Andri Rúnar búinn að ná bronsskó síðasta árs í átta leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 10:30 Andri Rúnar hefur skorað í fimm deildarleikjum í röð. vísir/andri marinó Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Andri Rúnar Bjarnason, framherji spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, heldur áfram að skora en hann setti tvö mörk í gær þegar Grindjánar unnu ÍBV, 3-1, í áttundu umferð deildarinnar. Hann á stóran þátt í því að Grindavík er með 17 stig í öðru sæti Pepsi-deildarinnar eftir átta umferðir en liðið verður í öðru sætinu sama hvernig fer í leikjunum fjórum í kvöld þar sem Grindavík er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í þriðja sæti. Andri Rúnar er búinn að skora í heildina níu mörk í átta fyrstu leikjum sumarsins og væri, eins og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Arnar Ómarsson bendir á á Twitter, nú þegar kominn með bronsskóinn á síðustu leiktíð. Króatinn Hrvoje Tokic, sem lék með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar, fékk bronsskó Adidas fyrir að skora níu mörk í 21 leik í fyrra en sama fjölda náði Martin Lund Pedersen, frmaherji Fjölnis. Báðir gengu í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Andri Rúnar er með þriggja marka forskot á Steven Lennon í baráttunni um gullskóinn en hann er búinn að skora tveimur mörkum inna en FH-ingarnir Lennon og Kristján Flóki Finnbogason til saman. Þeir eru í öðru og þriðja sæti með sex og fimm mörk. Andri er búinn að skora í fimm leikjum í röð en eftir 3-1 tap á heimavelli fyrir Ólsurum í fjórðu umferð er Grindavík búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og safna þrettán stigum af fimmtán mögulegum. Framherjinn magnaði, sem skoraði sjö mörk í 17 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að tryggja Grindavík 1-0 sigra á Val og KR, stig á móti FH og skora þrennu á móti Grindavík og tvennu á móti ÍBV. Næsta varnarlína sem fær að spreyta sig gegn heitasta framherja deildarinnar er Breiðablik en Blikar taka á móti Grindjánum í sjónvarpsleik næsta mánudag.9.mörk til að fá bronsskóinn árið 2016. Jafnmikið og ARB99 er kominn með eftir 8.umferðir. #pepsi365 #fotboltinet— Stefan ArnarÓmarsson (@stefan_arnar) June 18, 2017
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 3-1 | Eyjamenn réðu ekkert við Andra Rúnar | Sjáðu mörkin Grindavík vann sinn fimmta sigur í Pepsi-deildinni í sumar þegar Eyjamenn komu í heimsókn. 18. júní 2017 20:15