Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Snærós Sindradóttir skrifar 24. júní 2017 07:00 Thelma Björk Steimann er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar, Fjallsins. Mynd/Helgi Ómars „Við Hafþór kynntumst í gegnum sameiginlega vini haustið 2006. Ég var rétt að verða sautján ára og hann árinu eldri. Hann byrjaði strax að reyna við mig en Hafþór er alls ekki mín týpa og ég ætlaði alls ekki að gefa neitt eftir. Ég hafði engan áhuga,“ segir Thelma Björk Steimann, barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar. Hún lýsir því að yfir sex mánaða tímabil hafi Hafþór verið ágengur í viðreynslu við hana og sýnt henni mikinn áhuga. „Ég fór stundum að hitta hann en komst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekkert fyrir mig. Svo um vorið 2007 var ég á djamminu, búin að eiga ömurlegt kvöld og hann bauðst til að skutla mér heim. Þá hitti hann bara á einhvern veikan blett hjá mér og við byrjuðum fljótt saman eftir það. Ég komst svo seinna að því að allt þetta hálfa ár sem hann gekk á eftir mér hafði hann átt kærustu. Honum tókst einhvern veginn að snúa því upp á að hún hefði nú verið orðin svo „feit og ógeðsleg“ en ég væri svo merkileg að hann hefði viljað hætta með henni fyrir mig. Hann hefði aldrei séð konu eins og mig áður, ég væri svo sérstök og svo framvegis. Eftir alla þessa ágengni í hálft ár var mér farið að finnast það frekar heillandi. Ég vissi líka að hann hefði verið í einhverju smá rugli en ég hafði alltaf verið frekar hrein og bein og alls ekki haft áhuga á fíkniefnum eða svoleiðis, svo hann lét eins og hann hefði bara aðeins verið að fikta en hefði hætt fyrir mig. Hann væri orðinn nýr og betri maður fyrir mig.“ Fyrsta kvöldið ein Thelma og Hafþór voru ung og bjuggu bæði heima hjá foreldrum sínum á þessum árum. Þau höfðu því í raun aldrei verið án einhvers konar eftirlits í sambandinu yfir nótt. Ekki fyrr en kom að ferð til Benidorm með fjölmennum hópi ungmenna sem dreifðu sér á nokkur hótel á svæðinu. „Ég hafði átt kærasta um jólin en forsendan fyrir því að fá að fara í ferðina var að ég hefði einhvern til að passa upp á mig. Þegar við Hafþór byrjum svo af alvöru að hittast um vorið bauð ég honum bara strax að hoppa inn í ferðina. Sumarið fyrir ferðina gekk alveg ýmislegt á, Hafþór eyddi öllum strákavinum mínum úr símaskránni í símanum mínum og af msn, þannig að ég gat eiginlega ekki haft samband við þá lengur. En svo fórum við saman til Benidorm í ágúst og þá vorum við í raun í fyrsta skipti ein, ekki heima hjá foreldrum okkar.“ Thelma er búsett í Kaupmannahöfn.Mynd/Helgi Ómars Thelma og Hafþór deildu herbergi með tveimur kunningjum og nokkrir vinir Thelmu voru á sama hóteli. „Fyrsta kvöldið förum við út og á skemmtistaðinn Joker. Þar hitti ég fullt af strákum sem voru með mér í bekk í MS og stend og tala við þá. Hafþór varð alveg truflað afbrýðisamur og lamdi í borðið hjá okkur þannig að næstum öll glösin á því voru dottin. Strákarnir urðu mjög reiðir út í Hafþór og ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið. Hafþór bað strákana afsökunar en aldrei mig og kvöldið fór í það að ég var reið út í hann því ég skammaðist mín svo rosalega.“ Rifrildi Hafþórs og Thelmu hélt áfram. „Þetta varð að rifrildi um að ég mætti alveg tala við aðra karlmenn og svo framvegis. Kvöldið endaði þannig að við fórum tvö ein upp á hótelherbergi og þar réðst Hafþór á mig í fyrsta skipti. Herbergið okkar var á tuttugustu hæð og hann hótaði að henda mér niður af svölunum. Hann var að ýta mér, hrinda mér og slá mig. Daginn eftir var ég svo hrædd um að allir á hótelinu hefðu heyrt í okkur en hann baðst afsökunar og sagði að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Ég tók þessum afsökunarbeiðnum því hvað átti ég að gera? Ég var föst á Benidorm í rúma viku í viðbót og gat ekki eyðilagt ferðina fyrir öllum hinum.“ Hafþór gaf Thelmu bleikan farsíma í það sem hún kallar „fyrirgefðu-að-ég-lamdi-þig gjöf“. Bjargvætturinn á vistinni Daginn eftir að parið kom heim frá Benidorm tók við nýtt tímabil, að flytja burt úr Reykjavík og á Selfoss þar sem Hafþór hafði komist á samning hjá Körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Á Selfossi byrjaði ofbeldið af alvöru. Hann sló mig og henti mér til, henti mér á hluti og braut hluti. Oft tók hann mig hálstaki þannig að ég leið út af. Stundum hélt hann mér niðri eða hélt mér með annarri hendi á meðan hann kýldi mig með hinni.“ Á heimavistinni bjó hins vegar húsvörður, kona á miðjum aldri, sem stöðvaði ofbeldið í hvert sinn sem hún heyrði hávaðann. „Hún kom auðvitað ekki á næturnar ef við rifumst því þá var hún ekki vakandi, en ef hann réðst á mig á daginn þá kom hún inn og stoppaði hann. Mér fannst eins og allir vissu þetta á Selfossi og ég átti bara eina vinkonu og hafði ekkert bakland. Nema konuna á vistinni. Hún alveg húðskammaði hann oft.“ Fréttablaðið hafði samband við konuna sem um ræðir. Þær Thelma þekkjast ekkert í dag og hafa ekki talað saman í hartnær tíu ár, eða síðan Thelma flutti aftur til Reykjavíkur. Í samtali við Fréttablaðið staðfestir hún frásögnina í öllum atriðum, segist oft hafa þurft að hafa afskipti af parinu og reynt að útskýra fyrir Hafþóri að hann gæti ekki og mætti ekki neyta aflsmunar þegar til rifrilda kom. Þegar kæmi að ofbeldi væri ekkert sem héti „hún byrjaði“. Thelma þurfti einu sinni að leita á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á tímabilinu. Hún segist lítið muna eftir heimsókninni. „Ég man bara eftir sjúkrahúsgöngunum og því að hafa bara verið á skömminni, hvað ég ætti að segja að hefði komið fyrir mig. Ég reyndi alltaf að passa mig og reyndi að slást við hann til að ná honum af mér. Og stundum, ef ég vissi að hann var að verða reiður og væri að fara að lemja mig, þá ögraði ég honum, bara til að ljúka því af. Það er eitthvað sem ég skammast mín enn þá fyrir en þá var þetta bara fljótar búið. Og það var allt betra þegar það var búið, þá var Hafþór miður sín yfir að hafa gengið svona langt.“ Stórar fréttir á Slysó Eftir eina önn í FSU flutti Thelma aftur til Reykjavíkur en sleit ekki sambandinu. Henni gekk vel í nýjum skóla og um vorið var komið að því að fagna próflokum ærlega. „Hafþór ætlaði ekkert að djamma. Hann vildi reyna að taka til í lífi sínu eftir að hafa fengið lélegar einkunnir í skólanum. Ég bað hann að koma með mér að djamma en hann vildi það ekki og ætlaði bara að vera heima. Svo frétti ég af honum á Hverfisbarnum.“ Thelma fór á Hverfisbarinn, hitti Hafþór þar en hann vildi ekki skemmta sér með henni. Þau fóru að rífast, enda hafði hann sagst ekki ætla út að skemmta sér. „Við Hafþór fórum að rífast og hann grýtti mér niður stigann á Hverfisbarnum. Fæturnir á mér voru allir úti í glerbrotum og ég var bara öll blóðug. Hafþór rauk hins vegar út af Hverfisbarnum og hvarf. Þegar ég náði í hann var hann kominn á Apótekið með vinum sínum og ég heimtaði að hann færi með mig upp á spítala. Það var svo á endanum þjónn á Apótekinu sem bara stimplaði sig út og fór með mig beint á spítalann.“ Fréttablaðið hefur undir höndum staðfestingu á þessari sjúkrahúsheimsókn. „Þarna sat ég á sunnudagsmorgni á Slysó innan um alla hina sem voru að koma af djamminu. Ég var staðráðin í að fara frá honum. Ég skammaðist mín svo rosalega fyrir að vera einhvern veginn innlyksa í þessu. En uppi á spítala komst ég að því að ég væri ólétt. Ég hélt bara að það þýddi að við yrðum að kýla á þetta og reyna að vera saman.“ Völdin jukust á meðgöngunni Thelma segir að völd Hafþórs í sambandinu hafi bara aukist eftir að hún varð ólétt. „Hann djammaði allar helgar en ég var bara föst heima ólétt. Við bjuggum meira heima hjá foreldrum mínum en ég var alltaf að sækja Hafþór af djamminu klukkan sjö á morgnana. Stundum heim til einhverra stelpna. Og aulinn ég trúði því þegar hann kom með einhverjar fáránlegar afsakanir um hvað hann var að gera hjá þeim. Svo kem ég einu sinni og sæki hann heim til einhverrar stelpu og var alveg handviss um að hann hefði verið að halda framhjá mér. Ég spyr hann hvaða stelpa þetta hafi verið, hvað hann hafi verið að gera með henni og við förum að rífast yfir því hvað hann hafi verið að gera með þessari stelpu. Hafþór heimtaði að við færum frekar heim til foreldra hans þetta kvöld og þegar við komum þangað varð rifrildinu að linna, þó það væri ekkert útkljáð, svo við myndum ekki vekja foreldra hans. En þegar við komum inn í herbergi tók hann mig og þröngvaði sér inn í endaþarminn á mér án þess að ég vildi það. Hann spurði hvort ég héldi virkilega að hann gæti þetta ef hann hefði verið með annarri stelpu fyrr um kvöldið. Ég bara hágrét og það blæddi en hann var alltaf að sussa á mig svo foreldrar hans myndu ekki vakna.“ Thelma Björk Steimann leitaði tvisvar á sjúkrahús meðan á sambandi hennar við Hafþór stóð en kærði aldrei til lögreglu.Mynd/Helgi Ómars Daginn eftir vaknaði Thelma við að Hafþór var orðin mjög lasinn. „Þannig að það gafst ekki einu sinni tími til að vera reið við hann. Ég var bara heima hjá foreldrum hans og hann var svo ótrúlega lasinn að hann endaði uppi á spítala. Það þurfti bara að hjúkra honum. Þannig að ég gat aldrei rætt hvað hafði komið fyrir mig því það bara hvarf í dramatíkinni í kringum hann. Seinna sagði hann mér að hann hefði verið á rosalegum niðurtúr, að kvöldið áður hefði hann tekið alveg helling í nefið og var bara orðinn veikur.“ Fyrr það sama ár fóru þau til Tenerife með fjölskyldu Hafþórs. Þar réðst Hafþór á Thelmu í enn einu rifrildinu. „Ég hélt í alvöru að hann myndi ekki lemja mig á meðan ég væri ólétt. En þá tókst mér að klóra hann af mér og þegar við komum heim sýndi hann foreldrum sínum hvað ég hefði verið ægilega vond við hann að klóra hann.“ Erfitt að fara „Ég er búin að gera þetta upp við sjálfa mig svona hundrað sinnum, hvað ég var eiginlega að spá og af hverju ég var með honum og hvernig ég gat leyft þessu að ganga svona langt. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég elskaði Hafþór ekki. Hann er ekki fyrsta ástin mín en hann náði mér einhvern veginn. Hann var svo ógeðslegur við mig og þegar ég loksins fór úr sambandinu fannst mér ég ógeðsleg og hélt að enginn myndi vilja vera með mér. Hann sagði oft við mig að ég væri heppin að hann vildi vera með mér. Ég var bara ónýt eftir þetta samband.“ Á þeim tveimur árum sem Hafþór og Thelma voru par gerði hún oft tilraunir til að slíta sambandinu. „Ef ég fór frá Hafþóri var alltaf einhver önnur komin tveimur tímum seinna. Ef ég reifst við hann og fór var einhver fyrrverandi kærasta komin í kaffi eftir korter. Þetta stuðaði mig svo mikið og gerði það svo erfitt að fara.“ Þegar Thelma hefur rætt ofbeldið við Hafþór eða fjölskyldu hans eru svörin á þá leið að það þurfi tvo til. Fréttablaðið hefur undir höndum bréf frá fjölskyldumeðlimi Hafþórs til Thelmu þar sem viðkomandi segir að hún hafi kallað fram þessar slæmu hliðar hans. Thelma trúði þessu lengi vel. „Ég er búin að vinna svo rosalega mikið í mér og ég er auðvitað allt önnur manneskja í dag en ég var þá. Ég vildi trúa að þetta hefði bara verið tímabil hjá Hafþóri en hann væri orðinn öðruvísi núna.“ Í janúar síðastliðnum barst Thelmu hins vegar bréf frá barnaverndarnefnd, sem Fréttablaðið hefur einnig undir höndum. Þá hafði lögreglan verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu. Fréttablaðið greindi frá þessari lögregluheimsókn nýverið sem og tveimur öðrum lögregluheimsóknum í því sambandi. Einnig frá öðrum lögregluheimsóknum þegar hann var með öðrum konum. Ástæða þess að Thelma fékk bréf frá barnaverndarnefnd í þetta skiptið var sú að dóttir þeirra var í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. „Þegar ég fékk bréfið þá bara brotnaði ég saman og grét og grét. Ég trúði því í alvöru að þetta hefði í raun bara verið ég. En það er ekki þannig.“ Sögur um samskipti Hafþórs við konur fóru að grassera í kjölfarið á forsíðuviðtali DV í apríl. Þá fóru af stað sögusagnir í athugasemdakerfum fjölmiðilsins sem varð til þess að lokað var fyrir athugasemdir við viðtalið. Í viðtalinu segir meðal annars: „Honum finnst ekki leiðinlegt að dekra við konurnar í lífi sínu. „Þótt ég sé risastór og sterkur þá kem ég samt mjúklega fram við konur.““ Thelma segist vilja segja sannleikann um Hafþór því það sé réttlátt. „Ég er búin að gera þetta upp við mig. Ástæðan fyrir því að ég vil segja sögu mína er að þetta er svo mikið ranglæti og óréttlæti. Frægð hans má ekki koma í veg fyrir að fólk viti sannleikann. Mér finnst hræðilegt að vita af því sem hefur verið að koma fyrir aðrar stelpur með honum því ég held að þær hljóti að hafa mjög svipaða sögu að segja.“ Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
„Við Hafþór kynntumst í gegnum sameiginlega vini haustið 2006. Ég var rétt að verða sautján ára og hann árinu eldri. Hann byrjaði strax að reyna við mig en Hafþór er alls ekki mín týpa og ég ætlaði alls ekki að gefa neitt eftir. Ég hafði engan áhuga,“ segir Thelma Björk Steimann, barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar. Hún lýsir því að yfir sex mánaða tímabil hafi Hafþór verið ágengur í viðreynslu við hana og sýnt henni mikinn áhuga. „Ég fór stundum að hitta hann en komst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekkert fyrir mig. Svo um vorið 2007 var ég á djamminu, búin að eiga ömurlegt kvöld og hann bauðst til að skutla mér heim. Þá hitti hann bara á einhvern veikan blett hjá mér og við byrjuðum fljótt saman eftir það. Ég komst svo seinna að því að allt þetta hálfa ár sem hann gekk á eftir mér hafði hann átt kærustu. Honum tókst einhvern veginn að snúa því upp á að hún hefði nú verið orðin svo „feit og ógeðsleg“ en ég væri svo merkileg að hann hefði viljað hætta með henni fyrir mig. Hann hefði aldrei séð konu eins og mig áður, ég væri svo sérstök og svo framvegis. Eftir alla þessa ágengni í hálft ár var mér farið að finnast það frekar heillandi. Ég vissi líka að hann hefði verið í einhverju smá rugli en ég hafði alltaf verið frekar hrein og bein og alls ekki haft áhuga á fíkniefnum eða svoleiðis, svo hann lét eins og hann hefði bara aðeins verið að fikta en hefði hætt fyrir mig. Hann væri orðinn nýr og betri maður fyrir mig.“ Fyrsta kvöldið ein Thelma og Hafþór voru ung og bjuggu bæði heima hjá foreldrum sínum á þessum árum. Þau höfðu því í raun aldrei verið án einhvers konar eftirlits í sambandinu yfir nótt. Ekki fyrr en kom að ferð til Benidorm með fjölmennum hópi ungmenna sem dreifðu sér á nokkur hótel á svæðinu. „Ég hafði átt kærasta um jólin en forsendan fyrir því að fá að fara í ferðina var að ég hefði einhvern til að passa upp á mig. Þegar við Hafþór byrjum svo af alvöru að hittast um vorið bauð ég honum bara strax að hoppa inn í ferðina. Sumarið fyrir ferðina gekk alveg ýmislegt á, Hafþór eyddi öllum strákavinum mínum úr símaskránni í símanum mínum og af msn, þannig að ég gat eiginlega ekki haft samband við þá lengur. En svo fórum við saman til Benidorm í ágúst og þá vorum við í raun í fyrsta skipti ein, ekki heima hjá foreldrum okkar.“ Thelma er búsett í Kaupmannahöfn.Mynd/Helgi Ómars Thelma og Hafþór deildu herbergi með tveimur kunningjum og nokkrir vinir Thelmu voru á sama hóteli. „Fyrsta kvöldið förum við út og á skemmtistaðinn Joker. Þar hitti ég fullt af strákum sem voru með mér í bekk í MS og stend og tala við þá. Hafþór varð alveg truflað afbrýðisamur og lamdi í borðið hjá okkur þannig að næstum öll glösin á því voru dottin. Strákarnir urðu mjög reiðir út í Hafþór og ég skammaðist mín svo ótrúlega mikið. Hafþór bað strákana afsökunar en aldrei mig og kvöldið fór í það að ég var reið út í hann því ég skammaðist mín svo rosalega.“ Rifrildi Hafþórs og Thelmu hélt áfram. „Þetta varð að rifrildi um að ég mætti alveg tala við aðra karlmenn og svo framvegis. Kvöldið endaði þannig að við fórum tvö ein upp á hótelherbergi og þar réðst Hafþór á mig í fyrsta skipti. Herbergið okkar var á tuttugustu hæð og hann hótaði að henda mér niður af svölunum. Hann var að ýta mér, hrinda mér og slá mig. Daginn eftir var ég svo hrædd um að allir á hótelinu hefðu heyrt í okkur en hann baðst afsökunar og sagði að þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Ég tók þessum afsökunarbeiðnum því hvað átti ég að gera? Ég var föst á Benidorm í rúma viku í viðbót og gat ekki eyðilagt ferðina fyrir öllum hinum.“ Hafþór gaf Thelmu bleikan farsíma í það sem hún kallar „fyrirgefðu-að-ég-lamdi-þig gjöf“. Bjargvætturinn á vistinni Daginn eftir að parið kom heim frá Benidorm tók við nýtt tímabil, að flytja burt úr Reykjavík og á Selfoss þar sem Hafþór hafði komist á samning hjá Körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Á Selfossi byrjaði ofbeldið af alvöru. Hann sló mig og henti mér til, henti mér á hluti og braut hluti. Oft tók hann mig hálstaki þannig að ég leið út af. Stundum hélt hann mér niðri eða hélt mér með annarri hendi á meðan hann kýldi mig með hinni.“ Á heimavistinni bjó hins vegar húsvörður, kona á miðjum aldri, sem stöðvaði ofbeldið í hvert sinn sem hún heyrði hávaðann. „Hún kom auðvitað ekki á næturnar ef við rifumst því þá var hún ekki vakandi, en ef hann réðst á mig á daginn þá kom hún inn og stoppaði hann. Mér fannst eins og allir vissu þetta á Selfossi og ég átti bara eina vinkonu og hafði ekkert bakland. Nema konuna á vistinni. Hún alveg húðskammaði hann oft.“ Fréttablaðið hafði samband við konuna sem um ræðir. Þær Thelma þekkjast ekkert í dag og hafa ekki talað saman í hartnær tíu ár, eða síðan Thelma flutti aftur til Reykjavíkur. Í samtali við Fréttablaðið staðfestir hún frásögnina í öllum atriðum, segist oft hafa þurft að hafa afskipti af parinu og reynt að útskýra fyrir Hafþóri að hann gæti ekki og mætti ekki neyta aflsmunar þegar til rifrilda kom. Þegar kæmi að ofbeldi væri ekkert sem héti „hún byrjaði“. Thelma þurfti einu sinni að leita á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á tímabilinu. Hún segist lítið muna eftir heimsókninni. „Ég man bara eftir sjúkrahúsgöngunum og því að hafa bara verið á skömminni, hvað ég ætti að segja að hefði komið fyrir mig. Ég reyndi alltaf að passa mig og reyndi að slást við hann til að ná honum af mér. Og stundum, ef ég vissi að hann var að verða reiður og væri að fara að lemja mig, þá ögraði ég honum, bara til að ljúka því af. Það er eitthvað sem ég skammast mín enn þá fyrir en þá var þetta bara fljótar búið. Og það var allt betra þegar það var búið, þá var Hafþór miður sín yfir að hafa gengið svona langt.“ Stórar fréttir á Slysó Eftir eina önn í FSU flutti Thelma aftur til Reykjavíkur en sleit ekki sambandinu. Henni gekk vel í nýjum skóla og um vorið var komið að því að fagna próflokum ærlega. „Hafþór ætlaði ekkert að djamma. Hann vildi reyna að taka til í lífi sínu eftir að hafa fengið lélegar einkunnir í skólanum. Ég bað hann að koma með mér að djamma en hann vildi það ekki og ætlaði bara að vera heima. Svo frétti ég af honum á Hverfisbarnum.“ Thelma fór á Hverfisbarinn, hitti Hafþór þar en hann vildi ekki skemmta sér með henni. Þau fóru að rífast, enda hafði hann sagst ekki ætla út að skemmta sér. „Við Hafþór fórum að rífast og hann grýtti mér niður stigann á Hverfisbarnum. Fæturnir á mér voru allir úti í glerbrotum og ég var bara öll blóðug. Hafþór rauk hins vegar út af Hverfisbarnum og hvarf. Þegar ég náði í hann var hann kominn á Apótekið með vinum sínum og ég heimtaði að hann færi með mig upp á spítala. Það var svo á endanum þjónn á Apótekinu sem bara stimplaði sig út og fór með mig beint á spítalann.“ Fréttablaðið hefur undir höndum staðfestingu á þessari sjúkrahúsheimsókn. „Þarna sat ég á sunnudagsmorgni á Slysó innan um alla hina sem voru að koma af djamminu. Ég var staðráðin í að fara frá honum. Ég skammaðist mín svo rosalega fyrir að vera einhvern veginn innlyksa í þessu. En uppi á spítala komst ég að því að ég væri ólétt. Ég hélt bara að það þýddi að við yrðum að kýla á þetta og reyna að vera saman.“ Völdin jukust á meðgöngunni Thelma segir að völd Hafþórs í sambandinu hafi bara aukist eftir að hún varð ólétt. „Hann djammaði allar helgar en ég var bara föst heima ólétt. Við bjuggum meira heima hjá foreldrum mínum en ég var alltaf að sækja Hafþór af djamminu klukkan sjö á morgnana. Stundum heim til einhverra stelpna. Og aulinn ég trúði því þegar hann kom með einhverjar fáránlegar afsakanir um hvað hann var að gera hjá þeim. Svo kem ég einu sinni og sæki hann heim til einhverrar stelpu og var alveg handviss um að hann hefði verið að halda framhjá mér. Ég spyr hann hvaða stelpa þetta hafi verið, hvað hann hafi verið að gera með henni og við förum að rífast yfir því hvað hann hafi verið að gera með þessari stelpu. Hafþór heimtaði að við færum frekar heim til foreldra hans þetta kvöld og þegar við komum þangað varð rifrildinu að linna, þó það væri ekkert útkljáð, svo við myndum ekki vekja foreldra hans. En þegar við komum inn í herbergi tók hann mig og þröngvaði sér inn í endaþarminn á mér án þess að ég vildi það. Hann spurði hvort ég héldi virkilega að hann gæti þetta ef hann hefði verið með annarri stelpu fyrr um kvöldið. Ég bara hágrét og það blæddi en hann var alltaf að sussa á mig svo foreldrar hans myndu ekki vakna.“ Thelma Björk Steimann leitaði tvisvar á sjúkrahús meðan á sambandi hennar við Hafþór stóð en kærði aldrei til lögreglu.Mynd/Helgi Ómars Daginn eftir vaknaði Thelma við að Hafþór var orðin mjög lasinn. „Þannig að það gafst ekki einu sinni tími til að vera reið við hann. Ég var bara heima hjá foreldrum hans og hann var svo ótrúlega lasinn að hann endaði uppi á spítala. Það þurfti bara að hjúkra honum. Þannig að ég gat aldrei rætt hvað hafði komið fyrir mig því það bara hvarf í dramatíkinni í kringum hann. Seinna sagði hann mér að hann hefði verið á rosalegum niðurtúr, að kvöldið áður hefði hann tekið alveg helling í nefið og var bara orðinn veikur.“ Fyrr það sama ár fóru þau til Tenerife með fjölskyldu Hafþórs. Þar réðst Hafþór á Thelmu í enn einu rifrildinu. „Ég hélt í alvöru að hann myndi ekki lemja mig á meðan ég væri ólétt. En þá tókst mér að klóra hann af mér og þegar við komum heim sýndi hann foreldrum sínum hvað ég hefði verið ægilega vond við hann að klóra hann.“ Erfitt að fara „Ég er búin að gera þetta upp við sjálfa mig svona hundrað sinnum, hvað ég var eiginlega að spá og af hverju ég var með honum og hvernig ég gat leyft þessu að ganga svona langt. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég elskaði Hafþór ekki. Hann er ekki fyrsta ástin mín en hann náði mér einhvern veginn. Hann var svo ógeðslegur við mig og þegar ég loksins fór úr sambandinu fannst mér ég ógeðsleg og hélt að enginn myndi vilja vera með mér. Hann sagði oft við mig að ég væri heppin að hann vildi vera með mér. Ég var bara ónýt eftir þetta samband.“ Á þeim tveimur árum sem Hafþór og Thelma voru par gerði hún oft tilraunir til að slíta sambandinu. „Ef ég fór frá Hafþóri var alltaf einhver önnur komin tveimur tímum seinna. Ef ég reifst við hann og fór var einhver fyrrverandi kærasta komin í kaffi eftir korter. Þetta stuðaði mig svo mikið og gerði það svo erfitt að fara.“ Þegar Thelma hefur rætt ofbeldið við Hafþór eða fjölskyldu hans eru svörin á þá leið að það þurfi tvo til. Fréttablaðið hefur undir höndum bréf frá fjölskyldumeðlimi Hafþórs til Thelmu þar sem viðkomandi segir að hún hafi kallað fram þessar slæmu hliðar hans. Thelma trúði þessu lengi vel. „Ég er búin að vinna svo rosalega mikið í mér og ég er auðvitað allt önnur manneskja í dag en ég var þá. Ég vildi trúa að þetta hefði bara verið tímabil hjá Hafþóri en hann væri orðinn öðruvísi núna.“ Í janúar síðastliðnum barst Thelmu hins vegar bréf frá barnaverndarnefnd, sem Fréttablaðið hefur einnig undir höndum. Þá hafði lögreglan verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu. Fréttablaðið greindi frá þessari lögregluheimsókn nýverið sem og tveimur öðrum lögregluheimsóknum í því sambandi. Einnig frá öðrum lögregluheimsóknum þegar hann var með öðrum konum. Ástæða þess að Thelma fékk bréf frá barnaverndarnefnd í þetta skiptið var sú að dóttir þeirra var í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. „Þegar ég fékk bréfið þá bara brotnaði ég saman og grét og grét. Ég trúði því í alvöru að þetta hefði í raun bara verið ég. En það er ekki þannig.“ Sögur um samskipti Hafþórs við konur fóru að grassera í kjölfarið á forsíðuviðtali DV í apríl. Þá fóru af stað sögusagnir í athugasemdakerfum fjölmiðilsins sem varð til þess að lokað var fyrir athugasemdir við viðtalið. Í viðtalinu segir meðal annars: „Honum finnst ekki leiðinlegt að dekra við konurnar í lífi sínu. „Þótt ég sé risastór og sterkur þá kem ég samt mjúklega fram við konur.““ Thelma segist vilja segja sannleikann um Hafþór því það sé réttlátt. „Ég er búin að gera þetta upp við mig. Ástæðan fyrir því að ég vil segja sögu mína er að þetta er svo mikið ranglæti og óréttlæti. Frægð hans má ekki koma í veg fyrir að fólk viti sannleikann. Mér finnst hræðilegt að vita af því sem hefur verið að koma fyrir aðrar stelpur með honum því ég held að þær hljóti að hafa mjög svipaða sögu að segja.“
Tengdar fréttir Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Þrjár fyrrverandi kærustur Fjallsins segja hann hafa beitt þær líkamlegu og andlegu ofbeldi auk þess að hóta þeim. Ein þeirra hefur kært nokkur atvik úr sambandi þeirra. Lögmaður Fjallsins segir ekkert hæft í sögunum og hótar Fréttablaðinu málsókn. 15. júní 2017 23:45
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30