Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“ Þórarinn Hjartarson skrifar 15. júní 2017 07:00 Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi. Þann 11. apríl birti New York Times 4 bls. skýrslu frá CIA um málið. Þar komu fram vísbendingar um tvennt: a) að fórnarlömbin hefðu orðið fyrir sarín-eitrun og b) að flugvélar Sýrlandshers hefðu á sama tíma gert sprengjuárásir á bæinn. Því fylgdi svo fullyrðing um að Sýrlandsher stæði á bak við efnaárásina, byggð einna helst á umsögn Amnesty International sem vísaði til „sérfræðinga“ á staðnum án þess að tilgreina það neitt nánar. Hvorki CIA né Amnesty höfðu gert neina rannsókn á vettvangi, og hún hefur ekki enn farið fram. Þann 12. apríl gerði bandarískt herskip svo eldflaugaárás á sýrlenskan flugvöll „í hefndarskyni“ og sneri stríðinu í fyrsta sinn opinskátt gegn Sýrlandsstjórn. Þetta er að miklu leyti endurtekin atburðarás frá 2013 þegar Vestrið var á barmi lofthernaðar gegn Sýrlandi, einnig þá eftir eiturgasárás, í Ghouta, nærri Damaskus. Ekki heldur þá komu neinar sannanir um geranda. Eftir aðra eiturárás skömmu áður sagði Carla del Ponte, formaður eftirlitsnefndar SÞ, um efnavopn í Sýrlandi að „sterkar grunsemdir“ um beitingu saríns beindust að uppreisnarmönnum fremur en Assadstjórninni. Seinna leiddu Seymour Hersh o.fl. líkur að því að sarínið kæmi frá Tyrklandi til uppreisnarmanna. Obama mat það svo að sönnunarfærsla um sekt Assads væri veik og andrúmsloft bæði í Bandaríkjum og Bretlandi var greinilega andsnúið stríði svo hætt var við á síðustu stundu. En hér hætti endurtekningin og Trump tók skrefið.Kunnuglegt munstur Þessir atburðir fylgja kunnuglegu munstri. Báðar efnaárásirnar urðu á svæði undir stjórn uppreisnarmanna. Líkt og í Austur-Aleppó er aðgengi á slíkum svæðum erfitt fyrir rannsakendur eða erlenda blaðamenn af því margir hryðjuverkahópar hafa þann sið að afhöfða alla slíka. Sem sagt, engin rannsókn. En Vesturlönd styðja „uppreisn“ og „valdaskipti“ í Sýrlandi og vestrænir fjölmiðlar – sem eru hluti af stríðsvélinni – koma sökinni umsvifalaust og sjálfkrafa á Sýrlandsher. Það nægir að vitna í málpípur uppreisnarmanna eins og „Hvítu hjálmana“ eða „Sýrlensku mannréttindavaktina“ (eins manns fréttastofa í Englandi). Sama munstur hefur birst á öðrum átakasvæðum, nefnum Kosovo, 1999, Írak 2003, Líbíu 2011, Úkraínu 2014. Sjálfvirkt ferli fer í gang: voðaverk eru framin og vestræna áróðursmaskínan kemur sökinni á andstæðing sinn og réttlætir með því „mannúðaríhlutun“. Þegar skýring á voðaverkum er gefin nógu fljótt af nógu mörgum fréttastofum í einu verður það „opinber skýring“ og eftir það tala Vesturlönd einni röddu. Slíkur heilaþvottur er venjulega kenndur við sk. alræðisríki. Um tíma komu þó gangtruflanir í vestrænu maskínuna þegar nýr forseti, Trump, boðaði samvinnu við Rússa gegn ISIS og að Bandaríkin ættu að hætta hernaðaríhlutunum. En hann var snúinn niður með rússagrýlunni. Hann fyrirskipaði þá eldflaugaárás á Sýrland. Eftir það snerust allar stóru fréttastofurnar á sveif með honum, almenningsálitið varð líka herskárra en áður, og nú ganga allir í takt vestur þar. Rökhugsun ber að nota í máli sem þessu. Hver hefur mögulega ástæðu til að grípa til efnavopna? Strax árið 2012 drógu Bandaríkin, Bretar og Frakkar upp rautt strik: Ef annar hvor aðilinn í Sýrlandi beitir efnavopnum er það tilefni til íhlutunar „alþjóðasamfélagsins“. Beiting efnavopna er sem sé beiðni um vestræna íhlutun. Ekkert vill Sýrlandsstjórn síður. Hún er undir sérstöku efnavopnaeftirliti frá SÞ og kallar yfir sig strangar refsiaðgerðir ef út af ber. Svo hefur hún undanfarin misseri verið á skýrri sigurbraut með hefðbundnum hernaði. Uppreisnaröflin eru hins vegar á undanhaldi í stríðinu og helsta von þeirra væri að framkalla atburði sem leiddu til íhlutunar Vesturveldanna. Margir uppreisnarhópar hafa ítrekað beðið um slíka íhlutun. Og þeir vita það sem reynslan hefur sýnt: Við ríkjandi fjölmiðlakerfi og valdahlutföll í „alþjóðakerfinu“ lendir sökin af voðaverkum sjálfkrafa á Assadstjórninni. Þessar ytri aðstæður gera beitingu efnavopna alveg útilokaða sem valkost fyrir Assad en að sama skapi freistandi valkost fyrir uppreisnarmenn. Höfundur er stálsmiður á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Sjá meira
Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi. Þann 11. apríl birti New York Times 4 bls. skýrslu frá CIA um málið. Þar komu fram vísbendingar um tvennt: a) að fórnarlömbin hefðu orðið fyrir sarín-eitrun og b) að flugvélar Sýrlandshers hefðu á sama tíma gert sprengjuárásir á bæinn. Því fylgdi svo fullyrðing um að Sýrlandsher stæði á bak við efnaárásina, byggð einna helst á umsögn Amnesty International sem vísaði til „sérfræðinga“ á staðnum án þess að tilgreina það neitt nánar. Hvorki CIA né Amnesty höfðu gert neina rannsókn á vettvangi, og hún hefur ekki enn farið fram. Þann 12. apríl gerði bandarískt herskip svo eldflaugaárás á sýrlenskan flugvöll „í hefndarskyni“ og sneri stríðinu í fyrsta sinn opinskátt gegn Sýrlandsstjórn. Þetta er að miklu leyti endurtekin atburðarás frá 2013 þegar Vestrið var á barmi lofthernaðar gegn Sýrlandi, einnig þá eftir eiturgasárás, í Ghouta, nærri Damaskus. Ekki heldur þá komu neinar sannanir um geranda. Eftir aðra eiturárás skömmu áður sagði Carla del Ponte, formaður eftirlitsnefndar SÞ, um efnavopn í Sýrlandi að „sterkar grunsemdir“ um beitingu saríns beindust að uppreisnarmönnum fremur en Assadstjórninni. Seinna leiddu Seymour Hersh o.fl. líkur að því að sarínið kæmi frá Tyrklandi til uppreisnarmanna. Obama mat það svo að sönnunarfærsla um sekt Assads væri veik og andrúmsloft bæði í Bandaríkjum og Bretlandi var greinilega andsnúið stríði svo hætt var við á síðustu stundu. En hér hætti endurtekningin og Trump tók skrefið.Kunnuglegt munstur Þessir atburðir fylgja kunnuglegu munstri. Báðar efnaárásirnar urðu á svæði undir stjórn uppreisnarmanna. Líkt og í Austur-Aleppó er aðgengi á slíkum svæðum erfitt fyrir rannsakendur eða erlenda blaðamenn af því margir hryðjuverkahópar hafa þann sið að afhöfða alla slíka. Sem sagt, engin rannsókn. En Vesturlönd styðja „uppreisn“ og „valdaskipti“ í Sýrlandi og vestrænir fjölmiðlar – sem eru hluti af stríðsvélinni – koma sökinni umsvifalaust og sjálfkrafa á Sýrlandsher. Það nægir að vitna í málpípur uppreisnarmanna eins og „Hvítu hjálmana“ eða „Sýrlensku mannréttindavaktina“ (eins manns fréttastofa í Englandi). Sama munstur hefur birst á öðrum átakasvæðum, nefnum Kosovo, 1999, Írak 2003, Líbíu 2011, Úkraínu 2014. Sjálfvirkt ferli fer í gang: voðaverk eru framin og vestræna áróðursmaskínan kemur sökinni á andstæðing sinn og réttlætir með því „mannúðaríhlutun“. Þegar skýring á voðaverkum er gefin nógu fljótt af nógu mörgum fréttastofum í einu verður það „opinber skýring“ og eftir það tala Vesturlönd einni röddu. Slíkur heilaþvottur er venjulega kenndur við sk. alræðisríki. Um tíma komu þó gangtruflanir í vestrænu maskínuna þegar nýr forseti, Trump, boðaði samvinnu við Rússa gegn ISIS og að Bandaríkin ættu að hætta hernaðaríhlutunum. En hann var snúinn niður með rússagrýlunni. Hann fyrirskipaði þá eldflaugaárás á Sýrland. Eftir það snerust allar stóru fréttastofurnar á sveif með honum, almenningsálitið varð líka herskárra en áður, og nú ganga allir í takt vestur þar. Rökhugsun ber að nota í máli sem þessu. Hver hefur mögulega ástæðu til að grípa til efnavopna? Strax árið 2012 drógu Bandaríkin, Bretar og Frakkar upp rautt strik: Ef annar hvor aðilinn í Sýrlandi beitir efnavopnum er það tilefni til íhlutunar „alþjóðasamfélagsins“. Beiting efnavopna er sem sé beiðni um vestræna íhlutun. Ekkert vill Sýrlandsstjórn síður. Hún er undir sérstöku efnavopnaeftirliti frá SÞ og kallar yfir sig strangar refsiaðgerðir ef út af ber. Svo hefur hún undanfarin misseri verið á skýrri sigurbraut með hefðbundnum hernaði. Uppreisnaröflin eru hins vegar á undanhaldi í stríðinu og helsta von þeirra væri að framkalla atburði sem leiddu til íhlutunar Vesturveldanna. Margir uppreisnarhópar hafa ítrekað beðið um slíka íhlutun. Og þeir vita það sem reynslan hefur sýnt: Við ríkjandi fjölmiðlakerfi og valdahlutföll í „alþjóðakerfinu“ lendir sökin af voðaverkum sjálfkrafa á Assadstjórninni. Þessar ytri aðstæður gera beitingu efnavopna alveg útilokaða sem valkost fyrir Assad en að sama skapi freistandi valkost fyrir uppreisnarmenn. Höfundur er stálsmiður á Akureyri.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun