Hræddur um að rallýið kitli Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 11:00 Jón R. Ragnarsson hefur ekki farið til að horfa á rallýkeppni síðan hann hætti keppni eftir þrjátíu ára glæstan feril en hann snýr sig enn úr hálsliðnum ef hann heyrir hljóðið í rallýbíl. MYND/EYÞÓR Jón R. Ragnarsson í Bílahöllinni-Bílaryðvörn er margfaldur Íslandsmeistari í rallýakstri og þekkir Höfðann vel. Hann skipti yfir í bílabransann þegar Bítlafárið gekk yfir með óheftum hárvexti. „Bílaáhuginn er í blóðinu en ég lærði upphaflega alls óskylt fag,“ upplýsir Jón um ákvörðun sína til náms eftir gagnfræðapróf. "Þá lærði ég til hárskera og vann við það í áratug, eða þar til Bítlaæðið reið yfir og engan mátti klippa. Hárskerastéttin var þá tiltölulega gömul og menn ekki sammála um að snyrta þetta síða hár heldur varð að ná að klippa það allt af mönnum. Annað var hreinlega bannað,“ segir Jón og skellir upp úr. Þegar þar var komið sögu langaði hann í meira fjör enda hasargjarn að upplagi. „Undir niðri var ég alltaf með bíladellu en þó ekki endilega fyrir fínum bílum. Ég var líka farinn að daðra við rallakstur og áhugi fyrir rekstri í bílabransanum blundaði í mér,“ segir Jón sem hætti í hárskurðinum og gekk inn í rekstur verkstæðisins Bílaryðvörn ásamt félaga sínum 1970. „Ryðvarnarverkstæðið var til húsa í Skeifunni 17 í tuttugu ár. Ég endaði með því að kaupa félaga minn út úr rekstrinum árið 2006 en árið 1990 ákváðum við að sækja um lóð og fengum úthlutað á Bíldshöfða 5 þar sem við byggðum nýtt hús á einu ári og gerðum það vel. Þá var kreppa á Íslandi og húsið stórt þannig að upplagt var að bæta bílasölu við reksturinn og nefndum við hana Bílahöllina,“ segir Jón sem síðar keypti einnig lóðina að Bíldshöfða 3 og setti upp bílasöluna J.R.-bílasalan sem hann hefur leigt út um árabil. Jón er ekki með bíladellu fyrir nýjum bílum og ekur um á 18 ára 9 manna Toyotu Hiace og 15 ára gömlum Daihatsu Sirion. “Ég vil slíta bílunum út og passa vel upp á þá,” segir Jón. MYND/EYÞÓRFátt var um hús í námunda við nýbyggingu Jóns árið 1990 enda stendur Bílahöllin efst í brekkunni ofan við Elliðaárnar. „Fyrir neðan okkur var nýbygging Ingvars Helgasonar og við hliðina á okkur bílaþvottastöð sem átti að vera sú umhverfisvænasta í heimi og var opnuð með pompi og prakt af Eiði Guðnasyni, þáverandi umhverfisráðherra, en lagði svo upp laupana. Á bak við Bílahöllina voru svo malarnámur Steypustöðvarinnar með öllum þeim óþrifnaði sem því fylgir,“ segir Jón sem kunni strax vel við sig á Höfðanum. „Þetta er fallegur staður og héðan er fagurt útsýni. Við vorum meira miðsvæðis í Skeifunni í þá daga en í dag er Höfðinn nánast orðinn miðja borgarinnar. Mér þótti gaman að byggja nýtt hús og þótt ýmsar kreppur hafi komið í millitíðinni höfum við lifað af. Menn hætta enda ekki að þurfa bíla þótt kreppi að og þannig verður það áfram, held ég, þrátt fyrir Borgarlínuna.“Mætir fyrstur og fer síðastur Jón hefur nú unað hag sínum vel á Höfðanum í 27 ár. Bílahöllin-Bílaryðvörn er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því synir Jóns, Rúnar og Baldur, ásamt dóttur Jóns eiga sína hluta í rekstrinum. Hafa bræðurnir starfað með föður sínum allt frá unglingsaldri. „Ég er búinn að koma þessu mestmegnis yfir á strákana því einhvern tímann verð ég að hætta, orðinn að verða 73 ára. Ég er stjórnarformaður Bílahallarinnar og mæti til vinnu alla daga; kem fyrstur á morgnana og fer síðastur heim á kvöldin og vinn laugardagana líka. Ég er alltaf jafn spenntur að mæta til vinnu og finnst alltaf jafn gaman í vinnunni,“ segir Jón kátur og reiknar með að hann sé ágætur í bílasölu. „Ég lifi allavega enn í þessum bransa svo eitthvað hlýt ég að hafa í verkið. Ég hleyp þó í öll verk og er allt í öllu, nema að ryðverja.“Jón er með bíladellu í blóðinu. Hér lætur hann fara vel um sig á svokölluðum buggy-bíl sem er næsta skref á eftir fjórhjólum en tekur farþega og farangur og getur þeyst upp um fjöll og firnindi en má líka keyra í borgarysnum. MYND/EYÞÓRLíst illa á blandaða byggð Bílaiðnaður hefur frá upphafi verið allsráðandi á Ártúnshöfða og segir Jón Höfðann fyrst og fremst vera bílasvæði. Hér eru fimmtán bílasölur auk bílaverkstæða af öllum toga og bílaumboð með nýja bíla. Á Höfðanum finnur maður alla þjónustu fyrir bílinn en nú fer þetta að breytast. Stefnt er að því að breyta svæðinu vestan við Breiðhöfða í blandaða byggð með skrúðgörðum og er ég lítt spenntur fyrir því. Einhvers staðar þarf að koma okkur fyrir en í dag erum við einkar vel staðsettir því héðan er hentugt og fljótlegt að sækja daglega nýja bíla í ryðvörn til skipafélaganna. Því yrði vont að þurfa að fara um langan veg og varla umhverfisvænt með tilheyrandi mengun, umferðarálagi og sliti á gatnakerfinu.“ Að sögn Jóns eru stærstu lóðirnar sem eiga að fara undir blandaða byggð lóðir Steypustöðvarinnar og Bílakjarninn svokallaði. „Þar hafa verktakar keypt upp allt húsnæði og leigja undir bílasölur á meðan ekki er komið endanlegt skipulag. Þá verður það allt rifið og sjálfur veit ég ekki hvort húsið mitt fái að standa, þótt það sé fallegt og vel byggt, en ég hef ekki selt mitt einum eða neinum.“Alltaf meira sem getur bilað Aðspurður segir Jón ekkert eitt einkenna bílasala, þeir séu breið flóra manngerða. „Við þekkjumst kannski ekki allir á Höfðanum en við vitum vel hver af öðrum og ef spurt er til vegar eða um tiltekinn sölumann veit maður hvert á að vísa. Hér talast allir við og margir okkar selja bíla frá sömu aðilum. Eigi ég ekki bíl sem beðið er um get ég í flestum tilfellum sótt hann á aðra bílasölu hér á Höfðanum og veit að það sama gildir um aðra.“ Og vinnan í Bílahöllinni er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Reyndar er ryðvörnin sem slík ósköp svipuð því sem var í gamla daga en bílasölunni fylgir mikil þróun og alltaf eitthvað nýtt; ný módel, nýir fídusar og alltaf meira sem getur bilað.“ Jón hætti rallakstri árið 2005 eftir þrjátíu ár í sportinu og segir hálfgerða bilun að hafa verið við stýrið jafn lengi og raun ber vitni. „Rallýinu fylgdi mikið adrenalínkikk en vegna þess að maður er svo vel varinn af öryggisbúnaði bílanna var maður ekki í mikilli slysahættu. Fyrstu tíu árin keyrði ég með Ómari bróður mínum (Ragnarssyni) og svo með Rúnari syni mínum næstu tuttugu ár. Baldur sonur minn keppti með kunningja sínum í nokkur ár og með mér í eitt ár þegar Rúnar veiktist. Ég hef því afrekað að verða Íslandsmeistari með báðum strákunum mínum í þessu sporti.“ Jón kveðst hafa verið orðinn fullsaddur af rallakstrinum þegar hann hætti. „Ég sný mig ekki úr hálsliðnum þegar ég sé flottan bíl, en ég sný mig úr hálsliðnum ef ég heyri hljóð sem líkist rallýbíl. Ég hef heldur ekki farið og horft á rallý síðan ég hætti að keppa. Kannski er ég hræddur um að það fari að kitla mig,“ bætir hann við sposkur. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Sjá meira
Jón R. Ragnarsson í Bílahöllinni-Bílaryðvörn er margfaldur Íslandsmeistari í rallýakstri og þekkir Höfðann vel. Hann skipti yfir í bílabransann þegar Bítlafárið gekk yfir með óheftum hárvexti. „Bílaáhuginn er í blóðinu en ég lærði upphaflega alls óskylt fag,“ upplýsir Jón um ákvörðun sína til náms eftir gagnfræðapróf. "Þá lærði ég til hárskera og vann við það í áratug, eða þar til Bítlaæðið reið yfir og engan mátti klippa. Hárskerastéttin var þá tiltölulega gömul og menn ekki sammála um að snyrta þetta síða hár heldur varð að ná að klippa það allt af mönnum. Annað var hreinlega bannað,“ segir Jón og skellir upp úr. Þegar þar var komið sögu langaði hann í meira fjör enda hasargjarn að upplagi. „Undir niðri var ég alltaf með bíladellu en þó ekki endilega fyrir fínum bílum. Ég var líka farinn að daðra við rallakstur og áhugi fyrir rekstri í bílabransanum blundaði í mér,“ segir Jón sem hætti í hárskurðinum og gekk inn í rekstur verkstæðisins Bílaryðvörn ásamt félaga sínum 1970. „Ryðvarnarverkstæðið var til húsa í Skeifunni 17 í tuttugu ár. Ég endaði með því að kaupa félaga minn út úr rekstrinum árið 2006 en árið 1990 ákváðum við að sækja um lóð og fengum úthlutað á Bíldshöfða 5 þar sem við byggðum nýtt hús á einu ári og gerðum það vel. Þá var kreppa á Íslandi og húsið stórt þannig að upplagt var að bæta bílasölu við reksturinn og nefndum við hana Bílahöllina,“ segir Jón sem síðar keypti einnig lóðina að Bíldshöfða 3 og setti upp bílasöluna J.R.-bílasalan sem hann hefur leigt út um árabil. Jón er ekki með bíladellu fyrir nýjum bílum og ekur um á 18 ára 9 manna Toyotu Hiace og 15 ára gömlum Daihatsu Sirion. “Ég vil slíta bílunum út og passa vel upp á þá,” segir Jón. MYND/EYÞÓRFátt var um hús í námunda við nýbyggingu Jóns árið 1990 enda stendur Bílahöllin efst í brekkunni ofan við Elliðaárnar. „Fyrir neðan okkur var nýbygging Ingvars Helgasonar og við hliðina á okkur bílaþvottastöð sem átti að vera sú umhverfisvænasta í heimi og var opnuð með pompi og prakt af Eiði Guðnasyni, þáverandi umhverfisráðherra, en lagði svo upp laupana. Á bak við Bílahöllina voru svo malarnámur Steypustöðvarinnar með öllum þeim óþrifnaði sem því fylgir,“ segir Jón sem kunni strax vel við sig á Höfðanum. „Þetta er fallegur staður og héðan er fagurt útsýni. Við vorum meira miðsvæðis í Skeifunni í þá daga en í dag er Höfðinn nánast orðinn miðja borgarinnar. Mér þótti gaman að byggja nýtt hús og þótt ýmsar kreppur hafi komið í millitíðinni höfum við lifað af. Menn hætta enda ekki að þurfa bíla þótt kreppi að og þannig verður það áfram, held ég, þrátt fyrir Borgarlínuna.“Mætir fyrstur og fer síðastur Jón hefur nú unað hag sínum vel á Höfðanum í 27 ár. Bílahöllin-Bílaryðvörn er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því synir Jóns, Rúnar og Baldur, ásamt dóttur Jóns eiga sína hluta í rekstrinum. Hafa bræðurnir starfað með föður sínum allt frá unglingsaldri. „Ég er búinn að koma þessu mestmegnis yfir á strákana því einhvern tímann verð ég að hætta, orðinn að verða 73 ára. Ég er stjórnarformaður Bílahallarinnar og mæti til vinnu alla daga; kem fyrstur á morgnana og fer síðastur heim á kvöldin og vinn laugardagana líka. Ég er alltaf jafn spenntur að mæta til vinnu og finnst alltaf jafn gaman í vinnunni,“ segir Jón kátur og reiknar með að hann sé ágætur í bílasölu. „Ég lifi allavega enn í þessum bransa svo eitthvað hlýt ég að hafa í verkið. Ég hleyp þó í öll verk og er allt í öllu, nema að ryðverja.“Jón er með bíladellu í blóðinu. Hér lætur hann fara vel um sig á svokölluðum buggy-bíl sem er næsta skref á eftir fjórhjólum en tekur farþega og farangur og getur þeyst upp um fjöll og firnindi en má líka keyra í borgarysnum. MYND/EYÞÓRLíst illa á blandaða byggð Bílaiðnaður hefur frá upphafi verið allsráðandi á Ártúnshöfða og segir Jón Höfðann fyrst og fremst vera bílasvæði. Hér eru fimmtán bílasölur auk bílaverkstæða af öllum toga og bílaumboð með nýja bíla. Á Höfðanum finnur maður alla þjónustu fyrir bílinn en nú fer þetta að breytast. Stefnt er að því að breyta svæðinu vestan við Breiðhöfða í blandaða byggð með skrúðgörðum og er ég lítt spenntur fyrir því. Einhvers staðar þarf að koma okkur fyrir en í dag erum við einkar vel staðsettir því héðan er hentugt og fljótlegt að sækja daglega nýja bíla í ryðvörn til skipafélaganna. Því yrði vont að þurfa að fara um langan veg og varla umhverfisvænt með tilheyrandi mengun, umferðarálagi og sliti á gatnakerfinu.“ Að sögn Jóns eru stærstu lóðirnar sem eiga að fara undir blandaða byggð lóðir Steypustöðvarinnar og Bílakjarninn svokallaði. „Þar hafa verktakar keypt upp allt húsnæði og leigja undir bílasölur á meðan ekki er komið endanlegt skipulag. Þá verður það allt rifið og sjálfur veit ég ekki hvort húsið mitt fái að standa, þótt það sé fallegt og vel byggt, en ég hef ekki selt mitt einum eða neinum.“Alltaf meira sem getur bilað Aðspurður segir Jón ekkert eitt einkenna bílasala, þeir séu breið flóra manngerða. „Við þekkjumst kannski ekki allir á Höfðanum en við vitum vel hver af öðrum og ef spurt er til vegar eða um tiltekinn sölumann veit maður hvert á að vísa. Hér talast allir við og margir okkar selja bíla frá sömu aðilum. Eigi ég ekki bíl sem beðið er um get ég í flestum tilfellum sótt hann á aðra bílasölu hér á Höfðanum og veit að það sama gildir um aðra.“ Og vinnan í Bílahöllinni er bæði fjölbreytt og skemmtileg. „Reyndar er ryðvörnin sem slík ósköp svipuð því sem var í gamla daga en bílasölunni fylgir mikil þróun og alltaf eitthvað nýtt; ný módel, nýir fídusar og alltaf meira sem getur bilað.“ Jón hætti rallakstri árið 2005 eftir þrjátíu ár í sportinu og segir hálfgerða bilun að hafa verið við stýrið jafn lengi og raun ber vitni. „Rallýinu fylgdi mikið adrenalínkikk en vegna þess að maður er svo vel varinn af öryggisbúnaði bílanna var maður ekki í mikilli slysahættu. Fyrstu tíu árin keyrði ég með Ómari bróður mínum (Ragnarssyni) og svo með Rúnari syni mínum næstu tuttugu ár. Baldur sonur minn keppti með kunningja sínum í nokkur ár og með mér í eitt ár þegar Rúnar veiktist. Ég hef því afrekað að verða Íslandsmeistari með báðum strákunum mínum í þessu sporti.“ Jón kveðst hafa verið orðinn fullsaddur af rallakstrinum þegar hann hætti. „Ég sný mig ekki úr hálsliðnum þegar ég sé flottan bíl, en ég sný mig úr hálsliðnum ef ég heyri hljóð sem líkist rallýbíl. Ég hef heldur ekki farið og horft á rallý síðan ég hætti að keppa. Kannski er ég hræddur um að það fari að kitla mig,“ bætir hann við sposkur.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Sjá meira