„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 14:24 Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna „Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Sjá meira
„Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Sjá meira