Áhrif erfðamengunar á villta laxastofna Arnar Pálsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Erfðamengun verður við blöndun alidýra og villtra ættingja þeirra. Hún leiðir til minni lífslíka blendinganna og hefur neikvæð áhrif á viðgang villtra tegunda. Erfðamengun er ólík annarri mengun, því hún einskorðast við tegundir sem geta æxlast við tiltekin eldisdýr eða plöntur. Hún er ólík náttúrulegri blöndun milli villtra stofna eða undirtegunda. Afkvæmi Íslendinga og Taílendinga eru dæmi um eðlilega blöndun innan tegundar, ekki erfðamengun. Þekkt hefur verið í áratugi að kynbætur breyta erfðasamsetningu alistofna, sem verða frábrugðnir upprunalegu tegundinni. Fimm atriði vega þar mest: i) Við kynbætur er valið fyrir eiginleikum og genum sem tengjast þeim. ii) Alistofnar aðlagast eldinu (líf undir verndarvæng mannsins er ólíkt villtri náttúru). iii) Erfðabreytileiki tapast, því kynbætur byggjast á vali eiginleika sem reynast vel í eldi (aðrir tapast). iv) Áhrif tilviljunar eru meiri í eldi en náttúrulegum stofnum vegna lítillar stofnstærðar (veldur líka tapi á erfðabreytileika). v) Eldisstofnar endurspegla uppruna sinn. Síðasta atriðið skiptir verulegu máli á Íslandi því hérlendis er ræktaður lax upprunninn úr blöndu af 40 norskum stofnum og einum sænskum. Erfðasamsetning norskra eldislaxa er ólík villtum stofnum. Spyrja má, hvaða afleiðingar hefur erfðamengun á villta laxfiska?Merkjanleg áhrif Fleiri en hundrað rannsóknir í Noregi, Skotlandi og víðar lýsa áhrifum erfðablöndunar villtra og eldislaxa. Hér er bara tæpt á nokkrum atriðum. Munurinn á villtum laxi og eldislaxi birtist t.d. í því að eldisfiskar vaxa hraðar, eru stærri, verða kynþroska seinna og eru ekki jafn hræddir við afræningja og villtir laxar. Áhrif eru einnig merkjanleg í blendingum villtra laxa og eldislaxa, og snerta t.d. æxlun, fæðunám, viðgang og þroska. Nýleg erfðagreining á rúmlega 120 villtum laxastofnum í Noregi afhjúpaði umtalsverða erfðablöndun frá eldisfiski í þriðjungi stofna. Í kjölfarið greindu Geir Bolstad og félagar áhrif blöndunarinnar á 62 villta stofna, könnuðu mun á kynjum, landsvæðum og ám með stórlöxum eða smálöxum. Niðurstöðurnar voru afgerandi, aukið hlutfall gena úr eldisfiskum leiðir til margvíslegra breytinga á villtum stofnum. Í stórlaxaám í miðhluta Noregs jókst hlutfall fiska sem voru kynþroska 2ja ára í hverjum árgangi samfara aukinni erfðamengun frá eldisfiski. Hærra hlutfall gena úr eldisfiski leiddi einnig til þess að karlkyns smálax í Mið-Noregi var stærri við kynþroska. Sterkustu áhrifin voru á laxastofnana nyrst í Noregi, sem eru fjarskyldari eldislaxinum. Erfðamengunin þar hafði áhrif á stærð og aldur við kynþroska, óháð sjóaldri fisksins. Breytingarnar virka e.t.v. lítilvægar eða jafnvel jákvæðar fyrir leikmenn (stórir laxar eru skemmtilegri veiðifiskur). En þær geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir villta fiska, því staðbundnir stofnar eru yfirleitt vel aðlagaðir að sínu umhverfi. Smálaxaár í Noregi eru t.a.m. gott umhverfi fyrir minni laxa en verra fyrir stórlaxa. Ef erfðablöndunin gerir einstaklinga í smálaxastofni stærri, getur það dregið úr hæfni þeirra til að lifa af.Ástæða til endurskoðunar Niðurstöður Bolstad og félaga eru óvissu háðar, eins og allar rannsóknir á náttúrunni. En spurningin er ekki lengur hvort gen frá eldisfiski hafi áhrif á villta laxastofna, heldur hversu mikil og hvers eðlis þau eru? Stóra spurningin er, leiðir erfðablöndunin til hnignunar og útdauða villtra stofna? Það er full ástæða til að endurskoða laxeldi í sjókvíum hérlendis. Sérstaklega þar sem íslenskir laxar eru fjarskyldir eldislaxi. Ástæðan er sú að flæði gena frá eldisfiskum getur breytt eiginleikum villtra íslenskra laxastofna, gert þá minna hæfa í lífsbaráttunni og dregið úr getu þeirra til að þróast í framtíðinni. Frændur vorir í Noregi og vinir í Síle hafa brennt sig á flestu sem hægt er í laxeldi. Vonandi berum við gæfu til að læra af mistökum þeirra og fórna ekki lífríki vatna og hafs fyrir ódýrar og skammsýnar lausnir í laxeldi.HeimildirKarlsson o.fl. 2016 ICES Journal of marine science doi.org/10.1093/icesjms/fsw121, Glover o.fl. 2017 Fish and Fisheries doi: 10.1111/faf.12214, Bolstad o.fl. 2017 Nature Ecology & Evolution doi:10.1038/s41559-017-0124 Höfundur er erfðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Erfðamengun verður við blöndun alidýra og villtra ættingja þeirra. Hún leiðir til minni lífslíka blendinganna og hefur neikvæð áhrif á viðgang villtra tegunda. Erfðamengun er ólík annarri mengun, því hún einskorðast við tegundir sem geta æxlast við tiltekin eldisdýr eða plöntur. Hún er ólík náttúrulegri blöndun milli villtra stofna eða undirtegunda. Afkvæmi Íslendinga og Taílendinga eru dæmi um eðlilega blöndun innan tegundar, ekki erfðamengun. Þekkt hefur verið í áratugi að kynbætur breyta erfðasamsetningu alistofna, sem verða frábrugðnir upprunalegu tegundinni. Fimm atriði vega þar mest: i) Við kynbætur er valið fyrir eiginleikum og genum sem tengjast þeim. ii) Alistofnar aðlagast eldinu (líf undir verndarvæng mannsins er ólíkt villtri náttúru). iii) Erfðabreytileiki tapast, því kynbætur byggjast á vali eiginleika sem reynast vel í eldi (aðrir tapast). iv) Áhrif tilviljunar eru meiri í eldi en náttúrulegum stofnum vegna lítillar stofnstærðar (veldur líka tapi á erfðabreytileika). v) Eldisstofnar endurspegla uppruna sinn. Síðasta atriðið skiptir verulegu máli á Íslandi því hérlendis er ræktaður lax upprunninn úr blöndu af 40 norskum stofnum og einum sænskum. Erfðasamsetning norskra eldislaxa er ólík villtum stofnum. Spyrja má, hvaða afleiðingar hefur erfðamengun á villta laxfiska?Merkjanleg áhrif Fleiri en hundrað rannsóknir í Noregi, Skotlandi og víðar lýsa áhrifum erfðablöndunar villtra og eldislaxa. Hér er bara tæpt á nokkrum atriðum. Munurinn á villtum laxi og eldislaxi birtist t.d. í því að eldisfiskar vaxa hraðar, eru stærri, verða kynþroska seinna og eru ekki jafn hræddir við afræningja og villtir laxar. Áhrif eru einnig merkjanleg í blendingum villtra laxa og eldislaxa, og snerta t.d. æxlun, fæðunám, viðgang og þroska. Nýleg erfðagreining á rúmlega 120 villtum laxastofnum í Noregi afhjúpaði umtalsverða erfðablöndun frá eldisfiski í þriðjungi stofna. Í kjölfarið greindu Geir Bolstad og félagar áhrif blöndunarinnar á 62 villta stofna, könnuðu mun á kynjum, landsvæðum og ám með stórlöxum eða smálöxum. Niðurstöðurnar voru afgerandi, aukið hlutfall gena úr eldisfiskum leiðir til margvíslegra breytinga á villtum stofnum. Í stórlaxaám í miðhluta Noregs jókst hlutfall fiska sem voru kynþroska 2ja ára í hverjum árgangi samfara aukinni erfðamengun frá eldisfiski. Hærra hlutfall gena úr eldisfiski leiddi einnig til þess að karlkyns smálax í Mið-Noregi var stærri við kynþroska. Sterkustu áhrifin voru á laxastofnana nyrst í Noregi, sem eru fjarskyldari eldislaxinum. Erfðamengunin þar hafði áhrif á stærð og aldur við kynþroska, óháð sjóaldri fisksins. Breytingarnar virka e.t.v. lítilvægar eða jafnvel jákvæðar fyrir leikmenn (stórir laxar eru skemmtilegri veiðifiskur). En þær geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir villta fiska, því staðbundnir stofnar eru yfirleitt vel aðlagaðir að sínu umhverfi. Smálaxaár í Noregi eru t.a.m. gott umhverfi fyrir minni laxa en verra fyrir stórlaxa. Ef erfðablöndunin gerir einstaklinga í smálaxastofni stærri, getur það dregið úr hæfni þeirra til að lifa af.Ástæða til endurskoðunar Niðurstöður Bolstad og félaga eru óvissu háðar, eins og allar rannsóknir á náttúrunni. En spurningin er ekki lengur hvort gen frá eldisfiski hafi áhrif á villta laxastofna, heldur hversu mikil og hvers eðlis þau eru? Stóra spurningin er, leiðir erfðablöndunin til hnignunar og útdauða villtra stofna? Það er full ástæða til að endurskoða laxeldi í sjókvíum hérlendis. Sérstaklega þar sem íslenskir laxar eru fjarskyldir eldislaxi. Ástæðan er sú að flæði gena frá eldisfiskum getur breytt eiginleikum villtra íslenskra laxastofna, gert þá minna hæfa í lífsbaráttunni og dregið úr getu þeirra til að þróast í framtíðinni. Frændur vorir í Noregi og vinir í Síle hafa brennt sig á flestu sem hægt er í laxeldi. Vonandi berum við gæfu til að læra af mistökum þeirra og fórna ekki lífríki vatna og hafs fyrir ódýrar og skammsýnar lausnir í laxeldi.HeimildirKarlsson o.fl. 2016 ICES Journal of marine science doi.org/10.1093/icesjms/fsw121, Glover o.fl. 2017 Fish and Fisheries doi: 10.1111/faf.12214, Bolstad o.fl. 2017 Nature Ecology & Evolution doi:10.1038/s41559-017-0124 Höfundur er erfðafræðingur.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun