Innlent

Mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum

Snærós Sindradóttir skrifar
Jáverk hefur fest kaup á öllum húsum við göturnar þrjár og hyggst rífa þau og byggja nýtt. Íbúar eru ósáttir og hafa undirritað áskoranir.
Jáverk hefur fest kaup á öllum húsum við göturnar þrjár og hyggst rífa þau og byggja nýtt. Íbúar eru ósáttir og hafa undirritað áskoranir. Vísir/Ernir
Fjölmennur hópur íbúa í Kópavogi hefur skrifað undir tvær áskoranir þess efnis að svæði sem afmarkast af Hávegi, Álftröð og Skólatröð verði skipulagt í samráði við íbúa í nærliggjandi götum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur verktakafyrirtækið Jáverk keypt upp öll hús við þessar götur, sum á háu verði, tugum milljóna yfir fasteignamati.

Á svæðinu er ekkert deiliskipulag í gildi en bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa sagt að engin vilyrði hafi verið gefin verktakafyrirtækinu um samþykkt deiliskipulags eftir höfði fyrirtækisins. Íbúarnir kalla meðal annars eftir því að vinnu við skipulagningu svæðisins verði hraðað svo réttarstaða nágranna verði ljós. Þá er kallað eftir því að stefna verði mótuð af bænum um þéttingaráform í grónum hverfum bæjarins.

Ragnar Jóhannsson er á meðal þeirra sem standa fyrir annarri áskoruninni. Íbúar á svæðinu hafa áður knúið fram breytingar á byggingaráformum húss og fengið það lækkað um eina hæð. „En það hús var byggt og með bílakjallara þannig að það þurfti að berja það niður í klöppina með tilheyrandi látum. Það nötraði allt í heilt sumar. Við vitum að eitt hús tekur eitt og hálft ár og þar af sjö eða átta mánuði í að skaka niður kjallaranum. En ef þeir ætla að byggja heila götu og skaka það niður um eina hæð niður í Reykjavíkurgrágrýtið. Hvernig verður það?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×