Erlent

Breivik kærir illa meðferð til mannréttindadómstólsins í Strassbourg

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Breivik áfrýðjaði málinu til hæstaréttar eftir að hafa tapað málinu í neðra dómstigi (lagmannsretten) í mars síðastliðnum.
Breivik áfrýðjaði málinu til hæstaréttar eftir að hafa tapað málinu í neðra dómstigi (lagmannsretten) í mars síðastliðnum. Vísir/AFP
Staðfest hefur verið að Andreas Behring Breivik fái ekki að fara með mál sitt til hæstaréttar eftir að hann kærði ríkið fyrir illa meðferð í fangelsi. Breivik áfrýðjaði málinu til hæstaréttar eftir að hafa tapað málinu í neðra dómstigi (lagmannsretten) í mars síðastliðnum. Breivik hefur verið í einangrun síðan árið 2011 eftir að hann myrti fjölda ungmenni sem voru í ungmennaferð í Útey. NRK greinir frá.

Samkvæmt Breivik brýtur meðferðin í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Hann nefnir því til stuðnings að hann sé búinn að vera of lengi í einangrun, sé of oft í handjárnum og að líkamsleitir séu of tíðar. Einnig nefnir hann að mikil afskipti séu höfð af bréfasamskiptum hans.

Hæstiréttur rökstyður ákvörðunina um að hafna máli Breivik á þá leið að ekki yrði komist að annarri niðurstöðu þó málið yrði tekið upp aftur. Þeir viðurkenna þó að einangrun Breiviks hafi staðið yfir í mjög langan tíma en nefna að hann sé mjög hættulegur maður og því sé einangrunin nauðsynleg. Fangelsismeðferðin sé því í samræmi við reglur og tryggi öryggi almennings.

Breivik hefur því ákveðið að fara með mál sitt til mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Verjendur Breivik hafa látið þau orð falla að mannréttindadómstóllinn muni líklega taka málið föstum tökum og senda kvörtun eins fljótt og auðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×