Vilja að Kársnesskóli verði rifinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2017 13:16 Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28