Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 23:45 Lögmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar, aflraunamanns og leikara, segir ekkert hæft í ásökunum um ofbeldi. Vísir/Valli Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30