Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:30 Herdís fékk greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira