Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Kjartan Kjartansson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. júní 2017 18:00 Reikigjöld í Evrópusambandsríkjunum fallla niður á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð. Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. Reglugerðin var staðfest af ráðherra í dag og tekur gildi þegar hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Hrafnkell telur að það verði strax á morgun. Íslensku símafyrirtækin ættu því að fella niður reikigjöldin strax þá og ætlar Síminn að fella niður gjöldin strax á fimmtudag. Vodafone mun gera slíkt hið sama og kynna nýja verðskrá sem tekur mið af nýju reglugerðinni. Þá er Nova tilbúið með nýja verðskrá. Frá og með fimmtudeginum eiga ferðamenn í Evrópusambandsríkjum að geta notað farsíma sína án þess að vera rukkaðir aukalega fyrir það. Fjarskiptafyrirtækin hafa hins vegar heimild til að takmarka hversu hátt hlutfall af inniföldu gagnamagni áskrifta sinna viðskiptavinir geta notað erlendis.Fyrst um sinn engin takmörk hjá Símanum Síminn mun fella niður reikigjöld sín strax á fimmtudag. Viðskiptavinir Símans munu þá geta hringt, sent smáskilaboð og farið á netið í símum sínum þegar þeir eru staddir í Evrópusambandsríkjum, að sögn Svanlaugar Einarsdóttur, vörustjóra farsíma hjá fyrirtækinu, sem hefur unnið að innleiðingu reglugerðarinnar. Hún segir að skref í þá átt hafi verið tekið þegar á síðasta ári. Þá lækkaði álag á gagnamagn sem sótt var í Evrópusambandsríkjum úr 35 kr/mb í 8,71 kr/mb. Svanlaug segir að Síminn muni takmarka hversu stóran hluta gagnamagns viðskiptavinir fyrirtækisins geti notað. Fyrst um sinn verði hins vegar engin takmörk. Hún segir jafnframt að fyrirtækið sjá ekki fram á að hækka almenna gjaldskrá sína til að mæta því að reikigjöldin falli niður.Nova mun takmarka gagnamagnið Nova hefur þegar ákveðið að nýta heimild til að takmarka gagnamagnið erlendis. Fyrirtækið sendi nýja verðskrá til viðskiptavina sinna í gær. Þeir sem eru með áskrift að 1 GB eða minna geta notað hana að fullu erlendis. Fyrir stærri pakka verður aukagjald greitt af gagnamagni sem er notað umfram takmark hverrar áskriftarleiðar. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir fyrirtækið bíða staðfestingar innanríkisráðuneytisins á reglugerðinni. Unnið sé að undirbúningi þess að reikigjöldin verði felld niður. Hún gerir ráð fyrir að nýja verðskráin taki gildi á næstunni.„Góðar fréttir fyrir neytendur“ Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að fyrirtækið muni fella niður reikigjöld sín á fimmtudaginn í samræmi við reglugerðina og kynna nýja verðskrá sem tekur mið af þessum breytingum. „Við fögnum þessu enda eru þetta góðar fréttir fyrir neytendur,“ segir Guðfinnur í samtali við Vísi. Hann segir að lengi hafi verið unnið að málinu hjá Vodafone og að vinna fyrirtækisins hafi miðast við það að reglugerðin myndi taka gildi á fimmtudaginn.Reglugerðin tekur gildi þegar hún hefur birst í Sjórnartíðindum Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar, segir í samtali við Vísi að reglugerðin hafi verið samþykkt í morgun hjá ESB. Ráðherra hér á landi er svo búinn að skrifa undir reglugerðina og hún er því komin í formlegt ferli með það að markmiði að hún taki gildi á fimmtudaginn 15. júní. „Reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum en öll gögnin eru komin þangað og nú er verið að vinna í því að birta þetta. Mér skilst að þetta eigi að fá flýtibirtingu en þegar þetta hefur svo verið birt þá er þetta tekið gildi og ég sé ekki hvað ætti að stoppa það að reglugerðin verði birt á morgun,“ segir Hrafnkell. Hann kveðst þó hafa fulla samúð með fjarskiptafyrirtækjunum varðandi það hversu seint reglugerðin er innleidd en bendir á að Póst-og fjarskiptastofnunin hafi verið að vinna í því með fjarskiptafyrirtækjunum síðan um áramót að málinu. „Þannig að þau hafa öll haft tækifæri til að undirbúa sig undir þessa breytingu,“ segir Hrafnkell.Uppfært klukkan 18:32: Vodafone sendi nú rétt í þessu frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má sjá hér að neðan:Vodafone á Íslandi fagnar flýtimeðferð stjórnvalda á nýsamþykktri reglugerð Evrópusambandsins um afnám reikigjalda sem tryggir innleiðingu reglugerðinnar frá því hún tekur gildi 15. júní næstkomandi fyrir viðskiptavini Vodafone. Viðskiptavinir fyrirtæksins njóta þannig ávinningsins um leið og aðrir íbúar Evrópu og geta notað símtæki sín í Evrópu eins og hér heima, á það bæði við um farsíma- og netáskriftir.Síðustu mánuði hefur Vodafone á Íslandi unnið náið að undirbúningi innleiðingarinnar í samstarfi við Vodafone Group sem starfar um alla Evrópu en samstarfið tryggir að viðskiptavinir Vodafone á Íslandi fá sambærilega útfærslu á „Roam like home“ á ferðalögum sínum og gerist á öðrum Evrópumörkuðum. Vodafone tryggir hágæða 4G samband í yfir 40 löndum. ONE Traveller-pakki Vodafone verður áfram leiðandi á markaðnum fyrir þá sem eru að ferðast utan Evrópu. Vodafone hefur ávallt lagt mikið upp úr því að viðskiptavinir njóti bestu mögulegu kjara og gæða þegar kemur að notkun á farsíma erlendis og hefur leitt þá þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði í krafti samstarfsins við Vodafone Group. Þannig erum við stolt af þeim vörum sem félagið hefur verið í fararbroddi með á íslenskum fjarskiptamarkaði - allt frá Vodafone Passport (2009), Euro- og USA Traveller (2013) og núna síðast ONE Traveller (2016). Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. Reglugerðin var staðfest af ráðherra í dag og tekur gildi þegar hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Hrafnkell telur að það verði strax á morgun. Íslensku símafyrirtækin ættu því að fella niður reikigjöldin strax þá og ætlar Síminn að fella niður gjöldin strax á fimmtudag. Vodafone mun gera slíkt hið sama og kynna nýja verðskrá sem tekur mið af nýju reglugerðinni. Þá er Nova tilbúið með nýja verðskrá. Frá og með fimmtudeginum eiga ferðamenn í Evrópusambandsríkjum að geta notað farsíma sína án þess að vera rukkaðir aukalega fyrir það. Fjarskiptafyrirtækin hafa hins vegar heimild til að takmarka hversu hátt hlutfall af inniföldu gagnamagni áskrifta sinna viðskiptavinir geta notað erlendis.Fyrst um sinn engin takmörk hjá Símanum Síminn mun fella niður reikigjöld sín strax á fimmtudag. Viðskiptavinir Símans munu þá geta hringt, sent smáskilaboð og farið á netið í símum sínum þegar þeir eru staddir í Evrópusambandsríkjum, að sögn Svanlaugar Einarsdóttur, vörustjóra farsíma hjá fyrirtækinu, sem hefur unnið að innleiðingu reglugerðarinnar. Hún segir að skref í þá átt hafi verið tekið þegar á síðasta ári. Þá lækkaði álag á gagnamagn sem sótt var í Evrópusambandsríkjum úr 35 kr/mb í 8,71 kr/mb. Svanlaug segir að Síminn muni takmarka hversu stóran hluta gagnamagns viðskiptavinir fyrirtækisins geti notað. Fyrst um sinn verði hins vegar engin takmörk. Hún segir jafnframt að fyrirtækið sjá ekki fram á að hækka almenna gjaldskrá sína til að mæta því að reikigjöldin falli niður.Nova mun takmarka gagnamagnið Nova hefur þegar ákveðið að nýta heimild til að takmarka gagnamagnið erlendis. Fyrirtækið sendi nýja verðskrá til viðskiptavina sinna í gær. Þeir sem eru með áskrift að 1 GB eða minna geta notað hana að fullu erlendis. Fyrir stærri pakka verður aukagjald greitt af gagnamagni sem er notað umfram takmark hverrar áskriftarleiðar. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir fyrirtækið bíða staðfestingar innanríkisráðuneytisins á reglugerðinni. Unnið sé að undirbúningi þess að reikigjöldin verði felld niður. Hún gerir ráð fyrir að nýja verðskráin taki gildi á næstunni.„Góðar fréttir fyrir neytendur“ Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að fyrirtækið muni fella niður reikigjöld sín á fimmtudaginn í samræmi við reglugerðina og kynna nýja verðskrá sem tekur mið af þessum breytingum. „Við fögnum þessu enda eru þetta góðar fréttir fyrir neytendur,“ segir Guðfinnur í samtali við Vísi. Hann segir að lengi hafi verið unnið að málinu hjá Vodafone og að vinna fyrirtækisins hafi miðast við það að reglugerðin myndi taka gildi á fimmtudaginn.Reglugerðin tekur gildi þegar hún hefur birst í Sjórnartíðindum Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar, segir í samtali við Vísi að reglugerðin hafi verið samþykkt í morgun hjá ESB. Ráðherra hér á landi er svo búinn að skrifa undir reglugerðina og hún er því komin í formlegt ferli með það að markmiði að hún taki gildi á fimmtudaginn 15. júní. „Reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum en öll gögnin eru komin þangað og nú er verið að vinna í því að birta þetta. Mér skilst að þetta eigi að fá flýtibirtingu en þegar þetta hefur svo verið birt þá er þetta tekið gildi og ég sé ekki hvað ætti að stoppa það að reglugerðin verði birt á morgun,“ segir Hrafnkell. Hann kveðst þó hafa fulla samúð með fjarskiptafyrirtækjunum varðandi það hversu seint reglugerðin er innleidd en bendir á að Póst-og fjarskiptastofnunin hafi verið að vinna í því með fjarskiptafyrirtækjunum síðan um áramót að málinu. „Þannig að þau hafa öll haft tækifæri til að undirbúa sig undir þessa breytingu,“ segir Hrafnkell.Uppfært klukkan 18:32: Vodafone sendi nú rétt í þessu frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má sjá hér að neðan:Vodafone á Íslandi fagnar flýtimeðferð stjórnvalda á nýsamþykktri reglugerð Evrópusambandsins um afnám reikigjalda sem tryggir innleiðingu reglugerðinnar frá því hún tekur gildi 15. júní næstkomandi fyrir viðskiptavini Vodafone. Viðskiptavinir fyrirtæksins njóta þannig ávinningsins um leið og aðrir íbúar Evrópu og geta notað símtæki sín í Evrópu eins og hér heima, á það bæði við um farsíma- og netáskriftir.Síðustu mánuði hefur Vodafone á Íslandi unnið náið að undirbúningi innleiðingarinnar í samstarfi við Vodafone Group sem starfar um alla Evrópu en samstarfið tryggir að viðskiptavinir Vodafone á Íslandi fá sambærilega útfærslu á „Roam like home“ á ferðalögum sínum og gerist á öðrum Evrópumörkuðum. Vodafone tryggir hágæða 4G samband í yfir 40 löndum. ONE Traveller-pakki Vodafone verður áfram leiðandi á markaðnum fyrir þá sem eru að ferðast utan Evrópu. Vodafone hefur ávallt lagt mikið upp úr því að viðskiptavinir njóti bestu mögulegu kjara og gæða þegar kemur að notkun á farsíma erlendis og hefur leitt þá þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði í krafti samstarfsins við Vodafone Group. Þannig erum við stolt af þeim vörum sem félagið hefur verið í fararbroddi með á íslenskum fjarskiptamarkaði - allt frá Vodafone Passport (2009), Euro- og USA Traveller (2013) og núna síðast ONE Traveller (2016).
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira