Alexis Sánchez, framherji Arsenal og síleska landsliðsins, segist vera búinn að ákveða hvar hann muni spila á næsta tímabili.
Óvíst er hvort Sánchez verði áfram í herbúðum Arsenal en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Manchester City og Bayern München. Samningur Sílemannsins við Arsenal rennur úr næsta sumar.
„Það er ljóst hvar ég spila á næsta tímabili en ég get ekki uppljóstrað það,“ sagði Sánchez í samtali við Sky Sports.
Sánchez er nú staddur í Rússlandi þar sem Álfukeppnin fer fram. Sílemenn eru komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta heimsmeisturum Þjóðverja á sunnudaginn.
Sánchez hefur verið hjá Arsenal síðan 2014. Hann skoraði 30 mörk í 51 leik fyrir Skytturnar á síðasta tímabili. Arsenal mistókst að tryggja sér Meistaradeildarsæti en vann hins vegar ensku bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.
Sánchez: Veit hvar ég spila á næsta tímabili

Tengdar fréttir

Biðlar til stuðningsmanna Arsenal að styðja Wenger
Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, vill meiri samheldni hjá félaginu og stuðningsmönnum þess.