Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2017 10:32 Árni Finnsson er ekki einn þeirra sem fagnar lágu bensínverði og segir það almennt verra fyrir loftslagið. Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð. Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ekki eru allir almennir neytendur sem fagna lágu bensínverði, eða því sem Costco býður uppá. „Ég held að lágt verð á bensín þarna hjá Costco sé nú aðallega til að laða að viðskiptavini. Og þá getur maður spurt sig, á bara ekki að banna að niðurgreiða bensín? Það er kannski ekkert vitlaust. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að nota bensín sem aðdráttarafl fyrir einhverja lagervöru,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hið lága bensínverð sem Costco býður uppá hefur vakið verulega athygli og valdið titringi á markaði. Og, á því eru ýmsir fletir. Umhverfisverndarsinnar eru til að mynda ekkert mjög hrifnir, því þeir telja einfaldlega að lágt verð á olíu kalli á meiri brennslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Árni segist ekki hafa velt því sérstaklega fyrir sér, hvort hann fagni þessu lága bensínverði.Niðurgreiða bensín til að fá fólk í búðina„Þeir eru líklega að niðurgreiða þetta og það er nú ekki sniðugt. Þeir eru ekki að græða á þessu bensínverði heldur eru að fá fólk í búðina. Almennt séð er lægra bensínverð verra fyrir loftslagið. Eins og í Bandaríkjunum þar sem menn líta á það sem mannréttindi að bensínverð sé lágt. Það hefur verið að lækka. En, stjórnvöld hafa verið að taka við sér. Hér heima stendur til að hækka skatta eða svokallaðan kolefnisskatt, hann verður hækkaður um hundrað prósent um næstu áramót. Ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar byrjaði reyndar á því að lækka þann skatt, 2014. Þó það hafi ekki verið mikil lækkun þá gaf það rangan signal. Bílafloti Íslendinga hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil,“ segir Árni. Og, sú endurnýjun hefur ekki verið heillavænleg, þar er ekki litið nægjanlega til sparneytni. „Ef stjórnvöld hefðu tekið á málum fyrir 2013 til 2014, sem sagt beina neytendum í átt að sparneytnari bílum þá væri aukningin í losun hér á Íslandi ekki eins mikil og raun ber vitni.“Eftir talsverðu að seilast fyrir stjórnvöldÁrni segir að stóriðjan, sem er langstærst, rugli umræðuna. Hún falli undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og því ekki inni í þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til. Svo er einnig um alþjóðaflugið. Þetta þýðir að um 40 prósent af losun hér á landi fellur undir markaðskerfi Evrópusambandsins, ETS. Það sem snýr að stjórnvöldum er því landbúnaðurinn (um 14 prósent), sjávarútvegurinn (um 30 prósent), úrgangur (um 5 prósent) og svo samgöngurnar sem eru um 20 prósent. „Þar af leiðandi er eftir miklu að seilast fyrir stjórnvöld, þau geta minnkað þennan samgönguþátt umtalsvert. Ef stjórnvöld hefðu gripið í taumana 2014 hefði ekki orðið sú aukning í bílaflotanum sem varð,“ segir Árni Finnsson – sem ætlar ekki að leggja leið sína til Costco til að fylla á tankinn. „Nei, ekki eftir þetta,“ segir hann sposkur og vísar til þess að Vísir hefur nú fengið hann til að setja fram efasemdir um þetta lága bensínverð.
Tengdar fréttir Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00