Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:30 Herdís fékk greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira