Kynntu áform um uppbyggingu um tvö þúsund íbúða á ríkislóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2017 16:15 Stefnt er að því að gefa í. Vísir/GVA Benedikt Jóhannesson, efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins, með aukið framboð lóða að markmiði. Komist allar spildur í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir, auk mögulegrar uppbyggingar til viðbótar við núverandi áætlanir í landi Keldna sem gæti að lágmarki bætt við um 900 íbúðum.Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að íbúðirnar nýtist ekki síst ungu fólki við fyrstu íbúðakaup. Lóðirnar sem um ræðir eru Landhelgisgæslulóð við Seljaveg, Lóð Borgarspítala, Lóð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, Keldur við Keldnaholt, Lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg, veðurstofureitur, Svæði við Þjórsárgötu og Þorragötu og Lóð við við hlið Þjóðarbókhlöðunnar. Áætlað er að Landhelgisgæslulóðin, lóð Borgarspítala, lóð Listaháskólans, Lóðð Sjómannaskólans og Veðurstofureiturinn geti samtals rúmað um 650 íbúðir. Þá kynnti aðgerðarhópur ríkisstjórnarinnar svokallaðan húsnæðissáttmála sem unnin var af aðgerðarhópi fjögurra ráðherra og fulltrúm samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálin felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af þeim aðgerðum er ofangreind viljayfirlýsing. Stefnt er að því að sveitarfélög stuðli að langtímaleigu og almennri notkun íbúða með inheimtu tómthúsagjalds, draga á úr skriffinnsku til að gera fólki í stóru húsnæði kleift að leigja frá sér íbúðir. Þá verður regluverk byggingar- og skipulagsmála einfaldað og reynt verður að skapa hvata til þess að byggðar verði smærri íbúðir. Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins, með aukið framboð lóða að markmiði. Komist allar spildur í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir, auk mögulegrar uppbyggingar til viðbótar við núverandi áætlanir í landi Keldna sem gæti að lágmarki bætt við um 900 íbúðum.Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að íbúðirnar nýtist ekki síst ungu fólki við fyrstu íbúðakaup. Lóðirnar sem um ræðir eru Landhelgisgæslulóð við Seljaveg, Lóð Borgarspítala, Lóð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, Keldur við Keldnaholt, Lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg, veðurstofureitur, Svæði við Þjórsárgötu og Þorragötu og Lóð við við hlið Þjóðarbókhlöðunnar. Áætlað er að Landhelgisgæslulóðin, lóð Borgarspítala, lóð Listaháskólans, Lóðð Sjómannaskólans og Veðurstofureiturinn geti samtals rúmað um 650 íbúðir. Þá kynnti aðgerðarhópur ríkisstjórnarinnar svokallaðan húsnæðissáttmála sem unnin var af aðgerðarhópi fjögurra ráðherra og fulltrúm samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálin felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af þeim aðgerðum er ofangreind viljayfirlýsing. Stefnt er að því að sveitarfélög stuðli að langtímaleigu og almennri notkun íbúða með inheimtu tómthúsagjalds, draga á úr skriffinnsku til að gera fólki í stóru húsnæði kleift að leigja frá sér íbúðir. Þá verður regluverk byggingar- og skipulagsmála einfaldað og reynt verður að skapa hvata til þess að byggðar verði smærri íbúðir.
Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira