna er að gatan er lækkuð á einhverju tímabili og því færist gatan nær strengnum,“ segir Steingrímur. Hann beinir einnig þeim tilmælum til fólks að hafa samband áður en farið er í framkvæmdir. „Það er nokkuð algengt að farið sé í gegnum strengi og við erum boðnir og búnir til að aðstoða. Við mælum með að einstaklingar hafi samband við okkur og við skoðum stöðu strengja svo hægt sé að varast þá,“ bætir Steingrímur við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Litlu munaði að verkamaður á vegum fyrirtækisins Garðvíkur á Húsavík stórslasaðist eða léti lífið í fyrradag þegar hann rak steypustyrktarjárn í gegnum rafmagnskapal í bænum. Rafmagnskapall Rarik lá átta sentimetrum undir malbiki en á samkvæmt reglugerðum að vera á tíu sinnum meira dýpi, eða á 70-90 sentimetra dýpi. Guðmundur Vilhjálmsson, eigandi fyrirtækisins, er að vonum ósáttur við að starfsmenn hans hafi verið í stórhættu þegar atvikið varð. „Mínir menn voru að vinnu við að laga kantstein á Húsavík þegar þetta átti sér stað. Við Baughól 52 erum við að reka steypujárn niður, nokkra sentimetra ofan í jörðina, þegar hann fer í gegnum þennan rafmagnskapal,“ segir Guðmundur. Og segir manninn heppinn að vera á lífi.Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Garðvíkur. Mynd/Guðmundur Vilhjálmsson F57230517 baughóll„Það má í sjálfu sér furðu sæta að bani hafi ekki hlotist af, strengurinn er 400 volt og 250 amper á strengnum. Það sem varð manninum til lífs var að hann var í einangruðum skóm og gúmmíhandfang var á sleggjunni þegar hann rak í sundur strenginn.“ Strengurinn þessi liggur frá tengivirki að spennistöð og á að vera á miklu meira dýpi. Steingrímur Sigurður Jónsson, yfirmaður netreksturs RARIK á Norðurlandi, segir fyrirtækið hafa tekið yfir rekstur rafveitu á Húsavík á sínum tíma og því ekki lagt strenginn. Samt sem áður sé ábyrgðin þeirra. „Við munum taka til skoðunar þetta mál í heild sinni og skoða raflagnir á Húsavík. Það sem gerist þarna er að gatan er lækkuð á einhverju tímabili og því færist gatan nær strengnum,“ segir Steingrímur. Hann beinir einnig þeim tilmælum til fólks að hafa samband áður en farið er í framkvæmdir. „Það er nokkuð algengt að farið sé í gegnum strengi og við erum boðnir og búnir til að aðstoða. Við mælum með að einstaklingar hafi samband við okkur og við skoðum stöðu strengja svo hægt sé að varast þá,“ bætir Steingrímur við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira