Lífið

Forsetinn hitti Rammstein fyrir og eftir tónleikana í Kórnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson ásamt meðlimum Rammstein.
Guðni Th. Jóhannesson ásamt meðlimum Rammstein. Vísir
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, skemmti sér konunglega á tónleikum þýsku hljómsveitarinnar Rammstein í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Að sögn Óskar Gunnarsdóttur, eins af skipuleggjendum tónleikanna, hitti forsetinn meðlimi hljómsveitarinnar fyrir og eftir tónleikana.

Þar skiptust þeir á sögum og hafði forsetinn lítið fyrir því að eiga í samskiptum við þá á þýsku.

Það má því með sanni segja að forseti Íslands sé mikill aðdáandi Rammstein og greinilega rokkunnandi því að sögn tónleikagesta klappaði hann látlaust þegar Ham hitaði upp fyrir þýska bandið.

Þá sást Guðni á tónleikum með íslensku rokksveitinni Skálmöld fyrir rúmum mánuði.

Hljómsveitin Ham ásamt Ósk Gunnarsdóttur og Þorsteini Stephensen, skipuleggjendum Rammstein-tónleikanna.Vísir

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.